Pútín vart lengur öruggur í sessi 21. desember 2011 04:00 Pútín Forseti Rússlands sat fyrir svörum í sjónvarpi nú í vikunni, eins og hann hefur gert árlega undanfarið.nordicphotos/AFP Stjórnarandstaðan í Rússlandi fékk byr undir báða vængi í kjölfar þingkosninganna, sem vafi leikur á hvort voru fullkomlega marktækar. Enginn öflugur mótframbjóðandi gegn Pútín virðist þó vera í sjónmáli enn sem komið er fyrir forsetakosningarnar í mars. Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur lengi verið sundruð og veikburða. Helstu leiðtogar hennar njóta lítils fylgis og hafa ekki náð að skapa sér stöðu sem trúverðugur valkostur gegn stjórninni í Kreml. Í kjölfar þingkosninga um síðustu helgi upphófust hins vegar fjölmennustu mótmæli gegn stjórnvöldum sem sést hafa þar í landi í tvo áratugi. Þar með hafa stjórnarandstæðingar fengið byr undir báða vængi og sjá nú jafnvel fram á að einhver úr þeirra röðum geti hugsanlega fellt Vladimír Pútín forsætisráðherra í forsetakosningunum í mars. Pútín hefur til þessa þótt næsta öruggur með sigur, enda virðist hann njóta mikilla vinsælda þrátt fyrir umdeilda stjórnarhætti sem stundum þykja minna óþægilega mikið á framferði ráðamanna í Sovétríkjunum sálugu. Staða Pútíns er að vísu enn sterk og algjörlega óvíst hvort umrótið undanfarið endist til að grafa undan honum svo um muni. GervipólitíkÝmsir halda því reyndar fram að ekkert verði að marka forsetakosningarnar. Pólitíkin í Rússlandi sé ekkert annað en gervipólitík og kosningarnar gervikosningar. „Kerfið í Kreml er gerviheimur. Þannig að þar eru stjórnmálaflokkarnir bara plat og þingið bara plat. Þarna er stjórnarandstaðan í plati og þarna eru auðkýfingar sem þykjast vera forsetaframbjóðendur,“ segir til dæmis breski blaðamaðurinn Luke Harding, sem skrifar um rússnesk málefni fyrir breska dagblaðið Guardian og hefur nýverið skrifað bók um rússnesk stjórnmál sem heitir Mafia State eða Mafíuríkið. Hvað svo sem hæft er í þessu þá hefur Pútín í það minnsta, í krafti vinsælda sinna, hvort sem það eru gervivinsældir eða raunverulegar vinsældir, getað ráðið nánast öllu sem hann hefur viljað ráða í Rússlandi í heilan áratug. Flokkur hans hefur haft það traustan meirihluta á þingi, að hann hefur til dæmis getað fengið stjórnarskrárbreytingar samþykktar að vild, þar á meðal stjórnarskrárbreytingu sem tryggir að hann geti boðið sig fram aftur til forseta nú þegar hann hefur „setið hjá“ í eitt kjörtímabil. Þetta kjörtímabil hefur hann látið sér nægja að gegna forsætisráðherraembættinu, sem er valdaminna en forsetaembættið, en vinur hans Medvedev sigraði í síðustu forsetakosningum líklega ekki síst í krafti þess að hann bauð sig fram í skjóli Pútíns. Þessar miklu vinsældir hafa meðal annars verið skýrðar með því að hann tók við í kjölfar ringulreiðarinnar á síðasta áratug 20. aldarinnar, þegar Boris Jeltsín kom með látum á frjálsum markaðsbúskap í Rússlandi, að því er virðist meira af kappi en forsjá og með þeim afleiðingum að Rússar misstu jafnvel margir hverjir alla trú á frelsi og lýðræði. Þegar allt samfélagið var að liðast í sundur hafi Pútín tekið þjóðfélagsmálin föstum tökum og komið á nýjum stöðugleika. Fyrir það séu margir Rússar þrátt fyrir allt afskaplega þakklátir. Fjölmiðlar í fjötrumÍtök stjórnvalda í rússneskum fjölmiðlum eiga samt líklega einna stærstan hlut í því hve vel Pútín hefur tekist að tryggja stöðu sína. Stærstu fjölmiðlarnir, sem hafa mesta útbreiðslu, eru flestir í eigu ríkisins eða ríkisfyrirtækja. Flestir Rússar nota sjónvarpið nánast eingöngu til að fá fréttir að því sem er að gerast í samfélaginu. Þótt hundruð sjónvarpsstöðva séu reknar í Rússlandi njóta þrjár þær stærstu mestra vinsælda. Tvær þeirra eru í ríkiseigu og sú þriðja í eigu orkufyrirtækisins Gazprom, sem að meirihluta er í eigu ríkisins. Rússneska blaðakonan Polina Bykhovskaya birti í síðustu viku viðtöl við fjölda rússneskra fjölmiðlamanna, sem viðurkenna að hafa látið undan þrýstingi frá bæði yfirmönnum sínum og frá stjórnvöldum. Sumir eru reyndar fullkomlega sáttir við það, en aðrir segjast hafa byrjað í fjölmiðlum af hugsjón í von um að geta breytt samfélaginu, en endað á því að verja kerfið og kæfa niður allar gagnrýni. „Það eru engar fastar reglur. Stundum kemstu upp með eitthvað sem venjulega væri bannað, en mál sem hafa verið leyfð geta stundum verið tekin út af borðinu,“ segir til dæmis fréttamaður á sjónvarpsstöðinni NTV, sem er í ríkiseigu. „Ég sagði af mér eftir að ég fékk fyrirmæli um að þýða ekkert sem er gagnrýnið á Pútín og Medvedev. Eða, ef við þýddum það, að slá því ekki upp,“ segir Grigorí Okhotin, fyrrverandi fréttaþýðandi hjá ríkisfréttastofunni RIA Novosti sem birtir fréttir frá Rússlandi á erlendum málum. Andstaðan eflistEitthvað breyttist samt í kjölfar þingkosninganna 4. desember. Opinber gagnrýni á Pútín hefur aldrei verið meiri og mótmælafundir gegn stjórnkerfi hans hafa aldrei verið fjölmennari, þótt ekki hafi verið jafn mikill kraftur í mótmælunum um síðustu helgi eins og helgina þar áður. Stjórnarandstaðan fékk byr undir báða vængi eftir að ljóst þótti að niðurstöðurnar væru ekki fullkomlega marktækar. Alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa staðfest að framkvæmd kosninganna hafi í mörgum tilvikum verið ábótavant. Pútín og Medvedev hafa mótmælt því að víðtækt kosningasvindl hafi tryggt flokki þeirra sigur. Medvedev hefur ákveðið að láta rannsaka öll tilvik, þar sem grunur hefur kviknað um að brögð hafi verið í tafli. Pútín hefur fullyrt að jafnvel þótt sá grunur eigi við rök að styðjast hafi umfangið ekki verið það mikið að það myndi breyta neinu um úrslit kosninganna. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Rússlandi fékk byr undir báða vængi í kjölfar þingkosninganna, sem vafi leikur á hvort voru fullkomlega marktækar. Enginn öflugur mótframbjóðandi gegn Pútín virðist þó vera í sjónmáli enn sem komið er fyrir forsetakosningarnar í mars. Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur lengi verið sundruð og veikburða. Helstu leiðtogar hennar njóta lítils fylgis og hafa ekki náð að skapa sér stöðu sem trúverðugur valkostur gegn stjórninni í Kreml. Í kjölfar þingkosninga um síðustu helgi upphófust hins vegar fjölmennustu mótmæli gegn stjórnvöldum sem sést hafa þar í landi í tvo áratugi. Þar með hafa stjórnarandstæðingar fengið byr undir báða vængi og sjá nú jafnvel fram á að einhver úr þeirra röðum geti hugsanlega fellt Vladimír Pútín forsætisráðherra í forsetakosningunum í mars. Pútín hefur til þessa þótt næsta öruggur með sigur, enda virðist hann njóta mikilla vinsælda þrátt fyrir umdeilda stjórnarhætti sem stundum þykja minna óþægilega mikið á framferði ráðamanna í Sovétríkjunum sálugu. Staða Pútíns er að vísu enn sterk og algjörlega óvíst hvort umrótið undanfarið endist til að grafa undan honum svo um muni. GervipólitíkÝmsir halda því reyndar fram að ekkert verði að marka forsetakosningarnar. Pólitíkin í Rússlandi sé ekkert annað en gervipólitík og kosningarnar gervikosningar. „Kerfið í Kreml er gerviheimur. Þannig að þar eru stjórnmálaflokkarnir bara plat og þingið bara plat. Þarna er stjórnarandstaðan í plati og þarna eru auðkýfingar sem þykjast vera forsetaframbjóðendur,“ segir til dæmis breski blaðamaðurinn Luke Harding, sem skrifar um rússnesk málefni fyrir breska dagblaðið Guardian og hefur nýverið skrifað bók um rússnesk stjórnmál sem heitir Mafia State eða Mafíuríkið. Hvað svo sem hæft er í þessu þá hefur Pútín í það minnsta, í krafti vinsælda sinna, hvort sem það eru gervivinsældir eða raunverulegar vinsældir, getað ráðið nánast öllu sem hann hefur viljað ráða í Rússlandi í heilan áratug. Flokkur hans hefur haft það traustan meirihluta á þingi, að hann hefur til dæmis getað fengið stjórnarskrárbreytingar samþykktar að vild, þar á meðal stjórnarskrárbreytingu sem tryggir að hann geti boðið sig fram aftur til forseta nú þegar hann hefur „setið hjá“ í eitt kjörtímabil. Þetta kjörtímabil hefur hann látið sér nægja að gegna forsætisráðherraembættinu, sem er valdaminna en forsetaembættið, en vinur hans Medvedev sigraði í síðustu forsetakosningum líklega ekki síst í krafti þess að hann bauð sig fram í skjóli Pútíns. Þessar miklu vinsældir hafa meðal annars verið skýrðar með því að hann tók við í kjölfar ringulreiðarinnar á síðasta áratug 20. aldarinnar, þegar Boris Jeltsín kom með látum á frjálsum markaðsbúskap í Rússlandi, að því er virðist meira af kappi en forsjá og með þeim afleiðingum að Rússar misstu jafnvel margir hverjir alla trú á frelsi og lýðræði. Þegar allt samfélagið var að liðast í sundur hafi Pútín tekið þjóðfélagsmálin föstum tökum og komið á nýjum stöðugleika. Fyrir það séu margir Rússar þrátt fyrir allt afskaplega þakklátir. Fjölmiðlar í fjötrumÍtök stjórnvalda í rússneskum fjölmiðlum eiga samt líklega einna stærstan hlut í því hve vel Pútín hefur tekist að tryggja stöðu sína. Stærstu fjölmiðlarnir, sem hafa mesta útbreiðslu, eru flestir í eigu ríkisins eða ríkisfyrirtækja. Flestir Rússar nota sjónvarpið nánast eingöngu til að fá fréttir að því sem er að gerast í samfélaginu. Þótt hundruð sjónvarpsstöðva séu reknar í Rússlandi njóta þrjár þær stærstu mestra vinsælda. Tvær þeirra eru í ríkiseigu og sú þriðja í eigu orkufyrirtækisins Gazprom, sem að meirihluta er í eigu ríkisins. Rússneska blaðakonan Polina Bykhovskaya birti í síðustu viku viðtöl við fjölda rússneskra fjölmiðlamanna, sem viðurkenna að hafa látið undan þrýstingi frá bæði yfirmönnum sínum og frá stjórnvöldum. Sumir eru reyndar fullkomlega sáttir við það, en aðrir segjast hafa byrjað í fjölmiðlum af hugsjón í von um að geta breytt samfélaginu, en endað á því að verja kerfið og kæfa niður allar gagnrýni. „Það eru engar fastar reglur. Stundum kemstu upp með eitthvað sem venjulega væri bannað, en mál sem hafa verið leyfð geta stundum verið tekin út af borðinu,“ segir til dæmis fréttamaður á sjónvarpsstöðinni NTV, sem er í ríkiseigu. „Ég sagði af mér eftir að ég fékk fyrirmæli um að þýða ekkert sem er gagnrýnið á Pútín og Medvedev. Eða, ef við þýddum það, að slá því ekki upp,“ segir Grigorí Okhotin, fyrrverandi fréttaþýðandi hjá ríkisfréttastofunni RIA Novosti sem birtir fréttir frá Rússlandi á erlendum málum. Andstaðan eflistEitthvað breyttist samt í kjölfar þingkosninganna 4. desember. Opinber gagnrýni á Pútín hefur aldrei verið meiri og mótmælafundir gegn stjórnkerfi hans hafa aldrei verið fjölmennari, þótt ekki hafi verið jafn mikill kraftur í mótmælunum um síðustu helgi eins og helgina þar áður. Stjórnarandstaðan fékk byr undir báða vængi eftir að ljóst þótti að niðurstöðurnar væru ekki fullkomlega marktækar. Alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa staðfest að framkvæmd kosninganna hafi í mörgum tilvikum verið ábótavant. Pútín og Medvedev hafa mótmælt því að víðtækt kosningasvindl hafi tryggt flokki þeirra sigur. Medvedev hefur ákveðið að láta rannsaka öll tilvik, þar sem grunur hefur kviknað um að brögð hafi verið í tafli. Pútín hefur fullyrt að jafnvel þótt sá grunur eigi við rök að styðjast hafi umfangið ekki verið það mikið að það myndi breyta neinu um úrslit kosninganna.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira