Erlent

Ræðismanni Venesúela vísað úr landi í Bandaríkjunum

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa vísað ræðismanni Venesúela í Flórída úr landi. Ræðirmaðurinn, Livia Noguera verður að yfirgefa Bandaríkin í síðasta lagi á morgun, þriðjudag.

Noguera er gefið að sök að hafa rætt um netárás á Bandaríkin þegar hún starfaði sem sendifulltrúi í sendiráði Venesúela í Mexíkóborg árið 2008. Þetta á hún að hafa rætt um við diplómata frá sendiráðum Íran og Kúbu.

Áður en Noguera var vísað úr landi höfðu fjórir þingmenn á Bandaríkjaþingi kvartað við Hillary Clinton utanríkisráðherra undan veru Noguera í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×