Erlent

Drap konuna með fjarstýringunni

Óli Tynes skrifar

Fjörutíu og sex ára gamall Breti hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að verða konu sinni að bana með fjarstýringu fyrir sjónvarp.

Paul Harvey og Gloriu Laguna varð sundurorða yfir sjónvarpsdagskránni. Í augnabliksbræði grýtti Harvey fjarstýringunni í konu sína.

Svo illa vildi til að fjarstýringin lenti á veikri æð í hálsinum sem leiddi til þess að hún fékk stórfellda heilablæðingu.

Harwey reyndi að lífga hana við með blástursaðferðinni, en það tókst ekki. Fyrir rétti játaði Harvey manndráp af gáleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×