Erlent

Stofnandi Wikileaks kominn fram eftir mánuð í felum

Julian Assange stofnandi Wikileaks er kominn fram í sviðsljósið eftir að hafa verið mánuð í felum.

Leyniþjónusta bandaríska hersins vill ná tali af Julian þar sem einn af starfsmönnum leyniþjónustunnar lak í hann þúsundum af trúnaðarskjölum um hernað Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan.

Julian er nú staddur í Brussel en þar náði breska blaðið Guardian viðtali við hann. Julian segir að lögmenn hans hafi ráðlagt honum að ferðast ekki til Bandaríkjanna í náinni framtíð.

Talið er að Julian hafi dvalist á Íslandi um tíma á þeim mánuði sem hann hefur falið sig fyrir leyniþjónjustunni.

Í Brussel mun Julian ávarpa ráðstefnu um frelsi fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×