Fleiri fréttir

Húsið hennar Lyudmilu

Henni Lyudmilu Matemyanovu brá heldur betur í brún þegar hún kom heim til sín úr fríi. Ekki það að það hefði verið brotist inn hjá henni, eða unnar skemmdir. Húsið var horfið í heilu lagi.

Kallaði múslima hettumáf

"Ég vissi ekki að það ynnu hettumávar hér," sagði afgreiðslukona í stórmarkaðinum Kvickly, í Hróarskeldu í Danmörku, þegar hún sá múslima meðal starfsfólksins.

Óskar eftir 4500 milljörðum til stríðsreksturs

Bush Bandaríkjaforseti mun leita eftir 70 milljara dollara neyðarfjárveitingu, jafnvirði nærri 4500 milljarða króna, frá Bandaríkjaþingi vegna stríðsins gegn hryðjuverkum á fjárhagsárinu 2009.

Kínverjar vilja í Heimskautsráðið

Stór lönd eins og Kína, Ítalía, Stóra-Bretland, Spánn og Frakkland vilja taka þátt í að stýra þróun á nýtingu þeirra miklu auðlinda sem finnast á Heimskautssvæðinu, og stjórna umhverfisverndarstarfi í norðri.

Egyptar vilja að Abbas gæti landamæra Gaza

Stjórnvöld í Egyptalandi segja að þau vilji að öryggissveitir Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna hafi eftirlit með landamærum Egyptalands og Gaza strandarinnar.

Fimm létust í Mósúl

Fimm bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk í vegkanti í borginni Mósúl í dag. Hermennirnir sem létust voru um borð í brynvarinni bifreið bílalestar sem var í eftirlitsferð um borgina. Eftir að sprengjan sprakk réðust vopnaðir menn að bílalestinni með skothríð.

Lést eftir árás hundsins síns

Breskir lögreglumenn gerðu tilraun til að bjarga manni á fimmtugsaldri frá stjórnlausum rottweilerhundi sem réðist að manninum þar sem hann lá á götu í London. Maðurinn er talinn eigandi dýrsins. Lögreglumönnunum tókst að trufla hundinn sem hljóp í burtu eftir að fórnarlambið hafi hlotið alvarlega áverka á höfði.

ESB segir Serbíu-samning ótímabæran

Olli Rehn formaður nefndar um stækkun Evrópusambandsins segir að bráðabirgðasamningur um aðild Serbíu að ESB ætti að undirrita bráðlega, en þó ekki fyrr en forsetakosningar í landinu eru yfirstaðnar.

Suharto borinn til grafar

Suharto fyrrverandi forseti Indónesíu var jarðsettur í grafhýsi fjölskyldunnar nálægt borginni Solo í morgun. Suharto lést í gær 86 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Susilo Bambang Yudhoyono núverandi forseti hafði umsjón með útförinni sem var á vegum yfrivalda.

Kennedy-fjölskyldan styður Obama

Barak Obama er á miklu skriði þessa daganna eftir stórsigur sinn í forkosningunum í Suður-Karólínu. Og nú hefur hin áhrifamikla Kennedy-fjölskylda lýst yfir stuðningi sínum við Obama.

Áfall fyrir Merkel að tapa kosningunum í Hesse

Angela Merkel kanslari Þýskalands og flokkur hennar Kristilegir demókratar urðu fyrir miklu áfalli um helgina er flokkurinn tapaði meirihluta sínum á ríkisþinginu í Hesse.

Stór njósnagervihnöttur að hrapa til jarðar

Stór bandarískur njósnagervihnöttur hefur farið af sporbaug sínum um jörðina og svífur nú stjórnlaus fyrir ofan gufuhvolfið. ReIknað er með að hann hrapi til jarðar í lok febrúar eða byrjun mars.

Gervihnöttur stefnir á jörðina

Bandarískur gervihnöttur er stjórnlaus og stefnir á jörðina, að því er BBC greinir frá. Hnötturinn mun vera tiltölulega stór og taldar eru líkur á því að hann innihaldi eldsneyti sem sé eitrað og hættulegt komist fólk í snertingu við það.

Danir eru Evrópumeistarar

Danmörk varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa tryggt sér sigur á Króötum í úrslitaleik, 24-20.

Enn tekist á í Kenýa

Átök héldu áfram í Kenýa í dag þrátt fyrir friðarumleitanir meðal stjórnmálamanna í Naíróbí. Að minnsta kosti tíu menn létu lífið í átökum ættflokka í bænum Naívassa. Fréttamenn horfðu upp á vopnaða menn draga mann út úr fólksflutningabíl og berja hann til dauða.

Helsti andstæðingur Pútíns fær ekki að bjóða fram

Kjörstjórn í Rússlandi úrskurðaði í morgun að einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta fengi ekki að bjóða sig fram í forsetakosningum í mars. (LUM) Kjörstjórnin sagði að meira en 13 prósent nafna á stuðningsyfirlýsingu við Mikhaíl Kasíanov hefðu reynst vera fölsuð.

Suharto látinn

Einn þaulsetnasti einræðisherra kaldastríðsáranna, Suharto forseti Indónesíu, er látinn 86 ára að aldri. Hann lá banaleguna á sjúkrahúsi frá því í janúarbyrjun. Suharto réði ríkjum á Indónesíu í 32 ár. Hann komst til valda árið 1965.

Lokaatlaga gerð að Al kaída

Íraski stjórnarherinn er að flytja menn og tæki til Mosul borgar í norðanverðu Írak. Maliki forsætisráðherra segir að brátt verði gerð lokaatlaga að sveitum Al kaída samtakanna í landinu. Lítið er um bandarískar hersveitir á þessu svæði.

Obama sigraði með yfirburðum í Suður Karólínu

Barack Obama vann yfirburðasigur í forkosningum bandarískra demokrata í Suður Karolínu í gær. Hann fékk 55 prósent atkvæða en Hillary Clinton 27 prósent og John Edwards 18 prósent. Nú beinast augu manna að forkosningum í 22 fylkjum Bandaríkjanna þriðjudaginn fimmta febrúar.

Góð kjörsókn í Suður Karólínu

Kjörsókn í forkosningum demókrata í Suður Karólínu hefur verið góð í dag og spá sumir metþáttöku. Barack Obama hefur verið efstur í flestum könnunum og er búist við því að hann fari auðveldlega með sigur af hólmi. Þetta eru síðustu forkosningar demókrata fyrir „Super Tuesday" eftir tíu daga en þá munu 20 ríki halda forskosningar. Repúblikanar hafa þegar haldið sínar forkosningar í Suður Karólínu og hafa þeir þeir þegar snúið athygli sinni að Flórída en þar verður kosið á þriðjudaginn kemur.

Annan krefst rannsóknar á ofbeldinu í Kenía

Kofi Annan fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna krafðist í morgun rannsóknar á ofbeldi undanfarinna daga í Kenýa. Annan hefur í dag verið að ferðast um svæði þar sem átök blossuðu upp í gær.

Abbas vill að Palestínumenn annist landamæravörslu

Abbas forseti palestínsku heimastjórnarinnar ætlar að leggja til við Ísraela að sveitir hans yfirtaki stjórn landamæra Gaza-svæðisins og Egyptalands. Abbas hittir Olmert forsætisráðherra á morgun. Íbúar Gaza fóru þúsundir saman yfir til Egyptalands á ný í morgun.

Palestínumenn streyma til Egyptalands

Egypskir hermenn hörfuðu frá landamæramúrnum við Gaza í nótt eftir að hermaður fékk skot í fótinn. Þúsundir Palestínumanna þustu yfir landamærin til Egyptalands í morgun. Þar er nú engan egypskan hermann að sjá.

Unglingsdrengur ætlaði að ræna farþegaflugvél

Bandarísk yfirvöld hafa ákært unglingsdreng sem segist hafa áformað að ræna farþegaflugvél sem hluta af sjálfsmorðstilraun. Drengurinn sem er 16 ára var handtekinn af flugvallalögreglu í Nashville í Tennessee á þriðjudagskvöld eftir að flug frá Los Angeles.

Litháen íhugar nafnbreytingu

Litháen er að hugsa um að breyta sínu enska nafni til þess að gera fólki auðveldara að bera það fram og muna það. Á enskunni í dag er nafnið Lithuania.

Númeraplatan dýrari en bíllinn

Breskur kaupsýslumaður hefur greitt metverð fyrir bílnúmeraplötu í Bretlandi, litlar 48,5 milljónir íslenskra króna. Á plötunni standa einkennisstafir Formúlu eitt „F1“. Afzal Khan bætti með kaupunum fyrra metið sem var tæpar 43 milljónir. Númerið mun hann setja á Mercedex SLR McLaren bifreið sína sem kostar um 43 milljónir króna. Khan býr í Bradford og á fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á bílum.

Fyrsti maðurinn sektaður fyrir „net-stríð“

Fyrsti maðurinn sem sektaður er fyrir að taka þátt í „net-stríði“ er 20 ára gamall maður af rússneskum uppruna. Hann var sektarður í Eistlandi fyrir aðild að netárás sem lokaði vefsíðu umbótaflokks forsætisráðherrans, Andrus Ansip. Dmitri Galushkevich var sektaður um rúmar 100 þúsund krónur fyrir atlöguna á síðuna sem átti sér stað frá 25. apríl og 4. maí árið 2007.

Telja upp að tíu

Þegar Marie Lupe Cooley sá atvinnuauglýsingi í dagblaði í Jacksonville í Florida, varð hún ofsalega reið. Starfslýsingin passaði vel við hennar starf og símanúmerið var símanúmer yfirmanns hennar og eiganda fyrirtækisins.

Mótmæla nýrri stjórnarskrá í Ekvador

Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Ekvador í dag gegn áformum forsetans um að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Mótmælin áttu sér stað í Guayaquil stærstu borg Ekvador um 420 km frá höfuðborginni.

Styttan á Mars er vindsorfið berg

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að styttan sem sést á myndum frá Mars sé vindsorfið berg.

Egyptar loka landamærunum að Gaza

Egypskir landamæraverðir reyna nú að stöðva ferðir Palestínumanna frá Gaza ströndinni í gegnum glufur í landamæramúr sem Hamas samtökin sprengdu á miðvikudag.

Stjórnarkreppa í uppsiglingu í Danmörku

Það stefnir í stjórnarkreppu í Danmörku þar sem Anders Fogh Rasmussen er ítrekað að komast upp á kant við einn stuðingsaðila sinn , flokkinn Ny Alliance undir stjórn Nasar Khader.

Forseti Ítalíu boðar til neyðarfundar

Forseti Ítalíu hefur boðað helstu stjórnarmálaforingja landsins til neyðarfundar í dag til að ræða stöðuna sem komin er upp í kjölfar afsagnar Romano Prodi.

Vilja heimsferðalag Led Zeppelin

Aðdáendur hljómsveitarinnar Led Zeppelin vonast nú til að sveitin efni til heimsferðalags á þessu ári. Gítarleikarinn Jimmy Page hefur boðað til blaðamannafundar í Japan á mánudag og fastlega er búist við að hann tilkynni um komandi tónleikaröð. Gífurlega eftirspurn var eftir miðum á einu tónleikanna sem Led Zeppelin hélt í fyrra og hefði auðveldlega mátt selja um milljón miða á þá.

Sjá næstu 50 fréttir