Erlent

Tölvuhakkarar ráðast á samskiptakerfi Palestínu

Langvarandi skerðing á internetaðgangi gæti haft mikil áhrif á fyrirtæki í Palestínu.
Langvarandi skerðing á internetaðgangi gæti haft mikil áhrif á fyrirtæki í Palestínu. mynd/AFP
Samskiptakerfi palestínska fjarskiptafyrirtækisins Paltel liggur niðri. Yfirvöld í Palestínu telja er að fyrirtækið hafi orðið fyrir árás tölvuhakkara.

Stór hluti Palestínu er nú án internetaðgangs. Talsmaður yfirvalda í landinu sagði að árásirnar hefðu komið frá nokkrum stöðum. Hann sagðist ekki vita hver ástæðan fyrir árásinni var og aðspurður sagðist hann ekki vita hvort að árásin sé í tengslum við inngöngu Palestínu í UNESCO.

Talið er að langvarandi skerðing á interaðgangi muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki í Palestínu.

Verkfræðingar vinna nú að lagfæringu á samskiptakerfinu en ekki er vitað hvenær það verður komið í samt lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×