Fleiri fréttir

Anonymous hættir við árás á glæpagengi

Talið er að tölvuþrjótasamtökin Anonymous hafi hætt við að afhjúpa meðlimi mexíkóska fíkniefnagengisins Zeta. Áætlanir Anonymous virðast hafa orðið að engu þegar fréttir bárust af viðbrögðum Zeta við uppátækinu.

Vilhjálmur og Kate ferðast til Danmerkur

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Kate Middleton munu ferðast til Danmerkur í næstu viku. Hjónin vonast til að læra um hjálparstarf Unicef í Austur-Afríku.

Lögreglu skipað að vernda varnargarða í Bangkok

Ríkisstjóri Bangkok, Sukhumbhand Paribatra, fyrirskipaði lögreglu að vernda varnargarða í útjaðri borgarinnar. Talið er að þúsundir íbúa hafi skemmt flóðgarðinn svo að hætta steðjaði að innri hverfum Bangkok.

Ráðist á skrifstofur tímarits eftir myndbirtingu

Skrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo eru í rústum eftir eldsprengju. Stephane Charbonnier, ritstjóri blaðsins, sagði í viðtali að árásin hefði fylgt í kjölfarið á myndbirtingu af Múhameð, spámanni múslima.

Ísrael þróar nýtt vopnakerfi

Varnarmálaráðuneytið í Ísrael tilkynnti í dag að langdrægu flugskeyti hafi verið skotið á loft frá herstöð í landinu. Var þetta gert í tilraunaskyni en Ísrael er að þróa nýtt eldflaugakerfi.

Ætlar að áfrýja til hæstaréttar

Lögfræðingar Julian Assange, forsprakka WikiLeaks, ætla að áfrýja úrskurði millidómstigs til hæstaréttar, en framsalsúrskurður Julians var staðfestur í morgun, en áður hafði héraðsdómur úrskurðað að Assange skyldi vera framseldur.

Íbúar þróunarlanda bjartsýnni

Talsverður munur er á viðhorfum þróunarlanda og efnameiri landa til efnahagsvandamála samkvæmt könnun BBC. Könnunarfyrirtækið Globescan framkvæmdi rannsóknina fyrir BBC World Service og tók hún til alls 25 þjóða.

Ill meðferð á íslenskum hestum vekur óhug í Svíþjóð

Fréttir af skelfilegri meðferð á tuttugu íslenskum hestum hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Eigandi hestanna var þangað til í gær formaður hestafélagsins Gyda í Sandvik en það er hópur áhugamanna um íslenska hestinn. Heilbrigðisyfirvöld komust hinsvegar á snoðir um að maðurinn, Inge Johanson, færi vægast sagt illa með sín eigin hross. Myndir hafa nú verið birtar af dýrunum og eins og sjá má á þeim eru þau hrikalega illa haldin.

Smástirni þýtur framhjá jörðinni á næstu dögum

Smástirnið YU55 mun þjóta framhjá jörðinni næstkomandi þriðjudag. Vísindamenn hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna telja að smástirnið verði í 325.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni, þannig verður smástirnið nær jörðinni en tunglið.YU55 er tæpir 400 metrar að breidd.

Brún augu verða að bláum

Læknir í Kalíforníu segist geta breytt augnliti með einfaldri aðgerð. Dr. Gregg Homer hefur þróað aðferðina í nær tíu ár en hann notar leysir til að eyða efsta lagi lithimnunnar.

Unthink byltir samskiptum á netinu

Tæknifrumkvöðullinn Natasha Dedis kynnti nýja samskiptasíðu fyrir nokkru. Dedis er allt annað en sátt við vefsíður eins og Facebook og Google+, hún telur þær blekkja notendur. Hún telur ekkert frelsi vera á samskiptasíðum dag og vill berjast gegn því að upplýsingum um notendur síðanna séu seldar hæstbjóðanda.

Líklegt að kjarnasamruni hafi orðið í Fukushima

Efnið xenon hefur fundist í rústum kjarnorkuversins í Fukushima í Japan. Það bendir til þess að kjarnasamruni hafi orðið í verinu þegar það eyðilagðist í miklum jarðskjálfta og flóðbylgju sem fylgdi í kjölfari í mars á þessu ári.

Gríska ríkisstjórnin einhuga um þjóðaratkvæði

Gríska ríkisstjórnin samþykkti einhuga að styðja ákvörðun George Papandreou forsætisráðherra um að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulagið við Evrópusambandið um skuldavanda landsins.

Danska stjórnin rak Uffe Elleman úr starfi

Dönsk stjórnvöld hafa rekið Íslandsvininn Uffe Elleman Jensen úr starfi sem útflutningssendiherra landsins. Ritt Bjerregaard fékk einnig reisupassann sem útflutningssendiherra.

Gæti fengið 12 ára fangelsi fyrir 4 grömm af grasi

Fjórtán ára gamall Ástralskur piltur gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa keypt 3,6 grömm af maríjúana á eyjunni Balí í byrjun síðasta mánaðar. Réttarhöld yfir piltinum hófust í dag en fíkniefnalöggjöfin er gríðarlega hörð í landinu. Verjandi piltsins segir þó að hann gæti sloppið við fangelsi þar sem hann sé ungur, og efnin hafi verið ætluð til einkanota.

Boeing 767 nauðlendir í Varsjá

Boeing 767 flugvél með 230 farþega innanborðs þurfti að nauðlenda í Varsjá í Póllandi eftir að bilun kom upp í lendingarbúnaði vélarinnar.

Bylting í bílaiðnaði væntanleg

Um helgina kynntu talsmenn Bandaríska tæknifyrirtækisins MVS forrit sem þeir telja að eigi eftir að bylta bílaiðnaðinum. Forritið samhæfir upplýsingar frá GPS gervihnöttum og internetinu og varpar þeim á bílrúður ökutækja.

Japanskur þingmaður manaður til að drekka geislavirkt vatn

Japanskur þingmaður hefur vakið mikla athygli fyrir það eitt að drekka glas af vatni. Forsaga málsins er sú að Yashuru Sonada, sem er einskonar talsmaður ríkisstjórnar Japans, hefur þráfaldlega svarað spurningum fréttamanna á þá leið að óhætt sé að drekka vatn í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima sem varð illa úti í kjölfar jarðskálftans sem reið yfir Japan í maí.

Enn rafmagnslaust í Bandaríkjunum eftir snjóstorm

Tæpar tvær milljónir heimila eru án rafmagns í norðurausturhluta Bandaríkjanna. Skólum var lokað í Maine-fylki og Vestur-Virginíu. Tré sem féllu í storminum gerðu bílstjórum erfitt fyrir.

Síamstvíburar gangast undir aðgerð í Stanford

Á næstu dögum munu læknar á barnaspítalanum í Stanford reyna að aðskilja systurnar Angelinu og Angelicu Sabuco. Systurnar eru samvaxnar á brjósti og kviði. Þær hafa sameiginlega lifur, þind og bringubein.

Skotárásir á hrekkjavöku

Hrekkjavakan í New Orleans og Washington í Bandaríkjunum endaði með hörmungum í gær. Tveir létust í skotárásum á götum New Orleans en báðar áttu sér stað meðal grímuklæddra fagnenda. Ekki vitað um tildrög árásanna en einn maður var handtekinn.

Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús

Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins.

Hótar að kæra Kardashian

Grínistinn Rob Delaney hefur hótað að kæra athafnakonuna Kim Kardashian ef hún skilur við eiginmann sinn, Kris Humphries.

Beiðni um lögleiðingu kannabis hafnað

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa synjað nokkrum beiðnum um lögleiðingu kannabis síðan verkefnið „We the People" var sett á laggirnar. Í dag var því sjöunda synjað.

Obama sem uppvakningur veldur hneykslun

Repúblikanaflokkur Virginíufylkis hefur fordæmt tölvupóst sem sendur var á meðlimi flokksins í Loudoun sýslu. Í póstinum var boðað til skrúðgöngu á Hrekkjavöku í gær. Í honum mátti einnig finna mynd af Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í gervi uppvaknings. Hluta úr höfuðkúpu forsetans vantar og skotsár er á höfði hans.

Samsung hannar sveigjanlega snertiskjái

Samsung tilkynnti fyrir stuttu að næsta kynslóð snjallsíma muni hafa sveigjanlega snertiskjái. Robert Yi, talsmaður Samsung, sagði að fyrstu símarnir með slíkum skjá muni koma á markað á næsta ári.

Manukura gekkst undir aðgerð

Manukura, eini hvíti Kiwi-fugl veraldar, gekkst undir skurðaðgerð í gær á Nýja-Sjáland. Aðgerðin heppnaðist en tvísýnt var um lífslíkur Manukura á köflum.

Verkfræðingur skipaður forsætisráðherra í Líbíu

Þjóðarráðið í Líbíu hefur valið Abdurrahim El-Keib til að taka tímabundið við forsætisráðherrastól landsins. El-Keib lofaði að landið muni fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi þegna sinna.

Ráðstefna um netöryggi haldin í Lundúnum

Yfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að alþjóðleg ráðstefna um tölvuárásir verði haldin í Lundúnum. Fulltrúar frá 60 þjóðum munu mæta á ráðstefnuna til að ræða um öryggi í netheimum.

Hættur að reykja og minna kólesteról

Barack Obama er við helstaheilsu. Bandaríkjaforsetinn gekkst undir læknisskoðun fyrir stuttu og voru niðurstöðurnar birtar í tveggja blaðsíðna skýrslu.

Hafa áhyggjur af miklu magni vopna í Líbíu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum yfir því mikla magni vopna sem til er í Líbíu og hverning eigi að koma í veg fyrir ólöglega sölu á þessum vopnum. Sérstaklega í hendur meðlima samtaka á borð við al-kaída.

Sauðfé er gáfaðra en áður var talið

Sauðfé hefur hingað til ekki þótt stíga í vitið samanber orðasambandið að vera sauðheimskur. Ný rannsókn sýnir hinsvegar að sauðfé er mun gáfaðra en talið var.

Skekkjumörk upp á tugi milljóna manna

Á Filippseyjum ákváðu stjórnvöld að „eigna sér“ sjö milljarðasta barn jarðar, sem mannfjöldafræðingum reiknast til að hafi fæðst í fyrrinótt.

Sjá næstu 50 fréttir