Erlent

Fjórða Salander bókin er tilbúin

Óli Tynes skrifar
Noomi Rapache í hlutverki Lisbet Salander.
Noomi Rapache í hlutverki Lisbet Salander.

Bróðir sænska rithöfundarins Stiegs Larsson hefur staðfest að til sé handrit að fjórðu bókinni um þau Lisbet Salander og Mikael Blomkvist. Joakim Larsson skýrði frá þessu í viðtali á CBS sjónvarpsstöðinni í gær. Larsson sagði að bróðirinn hafi sent sér tölvupóst tíu dögum fyrir andlát sitt og sagt sér fréttirnar.

Hvar bókin er og hvað um hana verður er hinsvegar óljóst. Almennasta tilgátan er að bókin sé í fartölvu sem Eva Grabrielsson, sambýliskona Larssons í marga áratugi hefur undir höndum. Hún hefur átt í hatrömmum deilum við fjölskyldu Larssons.

Samkvæmt sænskum lögum erfði fjölskyldan rithöfundinn og henni var sárt um aurinn. Fjölskyldan hefur halað inn milljónir á milljónir ofan á bókum og kvikmyndum. Hún hefur einnig halað inn hatur og fyrirlitningu sænsku þjóðarinnar fyrir hvernig hún hefur komið fram við Evu. Það er því alls óvíst um hvort eða hvenær fjórða bókin verður gefin út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×