Erlent

Peningastraumur frá Bandaríkjaher til Talibana

Ný rannsókn leiðir í ljós að peningar streyma frá bandaríska hernum í Afganistan til Talibana í landinu.

Herinn greiðir öryggisfyrirtækjum tugi milljón dollara fyrir ýmis verkefni en fyrirtækin nota svo stóran hluta af þessu fé til að múta Talibönum svo starfsmenn fyrirtækjanna geti ferðast um landið án þess að verða fyrir árásum.

Það var bandarísk þingnefnd sem stóð að þessari rannsókn en í henni kemur fram að múturnar ná til nær allra landshluta í Afganistan og áætlað sé að Talibanar fái með þessu um 4 milljónir dollara eða hálfan milljarð króna í hverri viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×