Erlent

Rannsaka ásakanir um gróft ofbeldi breskra landamæravarða

16 menn eru enn á flugvellinum í Baghdad.
16 menn eru enn á flugvellinum í Baghdad.

Flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna rannsaka nú ásakanir á hendur breskra landamæravarða um að hafa flutt 42 Íraka frá Bretlandi til Íraks með ofbeldi fyrr í vikunni.

Sextán flóttamenn eru enn í haldi á flugvellinum í Baghdad. Það er BBC sem greinir frá málinu en einn af flóttamönnunum, Sherwan Abdullah, hafði samband við fréttastofuna og hélt því fram að landamæraverðirnir hefðu misþyrmt flóttamönnunum í því skyni að koma þeim um borð í flugvél sem flaug með þá til Íraks og svo aftur til þess að koma þeim út úr flugvélinni.

Á meðal mannanna er Íraki sem hefur verið búsettur í Bretlandi í átta ár.

Flóttamennirnir halda því fram að landamæraverðirnir hafi bæði lamið sig og kæft með þeim afleiðingum að þeir óttuðust um líf sitt.

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, tjáði sig um málið við BBC og sagði í viðtali að þeirra ríkisstjórn væri ekki hlynnt því að flóttamenn væru neyddir til þess að snúa til heimalandsins með ofbeldi. Slíkt væri á skjön við mannréttindi einstaklinganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×