Erlent

Segjast geta sannað tengsl Mannings við Assange

Bradley Manning er 24 ára gamall.
Bradley Manning er 24 ára gamall.
Saksóknarar í máli Bradley Mannings, hermannsins bandaríska sem ásakaður er um að hafa lekið þúsundum leyniskjala til Wikileaks vefsíðunnar, lögðu fram gögn í réttarhöldunum í gær sem þeir segja að sanni tengsl Mannings við uppljóstrunarsíðuna WikiLeaks.

Rannsakendur í máli Mannings báru vitni í gær og sögðust hafa fundið upplýsingar um Julian Assange stofnanda Wikileaks á tölvu Mannings auk þess sem hægt sé að sjá að Manning hafi verið í netsambandi við tölvunotanda sem að minnsta kosti notaði nafnið Julian Assange.

Þá er líka að finna skilaboð í tölvunni þar sem sagt er að Assange sé á Íslandi og að hægt sé að ná í hann í ákveðið símanúmer. „Þú getur náð í yfirmann rannsókna á Íslandi. - 354 862 3481 - opið allan sólarhringinn - Biðjið um Julian Assange.“



Manning gæti átt yfir höfði sér ævilangt fangelsi verði hann fundinn sekur í málinu. Julian Assange hefur ávallt neitað því að hafa vitað hvaðan skjölin komu upprunalega. Hann hefur þó lýst yfir stuðningi sínum við Manning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×