Fleiri fréttir Vill banna Jafnaðarmannaflokk Kúrda Ríkissaksóknari Tyrklands hefur höfðað mál á hendur Jafnaðarmannaflokki Kúrda, DTP, og vill að flokkurinn verði bannaður. Flokkurinn hefur nú 20 þingmenn á tyrkneska þinginu en leiðtogar hans hafa neitað öllum tengslum við hinn herskáa Verkamannaflokk Kúrda, PKK. 16.11.2007 12:01 Flokki Pútíns spáð kosningasigri Flokki Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, er spáð sigri í þingkosningunum sem fram fara þar í landi í næsta mánuði. Samkvæmt nýútkominni skoðunarkönnun mun flokkurinn fá yfirgnæfandi meirihluta þingsæta. 16.11.2007 11:45 Hættir við kosningaeftirlit í Rússlandi Alþjóðakosningaeftirlit OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, mun ekki senda fulltrúa sína til Rússlands til að fylgjast með þingkosningum þar í landi, vegna þess að starfsfólki þess var neitað um vegabréfsáritun. Tafir og hömlur hafa orðið þess valdandi að eftirlitið tók þessa ákvörðunin. 16.11.2007 11:33 Þriðji dagur verkfalla í Frakklandi Fjölmargir fóru fótgangandi til vinnu í Frakklandi í dag, á hjólum eða hjólaskautum. Þeir bjartsýnu reyndu að fá far með takmörkuðum fjölda strætisvagna, lesta eða neðanjarðarlesta sem nú eru í gangi. 16.11.2007 11:23 Mikil snjókoma í Austurríki veldur umferðaröngþveiti Þúsundir manna sátu fastir í bifreiðum sínum á hraðbrautum í Austurríki í nótt vegna mikillar snjókomu. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að koma fólkinu til hjálpar. 16.11.2007 11:08 Khader hótar að ganga á dyr Naser Khader, formaður Nýja bandalagsins í Danmörku hefur hótað að slíta stjórnarmyndurnarviðræðum vegna ósættis við Piu Kjærsgård, formann Danska þjóðarflokksins. 16.11.2007 11:07 Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine. 16.11.2007 10:50 Kynlíf með dýrum algengt í Noregi Landbúnaðarráðherra Noregs vill banna með lögum að fólk stundi kynlíf með dýrum. Það er leyfilegt í Noregi eins og sakir standa. 16.11.2007 10:14 Andlit barnaníðinga gerð eldri Andlit barnaníðinga sem eru eftirlýstir í Bretlandi hafa verið gerð eldri með hjálp tölvutækni. Þetta er gert til að auðvelda almenningi að átta sig á hvernig hinir eftirlýstu barnaníðingar líta út í dag, því ljósmyndir af þeim geta verið nokkurra ára gamlar. 16.11.2007 09:46 Barnaníðingur dæmdur til að vinna á leikskóla Dæmdur barnaníðingur í Þýskalandi hefur verið ákærður fyrir að misnota tvö börn á leikskóla í borginni en honum hafði verið skipað að vinna í skólanum af dómara. 16.11.2007 08:45 Hæstiréttur frestar aftöku Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í gærkvöldi aftöku á barnamorðingjanum Mark Dean Scwab, örfáum klukkustundum áður en aftakan átti að fara fram. Ákvörðun réttarins kemur ekki á óvart þar sem hann rannsakar nú lögmæti þess að taka fólk af lífi með eitursprautu en það áttu að verða örlög mannsins. 16.11.2007 08:31 Þrýst á um frekari refsiaðgerðir gegn Íran Bandaríkjamenn ætla að þrýsta á um að Íranar verði beittir enn frekari refsiaðgerðum í kjölfar niðurstaðna nýrrar skýrslu alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 16.11.2007 08:28 Lögreglumaðurinn á Ítalíu kærður fyrir morð Lögreglumaðurinn sem varð ítölskum fótboltaáhugamanni að bana í síðustu viku verður að öllum líkindum ákærður fyrir morð. Maðurinn lést þegar kom til átaka á milli tveggja hópa fótboltaáhugamanna á leið á leik í Ítölsku deildinni. 16.11.2007 08:14 250 látnir í kjölfar fellibyls Að minnsta kosti 250 létust þegar fellibylur skall á suðurhluta Bangladesh í gær. Stjórnvöld í landinu hafa varað við því að dánartalan muni hækka á næstu dögum þar sem stór svæði hafi einangrast vegna óveðursins. 16.11.2007 08:02 Bhutto laus úr prísund sinni Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan er laus úr stofufangelsi að því er yfirvöld í landinu segja. Bhutto hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt frá því á þriðjudag þegar hún hugðist fara fyrir mótmælagöngu sem hún hafði skipulagt. 16.11.2007 07:04 Rússneskur söfnuður hótar fjöldasjálfsmorði Dómsdagssöfnuður í Rússlandi hefur lokað sig af í helli í miðju landsins og bíður þar endaloka jarðarinnar. Lögreglan hefur reynt að fjarlægja meðlimi safnaðarins úr hellinum en þeir hóta að sprengja sig í loft upp ef lögreglan lætur þá ekki afskiptalausa. 15.11.2007 19:47 Fórnarlamb hópnauðgunnar hlaut fangelsisdóm Áfrýjunardómstóll í Saudi-Arabíu hefur tvöfaldað fjölda svipuhögga og bætt fangelsisvist við refsingu til handa fórnarlambi hópnauðgunnar þar í landi. Stúlkan var upphaflega ákærð fyrir brot á lögum landsins um aðskilnað kynjanna en hún var farþegi í bifreið manns sem ekki er skyldur henni er hópnauðgunin átti sér stað. 15.11.2007 18:59 Rekum klíkuna frá Gaza Mahmoud Abbas, forseti Palestsínumanna, hefur hvatt þjóð sína til þess að reka Hamas samtökin frá Gaza ströndinni. 15.11.2007 17:00 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15.11.2007 16:47 Sphinxinn er ekki í hættu Fornleifaráð Egyptalands gaf í dag út yfirlýsingu um að hið ævaforna mannvirki Sphinxinn sé ekki í neinni hættu út af söltu neðanjarðarvatni sem er í grennd við hann. 15.11.2007 16:13 Tveir jarðskjálftar í Chile Tveir jarðskjálftar skóku norðurhluta Chile í dag. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast eða um tjón á mannvirkjum. 15.11.2007 15:59 Notaði rafmagns hundaól við að nauðga dætrum sínum Heimilisfaðir í Tennessee hefur verið handtekinn fyrir að nota rafmagnaðar hundaólar við að nauðga tveim táningsdætrum sínum um margra ára skeið. 15.11.2007 15:27 Hvít-Rússar mótmæla bandarískum refsiaðgerðum Stjórnvöld í Hvíta-Rússland kölluðu í morgun sendiherra Bandaríkjamanna á sinn fund til að mótmæla þeirri ákvörðun bandarískra stjórnvalda að frysta bankainnistæður hvít-rússneska olíufyrirtækisins Belnekeftekhim og setja það á svartan lista. Telja Hvít-Rússar að Bandaríkjamenn hafi með þessu rofið viðskiptasáttmála sem er í gildi milli landanna. 15.11.2007 15:23 Barnaníðingur fékk vinnu á leikskóla Mistök hjá starfsmanni þýsks dómstóls urðu til þess að barnaníðingi var gert að taka út samfélagsvinnu á leikskóla. Þar misnotaði maðurinn tvö börn. 15.11.2007 14:54 Chavez hótar spænskum fyrirtækjum Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. 15.11.2007 14:48 Þýska þingið framlengir þátttöku í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi Þýska þingið samþykkti í morgun að framlengja þátttöku þýskra hersveita í stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkastarfsemi. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. 15.11.2007 13:34 Morðið á Dando endurskoðað - Jakob Frímann fagnar Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. 15.11.2007 13:30 Komdu Skjalda, flýjum Hvað gera bandarískar kýr þegar gripaflutningabíllinn þeirra stoppar fyrir framan McDonalds veitingastað við þjóðveginn. 15.11.2007 13:29 Sprakk og brann til kaldra kola Hús í Limhamn - í útjaðri Malmö - brann til kaldra kola í gær eftir mikla sprengingu. Konu og hundi hennar sem í húsinu voru tókst að forða sér og komust ómeidd frá eldinum. 15.11.2007 12:45 Lindgren 100 ára Sænska skáldkonan Astrid Lindgren hefði orðið 100 ár í gær ef hún hefði lifað. Af því tilefni var slegið til veislu í Smálöndum þar sem höfundur bókanna um Línu Langsokk og Emil í Kattholti fæddist og var alin upp. 15.11.2007 12:39 Leitar víðtæks stuðnings Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, leitar eftir stuðningi allra flokka á danska þinginu í mikilvægum málaflokkum nú þegar þriðja ríkisstjórn hans er í burðarliðnum. Meirihlutinn er naumur - stendur og fellur með Færeyingi og sýrlenskum innflytjanda. 15.11.2007 12:31 Umferðaröngþveiti um allt Frakkland Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu. 15.11.2007 12:19 Japanar hunsa Dalai Lama Enginn japanskur embættismaður mun hitta Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, sem er kominn til landsins í níu daga heimsókn. 15.11.2007 11:18 Dýrkeypt gæludýr Einn maður lét lífið og annar slasaðist alvarlega þegar þeir reyndu að ná kakadúa niður úr tré í Ástralíu. 15.11.2007 10:46 Pabbi Madeleine snýr aftur til vinnu Gerry McCann, faðir týndu stúlkunnar Madeleine, ætlar að hefja fulla vinnu um áramót. Hjónin Gerry og Kate McCann hafa helgað sig leitinni að dóttur sinni sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í Maí og verið í ólaunuðu leyfi. 15.11.2007 08:32 Sarkozy biðlar til verkfallsmanna Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti hvetur starfsmenn almenningssamgangna sem hófu verkföll í gær til þess að snúa aftur til vinnu. Verkfallið lamaði samgöngukerfið í gær og biður forsetinn starfsmennina um að hugsa um almannahag í málinu. 15.11.2007 08:26 Óvissa um friðargæslu í Darfur Friðargæslan í Darfur héraði í Súdan er við það að fara út um þúfur áður en hún hefur hafið störf. Háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir brýna þörf á meiri búnaði og auknum mannafla. 15.11.2007 08:15 Bandaríkjaþing samþykkir frumvarp um brotthvarf frá Írak Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt nýtt frumvarp þar sem settur er tímarammi fyrir brottflutning bandaríska hersins frá Írak. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um þá upphæð sem eyða má í stríðsreksturinn og er það umtalsvert minni fjárhæð en George Bush forseti hefur krafist. 15.11.2007 08:10 Khader stendur með Rasmusen – nánast alla leið Það er komin upp skrýtin staða í dönskum stjórnmálum. Anders Fogh Rasmusen forsætisráðherra heldur meirihluta með einum þingmanni. Það er hinn færeyski Edmund Joensen sem vill ekki skipta sér af innanríkismálum. 14.11.2007 21:00 Hollenskur húsgagnaþjófur handtekinn á hóteli Hollenskur unglingur hefur veirð handtekinn fyrir að stela húsgögnum úr “herbergjum” á Habbo Hotel í netheimum. 14.11.2007 21:27 Læknar ákváðu að Díönu yrði ekki bjargað Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997. 14.11.2007 16:46 Gaman í vinnunni Það má ekki teikna mynd af krónprinsi Spánar í samförum við eiginkonu sína. 14.11.2007 16:35 Játaði kúrdamorð yfir kaffibolla Þegar Bandaríkjamenn yfirheyrðu Saddam Hussein fóru þeir mjúku leiðina. Alríkislögreglumaðurinn George Piro eyddi fimm klukkustundum á dag í sjö mánuði við að yfirheyra einræðisherrann. 14.11.2007 14:39 Færeyingurinn styður Fogh ekki í innanríkismálum Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur er strax lentur í vandmálum hvað varðar áframhaldandi stjórn hans á landinu. Í ljós kemur að Edmund Joensen, Færeyingurinn sem skapar Fogh eins atkvæðis meirihluta á þingi ætlar ekki að kjósa um dönsk innanríkismál. 14.11.2007 14:24 Khader áhrifalítill í dönskum stjórnmálum Danskir stjórnmálaskýrendur segja að hið Nýja Bandalag Nasers Khaders hafi verið kosið út í þingkosningunum í gær. 14.11.2007 12:58 Sjá næstu 50 fréttir
Vill banna Jafnaðarmannaflokk Kúrda Ríkissaksóknari Tyrklands hefur höfðað mál á hendur Jafnaðarmannaflokki Kúrda, DTP, og vill að flokkurinn verði bannaður. Flokkurinn hefur nú 20 þingmenn á tyrkneska þinginu en leiðtogar hans hafa neitað öllum tengslum við hinn herskáa Verkamannaflokk Kúrda, PKK. 16.11.2007 12:01
Flokki Pútíns spáð kosningasigri Flokki Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, er spáð sigri í þingkosningunum sem fram fara þar í landi í næsta mánuði. Samkvæmt nýútkominni skoðunarkönnun mun flokkurinn fá yfirgnæfandi meirihluta þingsæta. 16.11.2007 11:45
Hættir við kosningaeftirlit í Rússlandi Alþjóðakosningaeftirlit OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, mun ekki senda fulltrúa sína til Rússlands til að fylgjast með þingkosningum þar í landi, vegna þess að starfsfólki þess var neitað um vegabréfsáritun. Tafir og hömlur hafa orðið þess valdandi að eftirlitið tók þessa ákvörðunin. 16.11.2007 11:33
Þriðji dagur verkfalla í Frakklandi Fjölmargir fóru fótgangandi til vinnu í Frakklandi í dag, á hjólum eða hjólaskautum. Þeir bjartsýnu reyndu að fá far með takmörkuðum fjölda strætisvagna, lesta eða neðanjarðarlesta sem nú eru í gangi. 16.11.2007 11:23
Mikil snjókoma í Austurríki veldur umferðaröngþveiti Þúsundir manna sátu fastir í bifreiðum sínum á hraðbrautum í Austurríki í nótt vegna mikillar snjókomu. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að koma fólkinu til hjálpar. 16.11.2007 11:08
Khader hótar að ganga á dyr Naser Khader, formaður Nýja bandalagsins í Danmörku hefur hótað að slíta stjórnarmyndurnarviðræðum vegna ósættis við Piu Kjærsgård, formann Danska þjóðarflokksins. 16.11.2007 11:07
Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine. 16.11.2007 10:50
Kynlíf með dýrum algengt í Noregi Landbúnaðarráðherra Noregs vill banna með lögum að fólk stundi kynlíf með dýrum. Það er leyfilegt í Noregi eins og sakir standa. 16.11.2007 10:14
Andlit barnaníðinga gerð eldri Andlit barnaníðinga sem eru eftirlýstir í Bretlandi hafa verið gerð eldri með hjálp tölvutækni. Þetta er gert til að auðvelda almenningi að átta sig á hvernig hinir eftirlýstu barnaníðingar líta út í dag, því ljósmyndir af þeim geta verið nokkurra ára gamlar. 16.11.2007 09:46
Barnaníðingur dæmdur til að vinna á leikskóla Dæmdur barnaníðingur í Þýskalandi hefur verið ákærður fyrir að misnota tvö börn á leikskóla í borginni en honum hafði verið skipað að vinna í skólanum af dómara. 16.11.2007 08:45
Hæstiréttur frestar aftöku Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í gærkvöldi aftöku á barnamorðingjanum Mark Dean Scwab, örfáum klukkustundum áður en aftakan átti að fara fram. Ákvörðun réttarins kemur ekki á óvart þar sem hann rannsakar nú lögmæti þess að taka fólk af lífi með eitursprautu en það áttu að verða örlög mannsins. 16.11.2007 08:31
Þrýst á um frekari refsiaðgerðir gegn Íran Bandaríkjamenn ætla að þrýsta á um að Íranar verði beittir enn frekari refsiaðgerðum í kjölfar niðurstaðna nýrrar skýrslu alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 16.11.2007 08:28
Lögreglumaðurinn á Ítalíu kærður fyrir morð Lögreglumaðurinn sem varð ítölskum fótboltaáhugamanni að bana í síðustu viku verður að öllum líkindum ákærður fyrir morð. Maðurinn lést þegar kom til átaka á milli tveggja hópa fótboltaáhugamanna á leið á leik í Ítölsku deildinni. 16.11.2007 08:14
250 látnir í kjölfar fellibyls Að minnsta kosti 250 létust þegar fellibylur skall á suðurhluta Bangladesh í gær. Stjórnvöld í landinu hafa varað við því að dánartalan muni hækka á næstu dögum þar sem stór svæði hafi einangrast vegna óveðursins. 16.11.2007 08:02
Bhutto laus úr prísund sinni Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan er laus úr stofufangelsi að því er yfirvöld í landinu segja. Bhutto hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt frá því á þriðjudag þegar hún hugðist fara fyrir mótmælagöngu sem hún hafði skipulagt. 16.11.2007 07:04
Rússneskur söfnuður hótar fjöldasjálfsmorði Dómsdagssöfnuður í Rússlandi hefur lokað sig af í helli í miðju landsins og bíður þar endaloka jarðarinnar. Lögreglan hefur reynt að fjarlægja meðlimi safnaðarins úr hellinum en þeir hóta að sprengja sig í loft upp ef lögreglan lætur þá ekki afskiptalausa. 15.11.2007 19:47
Fórnarlamb hópnauðgunnar hlaut fangelsisdóm Áfrýjunardómstóll í Saudi-Arabíu hefur tvöfaldað fjölda svipuhögga og bætt fangelsisvist við refsingu til handa fórnarlambi hópnauðgunnar þar í landi. Stúlkan var upphaflega ákærð fyrir brot á lögum landsins um aðskilnað kynjanna en hún var farþegi í bifreið manns sem ekki er skyldur henni er hópnauðgunin átti sér stað. 15.11.2007 18:59
Rekum klíkuna frá Gaza Mahmoud Abbas, forseti Palestsínumanna, hefur hvatt þjóð sína til þess að reka Hamas samtökin frá Gaza ströndinni. 15.11.2007 17:00
Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15.11.2007 16:47
Sphinxinn er ekki í hættu Fornleifaráð Egyptalands gaf í dag út yfirlýsingu um að hið ævaforna mannvirki Sphinxinn sé ekki í neinni hættu út af söltu neðanjarðarvatni sem er í grennd við hann. 15.11.2007 16:13
Tveir jarðskjálftar í Chile Tveir jarðskjálftar skóku norðurhluta Chile í dag. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast eða um tjón á mannvirkjum. 15.11.2007 15:59
Notaði rafmagns hundaól við að nauðga dætrum sínum Heimilisfaðir í Tennessee hefur verið handtekinn fyrir að nota rafmagnaðar hundaólar við að nauðga tveim táningsdætrum sínum um margra ára skeið. 15.11.2007 15:27
Hvít-Rússar mótmæla bandarískum refsiaðgerðum Stjórnvöld í Hvíta-Rússland kölluðu í morgun sendiherra Bandaríkjamanna á sinn fund til að mótmæla þeirri ákvörðun bandarískra stjórnvalda að frysta bankainnistæður hvít-rússneska olíufyrirtækisins Belnekeftekhim og setja það á svartan lista. Telja Hvít-Rússar að Bandaríkjamenn hafi með þessu rofið viðskiptasáttmála sem er í gildi milli landanna. 15.11.2007 15:23
Barnaníðingur fékk vinnu á leikskóla Mistök hjá starfsmanni þýsks dómstóls urðu til þess að barnaníðingi var gert að taka út samfélagsvinnu á leikskóla. Þar misnotaði maðurinn tvö börn. 15.11.2007 14:54
Chavez hótar spænskum fyrirtækjum Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. 15.11.2007 14:48
Þýska þingið framlengir þátttöku í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi Þýska þingið samþykkti í morgun að framlengja þátttöku þýskra hersveita í stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkastarfsemi. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. 15.11.2007 13:34
Morðið á Dando endurskoðað - Jakob Frímann fagnar Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. 15.11.2007 13:30
Komdu Skjalda, flýjum Hvað gera bandarískar kýr þegar gripaflutningabíllinn þeirra stoppar fyrir framan McDonalds veitingastað við þjóðveginn. 15.11.2007 13:29
Sprakk og brann til kaldra kola Hús í Limhamn - í útjaðri Malmö - brann til kaldra kola í gær eftir mikla sprengingu. Konu og hundi hennar sem í húsinu voru tókst að forða sér og komust ómeidd frá eldinum. 15.11.2007 12:45
Lindgren 100 ára Sænska skáldkonan Astrid Lindgren hefði orðið 100 ár í gær ef hún hefði lifað. Af því tilefni var slegið til veislu í Smálöndum þar sem höfundur bókanna um Línu Langsokk og Emil í Kattholti fæddist og var alin upp. 15.11.2007 12:39
Leitar víðtæks stuðnings Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, leitar eftir stuðningi allra flokka á danska þinginu í mikilvægum málaflokkum nú þegar þriðja ríkisstjórn hans er í burðarliðnum. Meirihlutinn er naumur - stendur og fellur með Færeyingi og sýrlenskum innflytjanda. 15.11.2007 12:31
Umferðaröngþveiti um allt Frakkland Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu. 15.11.2007 12:19
Japanar hunsa Dalai Lama Enginn japanskur embættismaður mun hitta Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, sem er kominn til landsins í níu daga heimsókn. 15.11.2007 11:18
Dýrkeypt gæludýr Einn maður lét lífið og annar slasaðist alvarlega þegar þeir reyndu að ná kakadúa niður úr tré í Ástralíu. 15.11.2007 10:46
Pabbi Madeleine snýr aftur til vinnu Gerry McCann, faðir týndu stúlkunnar Madeleine, ætlar að hefja fulla vinnu um áramót. Hjónin Gerry og Kate McCann hafa helgað sig leitinni að dóttur sinni sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í Maí og verið í ólaunuðu leyfi. 15.11.2007 08:32
Sarkozy biðlar til verkfallsmanna Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti hvetur starfsmenn almenningssamgangna sem hófu verkföll í gær til þess að snúa aftur til vinnu. Verkfallið lamaði samgöngukerfið í gær og biður forsetinn starfsmennina um að hugsa um almannahag í málinu. 15.11.2007 08:26
Óvissa um friðargæslu í Darfur Friðargæslan í Darfur héraði í Súdan er við það að fara út um þúfur áður en hún hefur hafið störf. Háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir brýna þörf á meiri búnaði og auknum mannafla. 15.11.2007 08:15
Bandaríkjaþing samþykkir frumvarp um brotthvarf frá Írak Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt nýtt frumvarp þar sem settur er tímarammi fyrir brottflutning bandaríska hersins frá Írak. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um þá upphæð sem eyða má í stríðsreksturinn og er það umtalsvert minni fjárhæð en George Bush forseti hefur krafist. 15.11.2007 08:10
Khader stendur með Rasmusen – nánast alla leið Það er komin upp skrýtin staða í dönskum stjórnmálum. Anders Fogh Rasmusen forsætisráðherra heldur meirihluta með einum þingmanni. Það er hinn færeyski Edmund Joensen sem vill ekki skipta sér af innanríkismálum. 14.11.2007 21:00
Hollenskur húsgagnaþjófur handtekinn á hóteli Hollenskur unglingur hefur veirð handtekinn fyrir að stela húsgögnum úr “herbergjum” á Habbo Hotel í netheimum. 14.11.2007 21:27
Læknar ákváðu að Díönu yrði ekki bjargað Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997. 14.11.2007 16:46
Gaman í vinnunni Það má ekki teikna mynd af krónprinsi Spánar í samförum við eiginkonu sína. 14.11.2007 16:35
Játaði kúrdamorð yfir kaffibolla Þegar Bandaríkjamenn yfirheyrðu Saddam Hussein fóru þeir mjúku leiðina. Alríkislögreglumaðurinn George Piro eyddi fimm klukkustundum á dag í sjö mánuði við að yfirheyra einræðisherrann. 14.11.2007 14:39
Færeyingurinn styður Fogh ekki í innanríkismálum Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur er strax lentur í vandmálum hvað varðar áframhaldandi stjórn hans á landinu. Í ljós kemur að Edmund Joensen, Færeyingurinn sem skapar Fogh eins atkvæðis meirihluta á þingi ætlar ekki að kjósa um dönsk innanríkismál. 14.11.2007 14:24
Khader áhrifalítill í dönskum stjórnmálum Danskir stjórnmálaskýrendur segja að hið Nýja Bandalag Nasers Khaders hafi verið kosið út í þingkosningunum í gær. 14.11.2007 12:58