Erlent

Harry berst gegn jarðsprengjum líkt og mamma hans

Harry hefur dvalið í Afríku undanfarna viku og meðal annars heimsótt Mósambík. Hann hefur auk þess fylgst með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku ásamt bróður sínum.
Harry hefur dvalið í Afríku undanfarna viku og meðal annars heimsótt Mósambík. Hann hefur auk þess fylgst með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku ásamt bróður sínum. Mynd/AP

Undanfarna daga hefur Harry Bretaprins dvalið í Mósambík og rætt við heimamenn. Tilgangur með heimsókninni er að vekja athygli á að jarðsprengjur kosta meira en þúsund manns lífið á ári hverju. Í Mósambík eru fjölmörg svæði þar sem mikið er um jarðsprengjur í jarðveginum í kjölfar borgarastyrjaldar sem geisaði um árabil í landinu.

Eftir skilnað Karl Bretaprins og Díönu prinsessa af Wales beitt hún sér af krafti í góðgerðarmálum og barðist meðal annars ötullega fyrir því að jarðsprengjur yrðu bannaðar.

Harry hefur rætt við heimamenn sem misst hafa ættingja eða örkumlast eftir að hafa stigið á jarðsprengjur. Harry hefur auk þess kynnt sér starfsemi samtakanna Holo Trust sem vinna við að hreinsa jarðsprengjur úr jarðveginum. Guy Willoughby, framkvæmdastjóri samtakanna, er himinlifandi með þá ákvörðun Harrys að koma til Mósambík og vekja þannig athygli á málefninu. Willoughby segir að Díana hafi staðið sig frábærlega á sínum tíma og nú sé ljóst Harry ætli að feta í fótspor hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×