Erlent

Palestínumenn líta ekki við tilboði Ísraela

Reglulegar friðarviðræður hafa verið haldnar undanfarið.
Reglulegar friðarviðræður hafa verið haldnar undanfarið.

Palestínumenn hafa hafnað tilboði Ísraelsmanna um að láta tímabundið af framkvæmdum í landnemabyggðum á Vesturbakkanum. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraela sagðist vera reiðubúinn að láta af framkvæmdunum í ákveðinn tíma, ef leiðtogar Palestínu myndu viðurkenna tilvist Ísraels sem ríkis.

Palestínumenn höfnuðu þessu umsvifalaust. Þeir segjast fyrir löngu hafa viðurkennt Ísraelsríki, hinsvegar væri stóra vandamálið framkvæmdir í landnemabyggðunum og þær yrði að stoppa til langframa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×