Erlent

Enn rafmagnslaust í Bandaríkjunum eftir snjóstorm

Tæpar tvær milljónir heimila eru án rafmangs eftir storminn.
Tæpar tvær milljónir heimila eru án rafmangs eftir storminn. mynd/AFP
Tæpar tvær milljónir heimila eru án rafmagns í norðurausturhluta Bandaríkjanna. Skólum var lokað í Maine-fylki og Vestur-Virginíu. Tré sem féllu í storminum gerðu bílstjórum erfitt fyrir.

Talið er að rafmagn verði komið hjá öllum íbúum Massachusetts, Connecticut og New Jersey eftir nokkra daga.

Hrekkjavöku var frestað á mörgum stöðum, þar á meðal í Peru í Massachusetts.

Bylurinn hafði einnig mikil áhrif í New York. Mótmælendur við Wall Street reyndu að halda á sér hita eftir að lögreglan gerði hitunarbúnað þeirra upptækan fyrir þremur dögum.

Sumir mómælendur fengu góð ráð frá heimilislausum í New York um hvernig væri best að halda á sér hita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×