Erlent

Ætlað að keppa við iPad-tölvur

Líkt og sjá má er nýja spjaldtölvan frá Toshiba líkust hefðbundinni bók.Fréttablaðið/
Líkt og sjá má er nýja spjaldtölvan frá Toshiba líkust hefðbundinni bók.Fréttablaðið/

Japanska tæknifyrirtækið Toshiba kynnti spjaldtölvu í gær, sem talið er að gæti hæglega keppt við iPad-tölvuna frá Apple.  Tölvan, sem nefnist Libretto W100, kemur á markað í tilefni af 25 ára afmæli fyrirtækisins. Hún er með tveimur sjö tommu snertiskjáum og má nota annan þeirra sem lyklaborð.

Í tæknibloggi fréttavefs BBC í gær er rifjað upp að Toshiba hafi lengi verið framarlega á tæknisviðinu og sett fyrstu spjaldtölvuna á markað árið 1993. Það sýni þó að litlu skipti hver býr til fyrstu tækninýjungina; þeir sem kunni að nýta hana og pakka inn í notendavænar umbúðir muni taka markaðinn.

- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×