Erlent

Danskir hermenn hvattir til að skila heiðursmerkjum sínum

Mikil reiði ríkir nú meðal fyrrum hermanna í danska hernum í garð Gitte Lillelund Bech varnarmálaráðherra Danmerkur.

Reiðin stafar af þeim orðum sem Bech lét nýlega falla um að þeir fyrrum hermenn sem glíma við geðræna sjúkdóma eigi sjálfir að leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins.

Af þessum sökum hafa samtök fyrrum hermanna hvatt meðlimi sína til að skila inn þeim heiðursmerkjum sem þeir hafa hlotið í herþjónustu sinni fyrir danska ríkið.

Lars Christensen formaður samtakanna segir að orð ráðherrans séu móðgun við þá menn sem þjást í dag vegna afleiðinganna af herþjónustu sinni. Í stað þess að segja fyrrum hermönnum að hringja eftir aðstoð ættu dönsk stjórnvöld að bera ábyrgð á því að vel sé tekið á móti þeim þegar þeir koma heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×