Erlent

Ráðist á barnabörn Mandela

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðist var á tvö barnabörn Nelsons Mandela um helgina.
Ráðist var á tvö barnabörn Nelsons Mandela um helgina.
Ráðist var á tvö barnabörn Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður - Afríku og reynt að ræna þau þegar að þau voru á leið úr afmælisveislu hans um helgina.

Ræningjarnir voru tveir. Þeir skipuðu barnabörnunum að leggjast í götuna og annar ræningjanna skaut skoti að þeim. Þeir flúðu hins vegar þegar bílstjóri Mandela fjölskyldunnar skaut að þeim til baka.

Nelson Mandela varð 92 ára gamall á sunnudaginn og fagnaði afmæli sínu með fjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×