Erlent

Yfir 200 steinaldargrafir fundust í Jemen

Yfir 200 grafir frá síðari hluta steinaldar, sem lauk fyrir 8.000 árum, hafa fundist í vesturhluta Jemen.

Grafir þessir voru höggnar í berg og í sumum þeirra voru fleiri en eitt grafrými. Í þeim fundust múmíur og ýmis verkfæri og vopn. Allt þetta hefur varðveist ágætlega í gegnum aldirnar.

Í frétt um málið á BBC segir að fyrir utan grafirnar hafi um 1.000 fornmunir frá steinöld fundist á svæðinu sem heitir Bani Saad. Þessir munir benda til þess að þróað menningarsamfélag hafi verið til staðar á þessum slóðum fyrir yfir 8.000 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×