Erlent

Nýtur stuðnings 60 þingmanna

Mynd/AP
Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings fullyrða að þeir hafi tryggt stuðnings 60 þingmanna af 100 við frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um nýja heilbrigðislöggjöf. Repúblikanar segja breytinguna of dýra og eru staðráðnir í að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Atkvæði verða greidd um málið eftir helgi.

Með frumvarpinu er tryggt að þrjátíu milljónir Bandaríkjamanna, sem hafa verið án sjúkratrygginga, njóti framvegis trygginga.

Í fulltrúadeildinni var frumvarpið samþykkt án heimildar til að greiða fyrir fóstureyðingar, en leiðtogar demókrata í öldungadeildinni hafa lagt áherslu á að slík heimild verði með. Samt sem áður lítur út fyrir að heimlidin verði ekki með, meðal annars vegna óánægju demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×