Erlent

Mikið magn af hassi fannst á veitingastað Rio Ferdinand

Kokkur á veitingastað í eigu Rio Ferdinand, leikmanns Manchester United, hefur verið handtekinn eftir að tæplega 30 pokar með hassi fundust í eldhúsi staðarins.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að Ferdinand sé ekki viðriðinn málið og hafi ekki haft hugmynd um að kokkurinn var á kafi í hasssölu samhliða aðalstarfi sínu.

Veitingastaðurinn sem hér um ræðir heitir Restaurant Rosso og er staðsettur í miðborg Manchester. Um er að ræða einn vinsælasta veitingastað borgarinnar þar sem margir þekktir fótboltamenn sækja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×