Fleiri fréttir

Norræn sendiráð gefa mat í Washington

Sendiráð Norðurlandanna í Washington munu gefa 45 þúsund börnum í 125 ríkisskólum í höfuðborg Bandaríkjanna holla og næringarríka máltíð á Norræna matardeginum sem haldinn verður í dag 26. október.

Skemmd tönn Lennons á uppboði

Endajaxl úr John Lennon fer á uppboð í næsta mánuði. Lágmarksverð fyrir tönnina - sem er með skemmd - eru tæpar tvær milljónir íslenskra króna.

Apple þróar sjónvarp

Talið er að Apple sé nú að þróa nýja kynslóð sjónvarpa. Talsmenn tölvurisans vilja ekkert tjá sig um málið en nú þykir ljóst að hönnuður iTunes, Jeff Robbin, hafi verið fenginn til að þróa hugmyndina.

Risavopn Bandaríkjanna tekið í sundur

B53 kjarnorkusprengjan er öflugasta kjarnavopn Bandaríkjanna og í dag verður síðasta eintakið tekið í sundur. Bandaríkin eiga þó enn rúmlega 1.500 kjarnorkusprengjur.

Mannrán í Sómalíu

Vígamenn frá Sómalíu rændu bandarískum hjálparstarfsmanni og dönskum kollega hennar í dag.

20 milljón býflugur sluppu

Milljónir býflugna sluppu úr búrum sínum þegar flutningabíll valt á þjóðvegi í Utah í gær. Lögreglan þurfti að loka þjóðveginum í nokkra klukkutíma á meðan býflugunum var smalað aftur í búrin.

Apple hönnuðir kynna Hreiðrið

Orðrómur um nýtt heimilistæki frá hönnuðum iPod og iPhone reyndust vera sannir því í dag tilkynntu Tony Fadell og Matt Rogers nýja kynslóð hitastilla.

Mikið magn vopna í Líbíu

Mannréttindavaktin hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils magns vopna sem finna má í Líbíu, þar á meða erul flugskeyti sem auðveldlega geta grandað flugvélum.

Tveir látnir í flóðum í Dublin

Tveir hafa látist í kjölfar flóðanna í Dublin í dag. Yfirvöld í borginni hafa lýst yfir neyðarástandi og liggja nær allar samgöngur niðri.

Nokia berst gegn Apple og Samsung

Talið er að Nokia muni kynna nýja línu snjallsíma á morgun. Fyrirtækið hefur átt í miklum vandræðum með að í við Samsung og Apple og hafa stjórnendur Nokia því ákveðið að fara aðra leið.

Gaddafi vildi deyja í landi forfeðra sinna

Trúnaðarmaður Muammars Gaddafi segir að síðustu vikur fallna einræðisherrans hafi verið honum afar erfiðar. Hann segir að Gaddafi hafi horft á stjórn sína hrynja á meðan hann hjóp á milli fylgsna. Hann segir að Gaddafi hafi í senn verið trylltur af bræði og þunglyndur.

Stúlkur brenndar í djöfullegum helgisið

Tvær ungar stúlkar frá Suður-Afríku liggja nú brunadeild spítalans í Jóhannesarborg eftir að ráðist var á þær í gær. Stúlkurnar voru brenndar. Talið er að árásarmennirnir hafi viljað framkvæma djöfulllegan helgisið en þeir skáru hendur þriðju stúlkunnar sem hélt á biblíu á meðan hinar tvær brunnu.

Ungabarn fannst á lífi í rústunum

Fjórtán daga gamalt barn fannst á lífi í rústum heimilis síns í suðaustur Tyrklandi í morgun, tveimur dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir. Tala látinna eftir skjálftann nálgast nú fjögur hundruð og vonir björgunarmanna um að finna einhvern á lífi í rústunum fara dvínandi með hverri mínútunni sem líður. Fagnaðarlæti brutust því út þegar litla stúlkan, Azra Karaduman, fannst á lífi en þá voru 46 klukkutímar liðnir frá því skjálftinn reið yfir.

Flugvelli í Bangkok lokað vegna flóða

Næst stærsta flugvelli Bangkok borgar í Tælandi hefur verið lokað vegna hinna gríðarlegu vatnaxaxta sem nú hrjá borgarbúa. Völlurinn er aðallega notaður til innanlandsflugs en alþjóðaflugvöllur borgarinnar sem er á öðrum stað í borginni er enn opinn. Mikil flóð hafa verið í landinu frá því í júlí og hafa rúmlega 360 manns látið lífið. Sjö hverfi höfuðborgarinnar Bangkok eru í hættu eða þegar komin undir vatn.

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða börnin sín

Danskur karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun fyrir að myrða þrjú börn sín þann 9. febrúar síðastliðinn. Jette Christiansen, dómsformaður sagði við uppkvaðningu dómsins að fjölskipaður dómur hefði verið einhuga í ákvörðun sinni.

Lét lífið á lestarstöð

Táningsstúlka lést á lestarstöð í Liverpool um helgina. Hún féll á milli lestarvagnsins og pallsins.

Obama leitar til stjarnanna

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er ekkert gamanmál og gríðarlegt fjármagn þarf til að koma málstað sínum á framfæri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur leitað stuðnings síðustu vikur til að fjármagna baráttu sína fyrir endurkjöri á næsta ári.

Rina ógnar Mið-Ameríku

Fellibylurinn Rina nálgast nú Mið-Ameríku. Veðrakerfið er nú flokkað sem 2. stigs fellibylur.

Jaguar innkallar 18.000 bíla

Bílaframleiðandinn Jaguar hefur innkallað tæplega 18.000 eintök af bílum sínum. Hugbúnaðargalli í bílunum gerir ökumönnum ókleift að slökkva á hraðastilli farartækisins (e. cruise control).

Gaddafi var grafinn í morgun

Muammar Gaddafi hinn fallni leiðtogi Líbíu var grafinn í dögun í morgun á leynilegum stað í einni af eyðimörkum landsins.

Fellibylurinn Rina sækir í sig veðrið

Fellibylurinn Rina sækir nú í sig veðrið í vesturhluta Karabíska hafsins. Skips úr flota Nígaragúa er saknað frá því í gærkvöldi en skipið var að flytja fólk frá strandhéraði þar sem talið var að Rina myndi ganga á land. Um borð í því voru 27 manns auk áhafnar skipsins.

Tala látinna komin í 279 í Tyrklandi

Tala látinna í jarðskjálftunum í Tyrklandi er komin í 279 manns og rúmlega 1.300 liggja slasaðir. Mörg hundruð manna er enn saknað.

Koparþjófar stálu þriggja tonna kirkjuklukku

Bíræfnir koparþjófar hafa stolið tæplega þriggja tonna þungri sögulegri kirkjuklukku sem stóð fyrir utan St Mary´s dómkirkjuna í San Francisco. Klukku þessari var stöðugt hringt þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir borgina árið 1906 og lagði hana í rúst.

Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi

Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir.

Öldruð kona handtekin fyrir að selja geimgrjót

Dularfull leyniaðgerð NASA hefur vakið athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum, en fréttastofa AP greinir frá því að 72 ára gömul kona hafi verið handtekin eftir að hún reyndi að selja sandkorn frá tunglinu.

Tilræðismaður leiddur fyrir dómara

Maður sem sakaður er um að hafa skipulagt morðtilræði á hendur erindreka Sádí-Arabíu í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Hann neitaði öllum sökum.

Brenndi lúxusbíla í Berlín

Lögreglan í Berlín hefur handtekið 27 ára mann fyrir að hafa kveikt í yfir 100 bílum. Óttast var að árásirnar væru pólitískar en svo reyndist ekki.

Nýjar ásakanir á hendur Týmósjenkó

Yfirvöld í Úkraínu tilkynntu í dag að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Júlía Týmósjenkó, væri á ný undir rannsókn yfirvalda.

Óhugnanlegt morð í Skotlandi

Rannsókn er hafinn á dauða skotans Stuart Walker. Lík hans fannst á iðnaðarsvæði í Cumnock, Skotlandi í gær.

WikiLeaks gerir hlé á starfi sínu

Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks ætlar að hætta tímabundið að birta gögn á vef sínum vegna peningaskorts. Aðstandendur vefsíðunnar segja að sökum þess að kreditkortafyrirtæki hafi ekki viljað miðla peningafærslum til WikiLeaks hafi þeir tapað tugum milljóna dala. Samkvæmt frásögn Daily Telegraph tilkynnti Julian Assange þetta á blaðamannafundi klukkan eitt í dag.

Lík stuðningsmanna Gaddafi finnast á hóteli

Mannréttindavaktin tilkynnti í dag að lík 53 manna hefðu fundist á hótelherbergi í Sirte í Líbíu. Hótelið var undir stjórn byltingarhermanna sem börðust í borginni.

Will Ferrell heiðraður

Grínleikarinn Will Ferrell hlaut í gær hin virtu Mark Twain verðlaun í gær.

Sjá næstu 50 fréttir