Fleiri fréttir

Eins íbúa þorp selt á uppboði

Fámennasta byggðarlag Bandaríkjanna, Buford í Wyoming-ríki, verður selt hæstbjóðanda í næsta mánuði. Eini íbúi Buford er Don Sammons, sem hefur rekið þar verslun í tuttugu ár.

Bandarískum hermanni laumað út úr Afganistan

Yfirstjórn NATO hefur greint frá því að bandaríski hermaðurinn sem myrti 16 óbreytta borgara í Afganistan hafi verið fluttur með leynd til Kuwait þar sem réttað verður yfir honum.

Langar biðraðir á Kastrupflugvelli

Langar biðraðir hafa myndast við öryggisgæsluna á Kastrupflugvelli í morgun. Ástæðan fyrir þessu er að öryggisverðir flugvallarins, sem eiga í kjarabaráttu, ákváðu að halda faglegan fund klukkan fimm í morgun að staðartíma og stendur hann enn.

Undarlegt fyrirbæri sást við yfirborð Sólarinnar

Geimsjónauki NASA náði myndum af undarlegu fyrirbæri á yfirborði Sólarinnar. Fyrirbærið er hnöttótt og er margfalt stærri en Jörðin. Einhvers konar leiðsla virðist liggja frá fyrirbærinu að yfirborði stjörnunnar.

Ber súrefnisgeymi eiganda síns hvert sem er

Herra Gibbs og hin þriggja ára gamla Alida Knobloch frá Louisville í Bandaríkjunum eru mun meira en bestu vinir. Hundurinn ber súrefnisgeymi hennar hvert sem þau fara

Öflugir jarðskjálftar í Tókíó

Nokkrir öflugir jarðskjálftar riðu yfir borgina Tókíó og nærliggjandi héruð í dag, en rétt rúmt ár er nú liðið frá því skjálfti á sama svæði olli flóðbylgjunni sem banaði um nítján þúsund manns. Stærsti skjálftinn í dag var 6,8 að stærð en til samanburðar mældist skjálftinn fyrir ári 9 stig. Tjón af völdum skjálftanna í dag virðist hafa verið lítið sem ekkert.

Sendiherra Íslands í Belgíu: Hér er mikil sorg

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Belgíu, segir að þjóðarsorg ríki í landinu og að fjallað sé um lítið annað í fjölmiðlum en hörmulegt rútuslys í Sviss í gærkvöldi þar sem tuttugu og tvö belgísk börn fórust. Krakkarnir sem voru 12 ára gamlir voru á heimleið úr skíðafríi þegar rútan sem þau voru í keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í suðurhluta Sviss. Þórir segir að margir spyrji sig hvað hafi valdið því að rútan klessti á en nefnt hefur verið að rútan hafi verið á of miklum hraða. Lögreglan ætlar að halda blaðamannafund núna klukkan tvö á íslenskum tíma þar sem farið verður yfir rannsóknina. Fimmtíu og tveir voru í rútunni og fórust tuttugu og átta, þar af tuttugu og tvö börn, eins og áður segir, en þau koma öll frá tveimur litlum sveitarfélögum. Aðkoman á slysstað í gærkvöldi var hrikaleg og er rútan ónýt. "Konungur Albert annar er búinn að lýsa yfir mikilli sorg og forsætisráðherrann er á leið til Sviss núna síðdegis. Hér er mikil sorg, þetta er skelfilegt slys,“ segir Þórir en það ætlar hann að gera til að sýna fjölskyldum og vinum þeirra látnu stuðning.

Hundruð þúsunda á flótta

Um 230 þúsund manns eru á flótta vegna átakanna í Sýrlandi, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Marine Le Pen fer í framboð

Marine Le Pen, dóttir þjóðernissinnans Jean Marie Le Pen, hefur tryggt sér nægilega margar undirskriftir til þess að geta boðið sig fram í forsetakosningum í næsta mánuði.

Hætta að gefa út Encylopedia Britannica í bókarformi

Ákveðið hefur verið að hætta að gefa út hið þekkta alfræðirit Encylopedia Britannica í bókarformi. Líkur þar með 244 ára gamalli sögu ritsins sem bókar og verður útgáfan sem kom út árið 2010 sú síðasta í bókarformi.

Rútuslys kostaði 22 börn lífið í Sviss

Rútuslys í Sviss í gærkvöldi kostaði 28 manns lífið þar af 22 börn. Rútan, sem var full af belgískum farþegum á leið heim frá skíðafríi, keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í Valais kantónunni í suðurhluta Sviss með fyrrgreindum afleiðingum.

Einn hermaður lést í árásinni

Uppreisnarmenn í Afganistan gerðu árás á háttsetta fulltrúa Afganistan-stjórnar í þorpinu Balandi, þar sem þeir tóku þátt í minningarathöfn um þorpsbúa sem bandarískur hermaður myrti um helgina.

Að leiðarlokum komið í Rutgers-málinu

Örlög fyrrverandi nemanda við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum liggja nú í höndum kviðdóms. Hinn tvítugi Dharun Ravi er sakaður um að hafa njósnað um samkynhneigðan herbergisfélaga sinn nokkrum dögum áður en hann svipti sig lífi.

Munu reyna að klóna loðfíl

Vísindamenn frá Suður-Kóreu og Rússlandi munu reyna að klóna lóðfíl. Samstarfið var innsiglað í dag og vonast vísindamennirnir til að endurvekja þessa risavöxnu skepnu sem var uppi fyrir 10.000 árum.

Dauðinn gerður ólöglegur í ítölsku þorpi

Frá byrjun þessa mánaðar hefur verið ólöglegt að deyja í bænum Falciano del Massico á Ítalíu. Yfirvöld í bænum standa í deilum við nágrannaþorp um fá að nota kirkjugarðana þeirra.

Brjóstaskoran bönnuð í skákkeppnum

Evrópska skáksambandið hefur innleitt nýjar reglur varðandi klæðaburð þátttakenda í skákkeppnum. Brjóstaskorur er ekki leyfðar og pils mega ekki vera of stutt.

Dæmdur í yfir 6000 ára fangelsi

Fyrrum hermaður frá Gvatemala var í morgun dæmdur í sex þúsund ára fangelsi í fyrir hlut sinn í fjöldamorðum í landinu árið 1982. Maðurinn, Pedro Pimentel Rios, var framseldur til landsins frá Bandaríkjunum í fyrra en hann er fimmti maðurinn sem er dæmdur í fangelsi fyrir 250 morð í bænum Dos Erres í borgarastyrjöldinni árið 1982. Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 200 þúsund manns hafi verið drepnir í landinu á árunum 1966 - 1996, eða á meðan borgarstyrjöldin stóð yfir.

Sá stærsti í heimi hættur að stækka

Íslandsvinurinn og hæsti maður í heimi, Tyrkinn Sultan Kosen, er hættur að stækka en þetta er mat lækna við Virginíuháskóla í Bandaríkjunum. Í maí árið 2010 fór Sultan í læknismeðferð vegna sjúkdóms sem nefnist, acromegaly, sem er lýsir þér þannig að æxli getur myndast á heiladingli. Þar fékk hann lyf við sjúkdómnum sem drógu úr hormónaframleiðslu hans og urðu til þess að hann hætti stækka. Hann þarf þó ekki að kvarta yfir hæð sinni því hann er 2 metrar og 47 sentimetrar á hæð. Auk þess að vera sá stærsti í heimi er hann með stærstu hendur og fætur í heimi en hann notar skó númer 60.

Þurfti að kúka í miðri sýningu

Ótrúlega fyndið atvik kom upp á stærstu hundasýningu í heimi á dögunum þegar einn keppandinn þurfti að gera þarfir sínar í miðri keppni. Í keppninni þurftu hundarnir að klára ákveðna braut á sem bestum tíma og virtist hundurinn, Libby, vera á góðum tíma þegar hann þurfti að svara kalli náttúrunnar. Eigandinn skammaðist sín hrikalega og hlógu áhorfendur af þessu skondna atviki. Einn af aðstoðarmönnunum afhenti eigandanum bréf til að þrífa skítinn upp. En dómara ráku Libby úr keppni og fékk hann ekki að klára brautina. Þetta fyndna atvik má sjá í með fylgjandi myndskeiði.

Hundruð hafa flúið frá Homs

Bæði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skora nú á ríki heims að standa saman gegn voðaverkunum í Sýrlandi.

10% vilja úr þjóðkirkjunni

Um tíundi hver meðlimur í dönsku þjóðkirkjunni hugsar sér að segja sig úr henni ef hjónavígslur samkynhneigðra verða lögleyfðar.

Einn mesti listafundur allra tíma í Flórens

Vísindamenn og listfræðingar sem leitað hafa árum saman að horfnu málverki eftir Leonardo da Vinci hafa fundið málningarleifar sem eru áþekkar þeim sem meistarinn forni notaðist við.

Mikið mannfall í Homs í dag

Að minnsta kosti 47 almennir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í sýrlensku borginni Homs eftir að hersveitir hliðhollar stjórnvöldum gerðu árás á borgina.

Níu mánaða meðganga á 90 sekúndum

Ungt par í Bandaríkjunum ákvað að festa það á filmu þegar dóttir þeirra er á leiðinni í heiminn. Þau settu meðfylgjandi myndband síðan á YouTube og hefu það vakið mikla athygli en þar sést hvernig sú litla stækkar og stækkar í móðurkviði. Á nítíu sekúndum má því fylgjast með meðgöngunni allri og uns Amelie litla kemur í heiminn. Sjón er sögu ríkari, smellið á hlekkinn hér að ofan til að sjá.

Rúmlega áttræð kona vann 42 milljarða í lottó

Hin 81 árs gamla Louise White búsett á Rhode Island í Bandaríkjnum datt í lukkupottinn um helgina en þá vann hún risavinning í lottó eða rúmlega 336 milljónir dollara sem samsvara yfir 42 milljörðum króna.

Whitney Houston gengin aftur sem draugur

Söngkonan Whitney Houston liggur ekki kyrr í gröf sinni. Hún er gengin aftur og draugur hennar hefur tekið sér bólfestu á sameiginlegu heimili hennar og dótturinnar Bobbi Kristina í Georgíu.

Örlög Gingrich ráðast í vikunni

Örlög Newt Gingrich í prófkjörbaráttu Repúblikanaflokksins munu ráðast í vikunni. Þá verða haldin prófkjör í Alabama og Mississippi og ef Gingrich vinnur ekki í þeim báðum eru draumar hans um að verða næsta forsetaefni flokksins fyrir bí.

Veiddi risaþorsk á sjóstöng í Noregi

Norskur sportveiðimaður veiddi risaþorsk um helgina. Hann reyndist vera 147 sentimetrar að lengd og tæp 42 kíló að þyngd og fékkst á stöng við Söröya nyrst í Noregi.

Slim enn auðugastur

Mexíkóski fjarskiptajöfurinn Carlos Slim Helu telst vera ríkasti maður heims, þriðja árið í röð, samkvæmt lista viðskiptatímaritsins Forbes. Alls er hann talin eiga 69 milljarða dala, en sú fjárhæð samsvarar 8.600 milljörðum króna eða ríflega fimmfaldri landsframleiðslu Íslendinga. Bandaríkjamennirnir Bill Gates og Warren Buffet eru í öðru og þriðja sæti listans, Gates með 61 milljarð dala og Buffet með 44 milljarða.

Sjá næstu 50 fréttir