Erlent

Afríkuríki ætla að fjölga friðargæsuliðum sínum í Sómalíu

Samband Afríkuríkja hefur ákveðið að fjölga friðargæsluliðum sínum í Sómalíu á næstunni. Þett var ákveðið á fundi sambandsins í Úganda sem nú stendur yfir.

Ætlunin er að senda 2.000 friðargæsluliða til Mogadishu höfuðborgar Sómalíu. Samhliða þessu var starfsreglum friðargæsluliðanna breytt þannig að þeir geta gert árásir á íslamska vígamenn að fyrrabragði en þurfa ekki að bíða eftir að árásum til að geta svarað fyrir sig.

Um 5.000 friðargæsluliðar frá Úganda og Búrundi eru nú staðsettir í Mogadishu en þeim er ætlað að styðja við mjög veikburða stjórn landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×