Erlent

Yfirvofandi hryðjuverkaárás

Hryðjuverkaárás, lík þeirri sem gerð var í Mumbai fyrir skömmu, vofir yfir London. Þetta er mat Scotland Yard lögreglunnar sem hefur beðið verslunareigendur í borginni að búast við hinu versta.

Frá þessu er greint í The Times í dag. Blaðið vitnar til fundar sem The Scotland Yard hélt fyrir skömmu með ýmsum forystumönnum verslunar og þjónustu í London. En þar mun hafa verið greint frá því að lögreglan hafi undir upplýsingar sem bendi til þess að verið sé að skipuleggja umfangsmikla hryðjuverjaárás á borgina.

Sömu upplýsingar benda til þess að árásin sem verið sé að skipuleggja verði af svipuðum toga og hryðjuverkaárásin í Mumbai fyrra á árinu þegar 10 vopnaðir menn fóru um miðborgina tóku gísla og skutu fjöldann allan af fólki til bana. 174 létust og 300 særðust í árásunum

Á fundinum sem The Times vitnar til mun hafa komið fram að leyniþjónustan hefur numið ýmis samskipti undanfarna daga, meðal annars á heimssíða íslamista, sem bendi til þess að þessi grunur sé á rökum reistur. Lögreglan telur líklegt að ráðist verði á næturklúbba, íþróttaleiki eða stofnanir og eða verslanir gyðinga í borginni.

Fyrr á þessu ári voru settar á svið á aðstæður keimlíkar þessum þar sem sérsveitum gafst kostur á æfa sig í viðbrögðum við árás af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×