Erlent

Hvalur skorinn í danskri höfn

Óvenjulegur viðburður í Danmörku.
nordicphotos/AFP
Óvenjulegur viðburður í Danmörku. nordicphotos/AFP

Í bænum Vejle á Jótlandi hafa íbúar fylgst grannt með dauðastríði hvals nokkurs, sem strandaði í firðinum fyrir utan. Í fimm daga var reynt með öllum ráðum að koma hvalnum aftur út á haf, en þegar það mistókst var hann dreginn á land og skorinn.

Deilur upphófust milli danska náttúrugripasafnsins í Kaupmannahöfn og bæjaryfirvalda í Vejle, um það hvar hvalurinn yrði geymdur og hver væri réttmætur eigandi hans.

Það voru þó starfsmenn safnsins sem sáu um skurðinn, og byrjuðu á að skera þvert niður eftir hryggnum. Síðan var skorið þvert á dýrið og stór kjötstykki hífð upp með krana. Skera átti allt burt þar til beinagrindin stæði að mestu holdlaus eftir. Hún verður síðan send til frekari hreinsunar, en óútkljáð er hvar hún verður geymd.

Talið er að hvalurinn hafi verið þriggja til fjögurra ára kvendýr. Kannað verður hver dánarorsökin var.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×