Erlent

Kínverjar vita ekki hver Liu Xiaobo er eða hvaða verðlaun hann fékk

Liu Xiaobo
Liu Xiaobo

Þrátt fyrir að Kínverjinn Liu Xiaobo hafi unnið nóbelsverðlaunin fyrir helgina vita fáir landar hans hver hann er og en færri að hann hafi unnið verðlaunin og fyrir hvað.

Fjölmiðlar í Kína hafa nánast ekkert fjallað um málið. Hvorki hefur verið hægt að leita að Xiabo eða nóbelsverðlaununum á netinu því leitarvélar skila eingöngu villuskilaboðum um að leitin uppfylli ekki öll lagaskilyrði.

Fregnir hafa einnig borist af því að þeir fá sem fögnuðu ákvörðun nóbelsnefndarinnar opinberlega í Kína hafi verið handteknir.

Þá ætlaði eiginkona Liu að tilkynna honum um verðlaunin í gær. Til stóð að yfirvöld fylgdu henni að fangelsi eiginmanns hennar en ekkert spurðist til hennar í gærdag. Sjálf sagði hún í viðtali deginum áður að hún óttaðist að lenda í stofufangelsi vegna verðlaunanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×