Erlent

Á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að gefa sæði

Trent Arsenault
Trent Arsenault mynd/AP
Yfirvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa beðið 34 ára gamlan mann um að hætta að gefa sæði.

Í viðtali við fréttablaðið San Francisco Chronicle sagði Trent Arsenault að hann hefði gefið sæði sitt reglulega. Hann segist hafa gefið ótal dollur af sæði og að hann eigi nú 14 afkvæmi.

Arsenault segir að fjórar konur séu nú þungaðar eftir sig.

Heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu segja Arsenault eiga yfir höfði sekt eða fangelsisdóm fyrir að hundsa reglur varðandi blóðprufur og skimun vegna hugsanlegra sjúkdóma.

Arsenault gefur þó lítið fyrir aðvaranir yfirvalda og segir sæðisgjöf vera mannréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×