Erlent

15 ára bankaræningjar

Óli Tynes skrifar

Tveir fimmtán ára piltar hafa verið handteknir í Kristianssand Noregi fyrir fjögur vopnuð bankarán. Þeir eru einnig grunaðir um fleiri rán.

Lögreglan segir að þeir séu norskir ríkisborgarar en af erlendum uppruna. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglunnar áður.

Síðasta ránið frömdu piltarnir á mánudag og komust þá undan með 40 þúsund norskar krónur, eða tæpar 800 þúsund íslenskar.

Lögreglan telur að fleiri séu viðriðnir ránin og býst við fleiri handtökum á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×