Fleiri fréttir

Þúsundir sýna Hugo Chavez stuðning

Þúsundir stuðningsmanna Hugos Chavez, forseta Venesúela, komu saman fyrir utan forsetahöllina í Caracas í gær til að sýna stuðning sinn við forsetann.

Komu í veg fyrir blóðbað í skóla í Kaliforníu

Kennara og starfsmanni menntaskóla í bænum Taft í Kaliforníu tókst að koma í veg fyrir blóðbað þegar 16 ára nemandi í skólanum réðist þar inn vopnaður haglabyssu skaut einn bekkjarfélaga sinn í gær.

Risasmokkur náðist á mynd

Vísindamenn og sjónvarpsfólk segjast í fyrsta sinn hafa náð upptökum af risasmokkfiski í sínu náttúrulega umhverfi.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna

Þær kvikmyndir sem hlotið hafa tilnefningu til Óskarsverðlauna voru kynntar í Bandaríkjunum í dag. Stórmynd Steven Spielbergs, Lincoln, fékk tólf tilnefningar.

Skotárás í menntaskóla í Kaliforníu

Tveir eru sárir eftir skotárás í menntaskóla í Bakersfield í Kaliforníu á fimmta tímanum í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögregluyfirvöldum á svæðinu að áverkar fórnarlambanna séu alvarlegir. Aldur þeirra liggur þó ekki fyrir. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því að árásarmaðurinn sé nú í haldi lögreglu.

Mynd Spielbergs með flestar tilnefningar

Kvikmynd Stevens Spielberg, Lincoln, hlaut flestar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna að þessu sinni. Alls voru það tólf tilnefningar. Life of Pi, mynd Angs Lee hlaut 11 tilnefningar og Silver Lining Playbook hlaut tilnefningar í sex helstu flokkum.

Fær 112 daga styttingu á fangavist

Möguleg refsing sem bandaríski hermaðurinn Bradley Manning kann að verða dæmdur til hefur verið milduð samkvæmt úrskurði dómara við herdómstólinn í Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum.

Láta af mestu ritskoðuninni

Ritstjórn blaðsins Suðrið vikulega í Guangzhou í Kína verður ekki refsað fyrir mótmæli sín og niðurlagningu starfa, samkvæmt samkomulagi sem náðist við yfirstjórn blaðsins í gær.

80 mótmælendur handteknir

Sérsveitum grísku lögreglunnar var beitt til þess að koma á braut mótmælendum sem um tíma höfðu uppi setuverkfall á skrifstofum eins stjórnmálaflokksins í grísku fjölflokkastjórninni í miðbæ Aþenu. Þá var niðurnítt hús í miðbæ Aþenu rýmt af hústökufólki.

Fólk lýsir hrikalegum aðstæðum

Lofthiti lækkaði í Suður-Ástralíu í gær eftir að hafa náð methæðum. Þar með dró heldur úr hættunni á áframhaldandi eyðileggingu af völdum kjarrelda sem síðustu daga hafa valdið tjóni á um 200 stöðum í landinu.

Biðja Cameron að hætta ekki ESB-aðild

Milljarðar punda af skatttekjum gætu glatast færi svo að flosnaði upp úr Evrópusambandsaðild Breta. Viðskiptajöfrar biðla til forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar í samskiptum við ESB. Cameron er andsnúinn meiri völdum ESB.

Berlusconi hnýtir í dómara

Embættismenn dómstóla í Mílanó í Ítalíu hafa áréttað hlutleysi dómara réttarins eftir yfirlýsingar Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.

Ostasmyglari staðinn að verki

Norskir tollverðir komu upp um stórtækan smyglara á leið frá Svíþjóð, við venjubundið eftirlit við landamærabrúna yfir Svínasund fyrr í vikunni. Í bifreið hans fundust 106 kíló af osti, 120 kíló af jógúrti, 40 kíló af súrkáli og annað eins af kjötvörum.

Landnemar óskast - allir geta sótt um

Hollensku samtökin Mars One bjóða nú áhugasömum jarðarbúum varanlega dvöl á Mars. Stefnt er að því að fyrstu landnemarnir stígi fæti á rauðu plánetuna árið 2023.

Stjórnarkreppa í uppsiglingu í Venesúela

Stjórnarkreppa er í uppsiglingu í Venesúela eftir að ríkisstjórn landsins tilkynnti í gærkvöld að Hugo Chavez forseti gæti ekki svarið embættiseið á morgun eins og lög kveða á um.

David Bowie snýr aftur - nýtt lag og myndband

Breski tónlistarmaðurinn David Bowie rauf áralanga þögn sína í gær þegar nýtt lag eftir hann birtist í vefverslun Apple, iTunes. Smáskífan ber heitið „Where Are We Now?" og er af væntanlegri plötu Bowie, „The Next Day."

Fílafjölskylda drepin af veiðiþjófum í Kenía

Heil fílafjölskylda féll fyrir hendi veiðiþjófa í Tsavo þjóðgarðinum Kenía á dögunum. Náttúruverndarsamtök þar í landi segja að ellefu fílar hafi fallið í árásinni. Veiðiþjófarnir voru á höttunum eftir skögultönnum fílanna. Líklegt þykir að fílabeinin hafi verið flutt til Kína en þar eru þau seld dýrum dómum.

Þrír af sakborningunum í Delí neita sök

Þrír af fimm mönnum sem grunaðir eru um að hafa rænt, nauðgað og myrt 23 ára gamla konu í Delí á Indlandi munu neita sök. Þetta segir Manohar Lal Sharma í samtali við BBC fréttastofuna. Hann segir að mennirnir, sem heita Mukesh Singh, Akshay Thakur og Ram Singh, eigi rétt á sanngjörnum réttarhöldum. Allir mennirnir fimm voru leiddir fyrir dómara í gær og réttarhöld halda áfram á fimmtudag. Sjötti grunaði maðurinn er einungis sautján ára gamall. Réttað verður yfir honum fyrir unglingadómstól. Verði mennirnir sakfelldir munu þeir hugsanlega hljóta dauðarefsingu.

Hita- og þurrkatíð eykur eldhættuna

Stjórnvöld í Ástralíu óttast fleiri kjarrelda víðar í landinu. Í suðurhluta landsins var í dag spáð roki og allt að 43 stiga hita. Á eynni Tasmaníu hafa yfir hundrað heimili og byggingar orðið eldi að bráð. Í gær var hundrað manns enn saknað.

Mikill viðbúnaður vegna skógarelda í Ástralíu

Mikill viðbúnaður er í suðurhluta Ástralíu vegna mikilla skógar- og sinuelda sem þar hafa geisað. Talið er að dagurinn í dag gæti orðið sé versti í sögu landsins hvað skógarelda varðar.

Tímasetningin sætir gagnrýni

Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, vill kynnast efnahagsaðstæðum og samfélagsmiðlum í Norður-Kóreu af eigin raun í einkaheimsókn til landsins, samkvæmt upplýsingum frá sendinefnd hans.

Sjá næstu 50 fréttir