Erlent

Árs fangelsi fyrir að deila X-Men mynd á internetinu

Hugh Jackman í hlutverki Wolverine.
Hugh Jackman í hlutverki Wolverine. mynd/Twentieth Century Fox
Bandarískur karlmaður hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir að deila kvikmynd á internetinu heilum mánuði áður en hún var frumsýnd.

Hinn 49 ára gamli Gilberto Sanchez hefur áður hlotið dóm fyrir svipað athæfi. Hann játaði að hafa lekið kvikmyndinni X-Men Origins: Wolverine á internetið árið 2009.

Um var að ræða óklárað eintak af kvikmyndinni en vírar og annar kvikmyndabrellubúnaður var sýnilegur. Sækjendur í málinu sögðu að þúsundir einstaklinga hefðu náð í kvikmyndina af internetinu.

Hugh Jackman, aðalleikari kvikmyndarinnar sagði að lekin hefði haft persónuleg áhrif á sig.

Sanchez var einnig dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×