Erlent

Gaddafi vildi deyja í landi forfeðra sinna

Gaddafi var einræðisherra Líbíu í nær fjörutíu ár.
Gaddafi var einræðisherra Líbíu í nær fjörutíu ár. mynd/AFP
Trúnaðarmaður Muammars Gaddafi segir að síðustu vikur fallna einræðisherrans hafi verið honum afar erfiðar. Hann segir að Gaddafi hafi horft á stjórn sína hrynja á meðan hann hjóp á milli fylgsna og að hann hafi í senn verið trylltur af bræði og þunglyndur.

Undir lokin hafði Gaddafi nær gefist upp og sáu synir hans um að skipuleggja vörnina gegn byltingarhernum.

Talsmaðurinn sagði að á síðustu vikum hafi Gaddafi aðallega fengist við að lesa og skrifa í dagbók, ásamt því að brugga te öðru hverju.

Þegar ljóst var að Sirtre hafði fallið í hendur byltingarhersins flúði Gaddafi ásamt lífverði sínum og trúnaðarmanni í Toyota Landcruiser bifreið. Þeir óku í hraðferð út úr Sirtre en urðu fyrir sprenguárás NATO. Trúnaðarmaðurinn sagði að Gaddafi hafi særst illa í sprengingunni.

Talsmaðurinn sagði að Gaddafi hafi vanmetið stöðuna í upphafi. Hann hefði haft mörg tækifæri til að yfirgefa landið en kosið að vera áfram í Líbíu. Þegar ljóst var að landið væri fallið í hendur uppreisnarmanna sagði Gaddafi að hann myndi deyja í landi forfeðra sinna og þvertók fyrir að flýja úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×