Erlent

Vísindamenn komnir á sporið í leitinni að guðseindinni

Vísindamenn segjast vera komnir á sporið í leit sinni að öreind sem kölluð hefur verið guðseindin en hún er talin geta útskýrt upphaf alheimsins.

Vísindamönnum tókst með aðstoð sterkeindahraðals CERN í fjöllunum undir landamærum Sviss og Frakklands að ná myndum af tveimur öreindum sem kallaðar eru W og Z bosonir. Þær eru þekktar áður því tveimur vísindamönnum tókst að finna þær árið 1984 og hlutu þeir Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði það ár fyrir vikið.

Hinsvegar hefur ekki fyrr tekist að ná myndum af þeim en til þess þurfti að nota hitastig sem er 100.000 falt hitastigið í kjarna sólarinnar. Öreindir þessar hafa verið til staðar frá því að jörðin myndaðist fyrir milljörðum ára, að því er segir í umfjöllun Irish Times um málið.

Einn af vísindamönnunum, prófessorinn James Keaveney, segir að í framhaldi af þessu sé kominn fram möguleiki á að finna svokallaða Higgs boson öreindina sem einnig gengur undir nafninu guðseindin. Hún getur útskýrt hvaðan efnismassinn kom sem myndaði alheiminn á sínum tíma í stóra hvelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×