Erlent

Grunur um mistök hermanna

David Cameron skýrði frá grun um að bandarískir hermenn hafi hugsanlega valdið dauða Lindu Norgrove. fréttablaðið/AP
David Cameron skýrði frá grun um að bandarískir hermenn hafi hugsanlega valdið dauða Lindu Norgrove. fréttablaðið/AP
Rannsókn verður gerð á því hvort bandarískir hermenn hafi valdið dauða breskrar konu, Lindu Norgrove, þegar þeir hugðust bjarga henni frá mannræningjum í Afganistan í síðustu viku.

Norgrove vann hjá hjálpar­samtökum í Afganistan. Hún hafði, ásamt þremur félögum sínum, verið í haldi uppreisnar­manna í hálfan mánuð þegar bandarísk hersveit hugðist frelsa þá.

Bandaríkjaher hafði fullyrt að hún hefði látið lífið vegna þessa að mannræningjarnir hefðu sprengt sprengju þegar reynt hefði verið að frelsa hana. Nú er hins vegar talið hugsanlegt að handsprengja frá bandarískum hermanni hafi orðið henni að bana. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×