Erlent

Endurtaka siglingu Titanic

Óli Tynes skrifar

Það er næstum því uppselt í siglingu farþegaskipsins Balmoral sem á að sigla í kjölfar Titanic árið 2012 til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá slysninu mikla. Yfir 1200 farþegar munu sigla með Balmoral en yfir 1500 fórust með Titanic.

Ferðin hefst í Southhampton 8. apríl árið 2012. Skipið mun koma við í írska hafnarbænum Cobh. Það var síðasta viðkomuhöfn Titanic hinn 11. apríl árið 1912. Þaðan verður svo siglt út á Atlantshafið. Þann 14. apríl verður Balmoral komið á staðinn þar sem Titanic fórst.

Þá verður haldin minningarathöfn og meðal annars leikinn sálmurinn Hærra minn Guð til þín, en það voru tónarnir sem fylgdiu Titanic í sína votu gröf. Farþegum gefst kostur á að hlýða á erindi sérfræðinga um Titanic slysið, kaupa minjagripi og bragða á réttum sem voru á matseðli skipsins sem gat ekki sokkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×