Erlent

Meira um sjálfsmorð meðal samkynhneigðra

Ný rannsókn sem unnin var á vegum AIDS sjóðsins í Danmörku sýnir að samkynhneigt fólk, bæði karlar og konur, fremja sjálfsmorð í meiri mæli en hinir gagnkynhneigðu. Þá kemur einnig fram að lesbískum konum er hættara við að fá krabbamein en þeim gagnkynhneigðu.

Þessar niðurstöður verða ræddar á opnum fundi heilbirgðisnefndar danska þingsins nú fyrir hádegið. Ole Möller Markussen talsmaður sjóðsins segir í samtali við sjónvarpsstöðina TV2 að nauðsynlegt sé að greina vel ástæður fyrir aukinni sjálfsmorðstíðni meðal samkynhenigðar svo bregðast megi við þessu vandamáli á réttann hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×