Erlent

Samkomulag talið í sjónmáli

Hefur gefið sáttavilja til kynna.
fréttablaðið/AP
Hefur gefið sáttavilja til kynna. fréttablaðið/AP

Ísrael, AP Palestínumenn hafa fallist á tillögu Bandaríkjanna um að Ísraelar framlengi framkvæmdabann á landtökubyggðum um tvo mánuði, gegn því að þessir tveir mánuðir verði notaðir til þess að komast að samkomulagi um legu landamæra Ísraels og væntanlegs Palestínuríkis.

Dugi þessir tveir mánuðir ekki til að ná samkomulagi er hugmyndin sú að framkvæmdabannið verði aftur framlengt.

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur sömuleiðis gefið til kynna einhvern sáttavilja í þessu máli. Hann hefur meðal annars ákveðið að ríkisstjórnin kjósi í næstu viku um breytingar á orðalagi í hollustueiði sem innflytjendur, aðrir en gyðingar, þurfa að sverja sæki þeir um ríkisborgararétt.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×