Erlent

Munu reyna að klóna loðfíl

Vísindmennirnir munu notast við kjarnsýru úr loðfíl sem hafði legið í sífreri í Síberíu.
Vísindmennirnir munu notast við kjarnsýru úr loðfíl sem hafði legið í sífreri í Síberíu. mynd/AP

Vísindamenn frá Suður-Kóreu og Rússlandi munu reyna að klóna lóðfíl. Samstarfið var innsiglað í dag og vonast vísindamennirnir til að endurvekja þessa risavöxnu skepnu sem var uppi fyrir 10.000 árum.

Það eru vísindamennirnir Vasily Vasiliev og Hwang Woo-Suk sem stjórna verkefninu. Woo-Suk er afar umdeildur vísindamaður en hann hefur áður klónað hunda, ketti og úlfa. Árið 2004 tilkynnti hann að klónun á mennskum stofnfrumum hefði tekist. Rannsóknarniðurstöður Woo-Suk reyndust þó vera falskar.

Vasily Vasiliev og Hwang Woo-Suk innsigla samstarfið. mynd/AFP

Vísindmennirnir munu notast við kjarnsýru úr loðfíl sem hafði legið í sífreri í Síberíu. Erfðaefninu verður komið fyrir í eggfrumu fíls. Ef allt fer að óskum mun fósturvísir myndast sem síðan verður færður í móðurkvið fíls.

„Erfiðast verður að mynda frumur loðfílsins," sagði Woo-Suk. „Ég er þó sannfærður um að það sé mögulegt."

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.