Erlent

Ísrael þróar nýtt vopnakerfi

Frá tilraunaskoti Ísraela fyrr á árinu.
Frá tilraunaskoti Ísraela fyrr á árinu. mynd/AFP
Varnarmálaráðuneytið í Ísrael tilkynnti í dag að langdrægu flugskeyti hafi verið skotið á loft frá herstöð í landinu. Var þetta gert í tilraunaskyni en Ísrael er að þróa nýtt eldflaugakerfi.

Vangaveltur hafa verið um hvort að Ísrael ætli að ráðast á kjarnorkustofnanir Írans.

Talsmaður Varnarmálaráðuneytisins sagði að tilraunaskotið hafi verið lengi í farvatninu.

Ekki er vitað hvers konar flugskeyti var skotið á loft en fréttablaðið Haaretz í Ísrael segir að yfirvöld séu að þróa nýja gerð eldflauga.

Haaretz greindi einnig frá því í dag að forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hafi reynt að sannfæra ríkisstjórn sína um að grípa til aðgerða gegn Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×