Erlent

Líkkistur og formalín skortir

Sorg í Iligan Fólk grætur við fjöldaútför sem fram fór í filippseysku borginni Iligan í gærkvöld. Fréttablaðið/AP
Sorg í Iligan Fólk grætur við fjöldaútför sem fram fór í filippseysku borginni Iligan í gærkvöld. Fréttablaðið/AP
Yfirvöld á Filippseyjum sendu í gær yfir 400 líkkistur til tveggja borga sem verst urðu úti í flóðum í suðurhluta Filippseyja um helgina.

Samkvæmt nýjustu tölum voru 957 látnir og 49 leitað. Búist er við að talan hækki enn eftir því sem líkum er bjargað úr sjó og eðju í borgunum Iligan og Cagayan de Oro.

Líkhús bæjanna eru uppiskroppa með líkkistur og formalín til líksmurningar. Starfsfólk hjálparsveita hefur kallað eftir vatni á flöskum, teppum, tjöldum og fatnaði handa fólki í yfirfullum neyðarmiðstöðvum. Þar er talið að dvelji allt að 45 þúsund manns.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×