Erlent

Talibanar hafa miklar tekjur af Bandaríkjaher

Talibanar í Afganistan hafa miklar tekjur af einkareknum öryggisgæslufyrirtækjum í landinu sem nær alfarið starfa á vegum Bandaríkjahers.

Þetta kemur fram í skýrslu Hermálanefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings. Í umfjöllun á BBC um málið segir að í skýrslunni sé að finna harða gagnrýni á því hverning stríðinu er stjórnað.

Öryggisgæslufyrirtækin kanni yfirleitt ekki bakgrunn þess fólks sem þau ráða til sín í Afganistan og oft séu stríðsherrar ráðnir til öryggisgæslunnar sem og fólk með mikil tengsl við Talibana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×