Erlent

Bandaríkjamaður dæmdur til dauða í Íran

Íranskar sjónvarpsstöðvar hafa birt myndkskeið sem sýnir Amir viðurkenna að hann sé njósnari.
Íranskar sjónvarpsstöðvar hafa birt myndkskeið sem sýnir Amir viðurkenna að hann sé njósnari. Mynd/AFP
Bandarískur maður af írönsku bergi brotinn hefur verið dæmdur til dauða fyrir njósnir af dómstól í Teheran, höfuðborg Írans. Hinn 28 ára gamli Amir Mirzai Hekmati er sagður vera njósnari á vegum CIA og var hann handtekinn í desember.

Foreldrar hans í Bandaríkjunum hafa þráfaldlega neitað því að hann sé njósnari og segja að hann hafi verið í Íran til þess að heimsækja ömmur sínar. Íranir segja hinsvegar ljóst að hann sé njósnari og að þeir hafi sannanir fyrir því að hann hafi starfað í Afganistan og í Írak áður en hann kom til Írans.

Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérlega slæm undanfarið og ljóst er að dauðadómurinn mun aðeins gera illt verra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×