Erlent

Yfir 900 létust á Filippseyjum

Tala látinna á Filippseyjum eftir hitabeltisstorminn Washi er komin yfir 900 manns og nokkur hundruða er enn saknað.

Yfir 167.000 manns urðu fyrir barðinu á Washi og af þeim fjölda hafast um 88.000 manns nú við í neyðarskýlum.

Beningo Aquino forsætisráðherra Filippseyja mun heimsækja flóðasvæðið í dag. Barack Obama Bandaríkjaforseti vottaði Filippseyingum samúð sína í ávarpi í gærkvöldi og sagði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að veita Filippseyingum alla þá aðstoð sem þeir gætu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×