Erlent

Einn af Rauðu Khmerunum dæmdur fyrir stríðsglæpi

Einn af fyrrverandi fangelsisstjórum Rauðu Khmeranna í Kambódíu, kallaður Duch að nafni, hefur verið dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyninu af stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna.

Duch hlaut 35 ára fangelsisdóm en afplánar aðeins 30 ár þar sem dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að Duch hefði verið haldið ólöglega í fangelsi í fimm ár.

Duch viðurkenndi að hann bæri ábyrgð á dauða nærri 15.000 manna í Tuol Sleng fangelsinu meðan á valdatíma Rauðu Khmeranna stóð árin 1975 til 1979.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×