Fleiri fréttir

Tuttugu létust í bílasprengjum í Írak

Að minnsta kosti tuttugu féllu þegar að tvær bílasprengjur sprungu í nágrenni við Karbala í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar á þjóðvegi sem liggur til borgarinnar Najaf en margir sjíta pílagrímar fara leiðina. Auk þeirra sem létust særðust tugir manna.

Love Parade: Öll skjöl skipuleggjenda gerð upptæk

Rannsókn er hafin á aðdraganda harmleiksins á Love Parade-göngunni í Duisburg í Þýskalandi á laugardag. Öll skjöl aðstandenda göngunnar voru gerð upptæk í dag. Angela Merkel kanslari segir að rannsóknin verði mjög nákvæm.

Fékk nýtt andlit fyrstur manna

Spænski maðurinn sem læknar græddu nýtt andlit á í mars kom í dag opinberlega fram í fyrsta sinn eftir aðgerðina.

Lifði af 50 metra fall

15 ára nýsjálenskur drengur lifði af eftir að falla 50 metra og lenda á steinsteypu um helgina. Læknar ætla að útskrifa hann af sjúkrahúsi í lok vikunnar.

Pútín á þríhjóli

Forsætisráðherra Rússa, Vladimir Pútín, kom nokkuð á óvart þegar hann mætti á vígalegu Harley-þríhjóli á vélhjólahátíð í Úkraínu um helgina. Flestir hefðu talið að Pútín myndi velja rússneskt Ural-hjól af þessu tilefni.

Andlit Jesú sést í hænsnafjöðrum Gloriu

Andlit Jesú Krists þykir sjá greinilega í fjöðrum hænunnar Gloriu en hún er meðal húsdýra á býli í ensku Miðlöndunum. Eigandi hænunnar tók eftir andlitnu þegar hann myndaði Gloriu nýlega í rykbaði.

Hugo Chavez hótar olíubanni á Bandaríkin

Hugo Chavez hinn litríki forseti Venensúela hefur hótað því að stöðva alla olíuflutninga frá landinu til Bandaríkjanna ef Kólombíumenn ráðast á Venesúela.

Fordæma lekann hjá Wikileaks

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fordæmt birtingu leyniskjalanna sem Wikileaks vefsíðan hefur birt og jafnframt komið í hendur stórblaðanna New York Times, Der Spiegel og Guardian.

Þriðji hver Dani viðurkennir framhjáhald

Þriðji hver Dani viðurkennir að hafa haldið framhjá maka sínum. Svo virðist sem mikil veðurblíða í Danmörku undanfarnar vikur hafi aukið framhjáhald landsmanna.

Ráðist á svæði nærri landamærum Afganistans

Ómannaðar flugvélar Bandaríkja­hers skutu flugskeytum á hús á tveimur stöðum í Norðvestur-Pakistan í gær. Haft er eftir heimildarmönnum innan hersins að tólf hafi verið drepnir í árásunum. Þeir hafi verið herskáir andspyrnumenn.

Talibanar bjóða lík fyrir fanga

Talibanar í Afganistan segjast hafa fellt bandarískan hermann og séu með annan í haldi. Hermannanna tveggja hefur verið saknað síðan á föstudag. Talibanar gáfu út yfirlýsingu í gær um þeir hefðu fellt annan í skotárás en að hinn væri á lífi í haldi þeirra.

Búist við brottrekstri forstjóra BP

Tony Hayward, forstjóri British Petroleum (BP), lætur af störfum á allra næstu dögum, að því er breskir fjölmiðlar greina frá. Stjórn BP staðfestir ekki orðróminn og hefur gefið frá sér tilkynningu í þá veru að Hayward njóti trausts fyrirtækisins.

Einn stærsti leki í sögu Bandaríkjahers

Wikileaks vefsíðan hefur birt meira en 90 þúsund skjöl frá bandaríska hernum sem innihalda upplýsingar um stríðið í Afganistan frá árunum 2004 til dagsins í dag. Þrjú stórblöð sem birt hafa upplýsingar úr skjölunum segja að þau hafi að geyma áður óbirtar heimildir um að óbreyttir afganskir borgarar hafi verið drepnir í stríðinu.

Harmleikurinn í Duisburg - lögreglan varaði skipuleggjendur við

Að minnsta kosti 19 eru látnir og yfir 340 slasaðir eftir að stærsta danspartý í heimi breyttist í harmleik. Forseti Þýskalands hefur krafist rannsóknar á orsökum slyssins. Gestir á Love Parade eða Gleðgöngunni í Duisburg þurftu margir hverjir áfallahjálp eftir að hafa horft á fólk troðast undir og láta lífið.

Harmi slegnir yfir slysinu

Forseti Þýskalands, Christian Wulff, er harmi sleginn yfir slysinu í Gleðigöngunni í Duisburg í gær, þar sem að minnsta kosti 18 manns fórust og fjöldi fólks slasaðist. Hann krefst þess að orsakir slyssins verði rannsakaðar.

Fimmtán krömdust í mannfjölda

Að minnsta kosti 15 manns fórust í Gleðigöngu tónlistarhátíðinni í Duisburg í Þýskalandi í dag, eftir því sem BBC hefur eftir þýsku lögreglunni. Áður en slysið varð hafði lögreglan reynt að stöðva fólk í að fara á svæðið þar sem gangan var vegna þess hve mikill fjöldi hafði safnast þar saman.

Venables fær nýtt nafn

Jon Venables, annar þeirra sem myrtu hinn tveggja ára gamla James Bulger fyrir 17 árum, fær nýtt nafn þegar að hann losnar úr fangelsi.

Vann tæpar 1300 milljónir í lottó

Hann var heppinn Svíi einn á sextugsaldri sem hafði keypt sér lottómiða. Maðurinn var staddur í sumarhúsi með eiginkonunni þegar að hann fann lottómiða í vasa sínum sem hann hafði næstum gleymt.

Barnamorðingi dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir barnaklám

Hinn 27 ára gamli Breti, Jon Venables, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Venables vakti óhug hjá allri heimsbyggðinni fyrir 17 árum síðan þegar að hann, ásamt félaga sínum, myrti hinn 2ja ára gamla James Bulger á hrottalegan hátt.

Ekkert Jailhouse Rock

Dómsmálaráðherra Bretlands hefur verið flengdur opinberlega. Chrispin Blunt gaf í gær út yfirlýsingu um að almannafé yrði notað til þess að fjármagna uppákomur í fangelsum landsins.

Hér segir af vitleysingnum Horatio

Þjófurinn Horatio Toure gekk laus í níu mínútur eftir að hann hrifsaði iPhone úr hendi starfsmanns tölvufyrirtækis í San Francisco.

Norskir handteknir við hús forsetadóttur

Tveir norskir blaðamenn hafa verið handteknir í Bandaríkjunum fyrir að taka myndir af framtíðarheimili Chelsea Clinton, dóttur forsetans fyrrverandi og utanríkisráðherrans núverandi.

Kolkrabbinn Páll orðin heiðursborgari í spænskum bæ

Spánverjar eru að vonum hrifnir af kolkrabbanum Páli í Þýskalandi en hann spáði rétt fyrir um sigur þeirra á HM í knattspyrnu í sumar. Ýmsum viðurkenningum hefur ringt yfir Pál á Spáni frá því að mótinu lauk.

Nær köfnuð í beinni útsendingu

Fréttakona á Taiwan var nær köfnuð í astmakasti þegar moskítófluga flaug upp í hana og ofan í háls þar sem hún var að tala í beinni útsendingu.

Ráðist á barnabörn Mandela

Ráðist var á tvö barnabörn Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður - Afríku og reynt að ræna þau þegar að þau voru á leið úr afmælisveislu hans um helgina.

Tveir fangar fluttir frá Guantanamo

Bandarísk stjórnvöld hafa flutt tvo fanga úr Guantanamo búðunum til Lettlands og Spánar, samkvæmt upplýsingum sem Danmarks Radio hefur frá

Frekar flókin nauðgun

Þrítugur Arabi hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Jerúsalem fyrir nauðgun. Samfarirnar voru þó með fullu samþykki konunnar.

Bretadrottning dró heimboð til baka

Nick Griffin leiðtoga Breska þjóðarflokksins hefur verið meinaður aðgangur að garðveislu Elísabetar drottningar í eftirmiðdaginn.

15 ára bankaræningjar

Tveir fimmtán ára piltar hafa verið handteknir í Kristianssand Noregi fyrir fjögur vopnuð bankarán. Þeir eru einnig grunaðir um fleiri rán.

Bosníubúi talinn óheppnasti maður heimsins

Hinn fimmtugi Bosníubúi Radivoke Laijc er nú talinn óheppnasti maður í heimi. Sex sinnum hafa loftsteinar hrapað niður á hús hans í bænum Gornji Lajici frá árinu 2007 og skemmt það.

Grafalvarleg staða á flóðasvæðunum í Kína

Kínverjar búa sig nú undir að staðan á flóðasvæðunum í suðurhluta landsins muni versna að mun seinna í dag þegar hitabeltisstormurinn Chanthu skellur á suðurströnd landsins.

Sjá næstu 50 fréttir