Erlent

Danadrottning fær uppreisn æru sem listmálari

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur fengið nokkra uppreisn æru sem listmálari í upphafi vikunnar en í gær seldust tvær blýantsteikningar eftir hana á verði sem var töluvert yfir matsverði þeirra.

Þannig seldist önnur teikningin á 4.500 krónur danskar sem var 50% yfir matsverði hennar. Á síðustu vikum hafa nokkur af olíumálverkum Margrétar Þórhildar verið á uppboði hjá uppboðshúsinu Lauritz í Kaupmannahöfn. Þau hafa öll selst á undir matsverði. Steininn tók þó úr þegar eitt verkanna var selt á hálfvirði miðað við matið en kaupandinn hætti síðan við kaupin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×