Fleiri fréttir Pavarotti er látinn Ítalski stórsöngvarinn Luciano Pavarotti lést nú í morgunsárið á heimili sínu í Modena á Ítalíu, umkringdur fjölskyldu og vinum 6.9.2007 08:28 Fannst nakin og illa farin við vegarkant Lögreglan í Danmörku fann í dag um fertuga konu nærri dauða en lífi við vegarkant við bæinn Roslev á Jótlandi. Konan var flutt á nærliggjandi sjúkrahús þar sem henni er haldið lifandi í öndunarvél. Allt bendir til þess að hún hafi verið beitt hrottalegu ofbeldi. 5.9.2007 23:37 Tugir manna láta lífið í hitabylgju í Kaliforníu Að minnsta kosti 25 hafa látið lífið í mikilli hitabylgju sem hefur gengið yfir suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum síðustu daga. Hiti fór í fyrsta skipti í dag niður fyrir 40 gráður í Los Angeles og mælist nú 38 gráður. Rafmagnslaust varð á stórum svæðum í kjölfar hitabylgjunnar vegna mikillar rafmagnsnotkunar. 5.9.2007 22:59 Flytja allt plútóníum á einn stað Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að flytja allar birgðir af geislavirku plútóníum sem nota má í kjarnorkuvopn til Savannah River í Suður-Karólínu fylki. Er þetta gert til að einfalda öryggisgæslu, draga úr kostnaði og koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Alls verða um þrjú þúsund gámar af plútóníum fluttir á hið nýja öryggissvæðið. 5.9.2007 21:30 Um 200 manns enn saknað í Níkaragva Að minnsta kosti 21 lét lífið þegar fellibylurinn Felix gekk yfir austurströnd Níkaragva í Mið-Ameríku í gær samkvæmt þarlendum yfirvöldum. Um 200 manns er enn saknað en þúsundir heimila eyðilögðust af völdum fellibylsins. 5.9.2007 20:59 Ræningjar með góða þjónustulund Þrír menn sem rændu sportvöruverslun nálægt borginni Montevideo í Úrúgvæ í dag héldu áfram að afgreiða viðskiptavini á meðan á ráninu stóð. Mennirnir lokuðu starfsmenn verslunarinnar inni í bakherbergi og afgreiddu viðskiptavini í tæpan hálftíma áður en þeir hurfu á braut. 5.9.2007 20:27 Flaug með fimm kjarnorkusprengjur fyrir mistök Bandarísk herflugvél flaug fyrir mistök með fimm kjarnorkusprengjur um borð yfir Bandaríkin í síðustu viku. Mistökin uppgötvuðust fyrir tilviljun en yfirmenn flughersins segja að þrátt fyrir þau hafi aldrei verið nein hætta á ferðum. 5.9.2007 19:35 Heilsu Pavarottis hrakar Heilsu stórsöngvarans Lucianos Pavarottis hefur hrakað mjög og ástand hans er nú sagt mjög alvarlegt. Pavarotti þjáist af krabbameini. Læknar sinna honum á heimili hans á Ítalíu. 5.9.2007 19:21 Systir grunaðs hryðjuverkamanns segir dönsku lögregluna ómanneskjulega Það var ómanneskjulegt hvernig lögreglan réðst inná fjölskyldu mína um miðja nótt, segir systir eins þeirra sem var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn, vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. 5.9.2007 18:30 Leigubílstjórar í New York leggja niður vinnu Um 13 þúsund leigubílstjórar í New York borg í Bandaríkjunum héldu sig heima í dag til að mótmæla nýju tölvukerfi sem borgaryfirvöld vilja setja í leigubíla. Ekki urðu miklar truflanir á samgöngum en nú stendur yfir tískuvika þar í borg. Leigubílstjórarnir telja að tölvukerfið muni brjóta á mannréttindum þeirra og auka óþægindi í akstri. 5.9.2007 18:00 Íslendingar kalla herlið sitt heim frá Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að Ísland hætti þáttöku í friðargæslu í Írak. Frá og með fyrsta október verða engir íslenskir friðargæsluliðar í landinu. Með þessari frétt fylgir mynd af íslensku friðargæslusveitinni sem væntanlega verður kölluð heim fyrsta október. 5.9.2007 14:46 Danir halda framhjá í bunkum Fjórir af hverjum tíu Dönum halda framhjá maka sínum einhverntíma ævinnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Könnuðurinn hefur áhyggjur af því að framhjáhald fari að teljast eðlilegt. Konur óttast mest tilfinningaleg tengsl manna sinna við aðrar konur. Karlmenn óttast hinsvegar mest kynferðislegt samneyti kvenna sinna við aðra menn. 5.9.2007 14:19 Bush íhugar heimflutning frá Írak George Bush forseti Bandaríkjanna staðfesti í dag að hann væri byrjaður að hugsa um heimflutning bandarískra hermanna frá Írak, í takt við pólitíska og hernaðarlega þróun þar í landi. Bush sagði þetta á fundi með fréttamönnum í Ástralíu í dag. 5.9.2007 13:18 Stjörnufréttamaður hrapaði á botninn Hún var hröð niðurleiðin hjá danska stjörnufréttamanninum Jeppe Nybroe, hjá danska sjónvarpinu. Fyrir nokkrum mánuðum var hann einn af virtustu fréttamönnum Danmerkur. Í dag er hann atvinnulaus og það eru birtar háðslegar myndir af honum á You Tube. 5.9.2007 13:15 Foreldrar Madeleine að skilja -portúgalskir fjölmiðlar Foreldrar Madeleine McCann eru að því komin að skilja, að sögn fjölmiðla í Portúgal. Hjónin hafa haldið til í Portúgal síðan dóttir þeirra hvarf fyrir tæpum fjórum mánuðum. Þau segjast enn sannfærð um að litla telpan finnist á lífi. Portúgalskir fjölmiðlar virðast orðnir þreyttir á þeim og hafa birt um þau margar særandi fréttir. Gerry og Kate McCann eiga nú í málaferlum við blað sem hélt því blákalt fram að þau hefðu sjálf valdið dauða dóttur sinnar. 5.9.2007 12:51 Danska fótboltabullan mokar inn seðlunum Danska fótboltabullan sem reyndi að kýla dómarann í leik Dana og Svía í Parken í júní hefur selt danskri sjónvarpsstöð einkarétt á sögu sinni og græðir nú á tá og fingri. Hann bætir svo gráu ofan á svart með því að heimta eina milljón króna af öðrum fjölmiðlum fyrir að veita viðtöl -eftir að búið er að sýna þáttinn á dönsku stöðinni. Í danska og sænska knattspyrnusambandinu eru menn æfir af reiði. 5.9.2007 11:37 Höfðu mikið magn efna til sprengjugerðar undir höndum Ríkissaksóknari Þýskalands, Monika Harms, sagði í morgun að mennirnir þrír sem voru handteknir í gær grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk hefðu hlotið þjálfun í Pakistan. Harms sagði á blaðamannafundi um málið að mennirnir hefðu haft undir höndum 680 kíló af vetnisperoxíði til sprengjugerðar. 5.9.2007 11:33 Varnarmálaráðherra Svíþjóðar fór í fússi Varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur sagt af sér vegna deilna við fjármálaráðherrann um framlög til landvarna. Ráðherrarnir eru flokksbræður í hægriflokknum Moderatarna. Svíþjóð heldur úti vel þjálfuðum her búnum hátæknivopnum. Framlög til varnarmála hafa hinsvegar verið skorin verulega niður undanfarin ár. 5.9.2007 11:07 Myrti mann og skrifaði reifara Pólskur reifarahöfundur hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að fremja morð - á nákvæmlega eins hátt og hann hafði lýst í einni bóka sinna. Í ,,Amok", bók sinni frá árinu 2003, lýsir rithöfundurinn Krystian Bala því í smáatriðum hvernig pólskur kaupsýslumaður er myrtur á hrottalegan hátt. 5.9.2007 10:54 Sprengdi hjákonuna í loft upp Háttsettur kínverskur embættismaður var tekinn af lífi í dag fyrir að myrða hjákonu sína með bílsprengju. Aðeins liði tveir mánuðir á milli morðsins og aftökunnar. Vitorðsmaður hans var einnig tekinn af lífi og annar dæmdur í lífstíðar fangelsi. Málið hefur vakið mikla hneykslan í Kína þar sem spilling embættismanna hefur mjög verið til umræðu undanfarin misseri. 5.9.2007 10:42 Meintar galdranornir brenndar lifandi Nemendur við menntaskóla í Suður-Afríku brenndu lifandi tvær fullorðnar konur sem þeir grunuðu um að hafa lagt bölvun á skóla þeirra. Nemendurnir ruddust inn á heimili kvennanna í Natal héraði að drógu þær út á nærliggjandi íþróttaleikvang. Þar helltu þeir yfir þær bensíni og kveiktu í þeim. 5.9.2007 09:53 Árásirnar mögulega áætlaðar 11. september Varnarmálaráðherra Þýskalands sagði í morgun að yfirvöld hefðu traustar heimildir fyrir því þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem voru handteknir í gær hefðu ætlað að láta til skarar skríða fljótlega. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverkaárásir á flugvöllinn í Frankfurt og á herstöð bandaríkjahers í Ramstein. 5.9.2007 09:44 Hvetja almenning til að forðast sleggjudóma Forsvarsmenn múslima í Danmörku hvetja almenning til að aðstoða lögreglu eins og það getur við rannsókn hryðjuverkamálsins. Eins hvetja þeir til stillingar, og biðja fólk um að dæma ekki alla múslima út frá nokkrum skemmdum eplum. Þá velta erlendir fjölmiðlar nú vöngum um ástæður þess að hryðjuverkamenn hafi hreiðrað um sig í Danmörku. New York times segir að Danmörk hafi allt frá birtingu Múhameðsmyndanna árið 2005 verið hötuð af múslimaheiminum. Breska ríkisútvarpið BBC vill hinsvegar meina að þáttöku Dana í Íraksstríðinu sé um að kenna. 5.9.2007 09:12 Enn ein innköllunin hjá Mattel Leikfangaframleiðandinn Mattell tilkynnti í gær að hann myndi afturkalla fleiri en 800 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem Mattell innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína. Þrjár tegundir Fischer Price leikfanga eru innkallaðar núna, ásamt aukahlutum fyrir Barbie dúkkur. Dúkkurnar sjálfar verða ekki innkallaðar. 5.9.2007 07:25 Fossetts enn leitað Enn hefur ekkert spurst til ævintýramannsins og auðkýfingsins Stevens Fossetts. Fossett týndist eftir að hann tók á loft á eins hreyfils flugvél sinni í blíðskaparveðri frá flugvelli í eyðimörkinni í Nevada á mánudaginn. Hann ætlaði í stuttan flugtúr að leita að svæðum sem hentuðu til þess að setja hraðamet á landi. Fossett á fyrir ýmis met, meðal annars var hann fyrsti maðurinn til að fljúga í einum rykk kringum hnöttinn. 13 flugvélar leita Fossetts nú í eyðimörkinni. en honum hafði láðs að tilkynna um flugáætlun sína. 5.9.2007 07:24 Gaus í Etnu í gær Gos hófst í eldfjallinu Etnu á Sikiley í gærkvöldi. Hraun streymdi niður í óbyggðan dal, en íbúum neðar í hlíðum fjallsins stafaði engin hætta af gosinu. Aska barst yfir nærliggjandi þorp, og flugvellinum í Kataníu í nágrenni fjallsins var lokað af öryggiástæðum en að öðru leyti var ekki gripið til sérstakra ráðstafana vegna eldgossins. Eldgos af þessari stærðargráðu eru algeng í Etnu og valda þau sjaldan miklu tjóni. 5.9.2007 07:24 Þrír grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Þýskalandi Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá menn, grunaða um að skipuleggja hryðjuverkaárásir á flugvöllinn í Frankfurt og á herstöð bandaríkjahers í Ramstein. 5.9.2007 07:21 Fjórir láta lífið af völdum fellibylsins Felix Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fellibylurinn Felix skall á austurströnd Níkaragva í Mið-Ameríku í kvöld. Bylurinn olli miklu tjóni þegar hann gekk yfir borgina Puerto Cabezas í norðurhluta Níkaragva. Rafmagns- og símalínur eyðilögðust og þúsundir þurftu að flýja heimili sín. 4.9.2007 23:24 Vilja blanda saman fósturvísum úr manna- og dýrafrumum Bresk yfirvöld ákveða á morgun hvort þau muni heimila hópi vísindamanna að gera rannsóknir á fósturvísum gerðum úr manna- og dýrafrumum. Vísindamennirnir vilja fá leyfi til að blanda saman frumunum til að rækta stofnfrumur. Markmið tilraunarinnar er að finna nýjar leiðir í læknavísindum. 4.9.2007 23:10 Etna byrjuð að gjósa Eldgos hófst í eldfjallinu Etnu á Sikiley í kvöld en ekki er talið að íbúum í nágrenni fjallsins stafi hætta af gosinu. Logandi hraun streymdi niður hlíðar fjallsins og aska barst yfir nærliggjandi þorp. Um lítið gos er að ræða. 4.9.2007 22:51 Óttast um afdrif Steve Fossett Leit stendur nú yfir að bandaríska auðkýfingnum og ævintýramanninum Steve Fosset en ekkert hefur til hans spurst síðan hann fór á loft í lítilli flugvél í Nevada fylki í Bandaríkjunum í gær. Frá þessu er greint á vefsíðu dagblaðsins Record-Courier í Bandaríkjunum. 4.9.2007 19:53 Tíu ára fangelsi fyrir að heilsa að sið þýskra nasista Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú myndband sem sýnir unga austurríska hermenn heilsa að sið þýskra nasista. Myndbandið var tekið upp á farsíma og sett á Netið. Nasískur áróður er bannaður samkvæmt lögum í Austurríki og gætu hermennirnir átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. 4.9.2007 19:27 Komið í veg fyrir hryðjuverk Komið var í veg fyrir hryðjuverk þegar danska leyniþjónustan handtók í nótt átta grunaða hryðjuverkamenn í Kaupmannahöfn. Mennirnir eru allir sagðir tengjast al Qaeda. 4.9.2007 19:08 Finnar rífast um norrænt samstarf Framtíð norræns samstarfs hefur verið margumrætt efni í Finnlandi. Í sumar birti dagblaðið Helsingin Sanomat greinaflokk um efnið. Umræðan hófst með grein sem Sampsa Saralehti skrifaði og staðhæfði að leggja mætti Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina niður. 4.9.2007 16:17 Hérna eru geiturnar -fljúgum svo Forstöðumenn ríkisflugfélagsins í Nepal fórnuðu tveim geitum síðastliðinn sunnudag til þess að friða skýjaguðinn Akash Bairab. Ástæðan fyrir fórninni var sú að önnur Boeing þota flugfélagsins hafði verið biluð í nokkrar vikur og því þurft að aflýsa mörgum áætlunarferðum. 4.9.2007 16:05 Stóri bróðir vaktaði höfund stóra bróður Breski rithöfundurinn George Orwell, sem bjó til hugtakið "Stóri bróðir," var sjálfur undir eftirliti þessa bróður án þess að hafa um það hugynd. Orwell skrifaði hina frægu bók 1984 um einræðisríki þar sem allir þegnarnir voru undir stöðugu eftirliti. Sumir þeirra voru reyndar jafnari en aðrir. 4.9.2007 14:38 Fótboltabullan fékk skilorðsbundinn dóm Frægasta fótboltabulla Norðurlanda, sem ákærð var fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Dana og Svía á Parken í júní síðastliðnum, var í dag dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í bæjarrétti í Kaupmannahöfn. Auk þess var hinn 29 ára gamli Dani dæmdur til að sinna 40 klukkustundum í samfélagsvinnu og borga sakarkostnað. 4.9.2007 14:31 William Shakespeare veldur umferðarslysi Þrír slösuðust þegar að vatnabuffalói, að nafni William Shakespeare slapp út af engi í Kúmbríu á Englandi og hljóp út á hraðbraut í veg fyrir aðvífandi umferð. 4.9.2007 12:47 Felix nær fullum styrk Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. 4.9.2007 12:23 Þriðja stóra hryðjuverkamálið í Danmörku á tæpum tveimur árum Átta menn voru handteknir í Kaupmannahöfn í nótt - grunaðir um að hafa ætlað að smíða sprengjur sem nota átti til hryðjuverkaárása í Danmörku. Mennirnir eru sagðir tengjast al Kaída. Þetta er þriðja stóra hryðjuverkamálið í Danmörku á tæpum tveimur árum. 4.9.2007 12:13 Meintir hryðjuverkamenn tengdust al-Qaida Mennir sem handteknir voru í Kaupmannahöfn í nótt grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, tengdust alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum, þar meðal forystumönnum innan al-Qaida. Þetta kom fram í máli Jakobs Scharf, yfirmanns dönsku leyniþjónustunnar, á blaðamannafundi í morgun. 4.9.2007 10:28 Efnavopna Ali hengdur innan mánaðar Hæstiréttur í Írak hefur staðfest dauðadóm yfir Ali Hassan al-Majid frænda Saddams Hussein. Yfirsaksóknari í Írak segir að hann verði hengdur innan þrjátíu daga. Ali Hassan er þekktur undir nafninu Efnavopna Ali. Hann er fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi í íraska hernum. Það voru Kúrdar sem gáfu honum nafnið Efnavopna Ali fyrir fjöldamorð á Kúrdum og sjía múslimum meðan Saddam var við völd. 4.9.2007 10:25 Komu Felix beðið Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í Mið Ameríku í nótt og biðu komu felllibyljarins Felix. Um fimmtán þúsund manns komast hvorki lönd né strönd vegna skorts á eldsneyti og verða því að bíða storminn af sér á heimilum sínum. 4.9.2007 07:23 Hryðjuverkaárás afstýrt í Danmörku? Leyniþjónusta Danmerkur, PET, handtók í nótt fjölda fólks, grunað um að undirbúa hryðjuverkaárásir. Gæsluvarðhalds verður krafist yfir minnst tveimur þeirra sem handteknir voru, vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja sprengjuárásir. Í tilkynningu frá leyniþjónustunni segir að hún hafi fylgst með fólkinu í lengri tíma. 4.9.2007 07:17 Bush segir hernaðarleg sjónarmið ráða stærð liðsafla í Írak Ákvörðun um að fækka liðsafla Bandaríkjamanna í Írak mun ráðast af hernaðarlegum sjónarmiðum en ekki pólitískum. Þetta kom fram í ræðu sem George Bush, bandaríkjaforseti, hélt fyrir bandaríska hermenn í Írak í dag. Óvænt heimsókn forsetans til Íraks lauk í kvöld þegar hann hélt áleiðis til Sidney í Ástralíu. 3.9.2007 21:28 Sjá næstu 50 fréttir
Pavarotti er látinn Ítalski stórsöngvarinn Luciano Pavarotti lést nú í morgunsárið á heimili sínu í Modena á Ítalíu, umkringdur fjölskyldu og vinum 6.9.2007 08:28
Fannst nakin og illa farin við vegarkant Lögreglan í Danmörku fann í dag um fertuga konu nærri dauða en lífi við vegarkant við bæinn Roslev á Jótlandi. Konan var flutt á nærliggjandi sjúkrahús þar sem henni er haldið lifandi í öndunarvél. Allt bendir til þess að hún hafi verið beitt hrottalegu ofbeldi. 5.9.2007 23:37
Tugir manna láta lífið í hitabylgju í Kaliforníu Að minnsta kosti 25 hafa látið lífið í mikilli hitabylgju sem hefur gengið yfir suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum síðustu daga. Hiti fór í fyrsta skipti í dag niður fyrir 40 gráður í Los Angeles og mælist nú 38 gráður. Rafmagnslaust varð á stórum svæðum í kjölfar hitabylgjunnar vegna mikillar rafmagnsnotkunar. 5.9.2007 22:59
Flytja allt plútóníum á einn stað Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að flytja allar birgðir af geislavirku plútóníum sem nota má í kjarnorkuvopn til Savannah River í Suður-Karólínu fylki. Er þetta gert til að einfalda öryggisgæslu, draga úr kostnaði og koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Alls verða um þrjú þúsund gámar af plútóníum fluttir á hið nýja öryggissvæðið. 5.9.2007 21:30
Um 200 manns enn saknað í Níkaragva Að minnsta kosti 21 lét lífið þegar fellibylurinn Felix gekk yfir austurströnd Níkaragva í Mið-Ameríku í gær samkvæmt þarlendum yfirvöldum. Um 200 manns er enn saknað en þúsundir heimila eyðilögðust af völdum fellibylsins. 5.9.2007 20:59
Ræningjar með góða þjónustulund Þrír menn sem rændu sportvöruverslun nálægt borginni Montevideo í Úrúgvæ í dag héldu áfram að afgreiða viðskiptavini á meðan á ráninu stóð. Mennirnir lokuðu starfsmenn verslunarinnar inni í bakherbergi og afgreiddu viðskiptavini í tæpan hálftíma áður en þeir hurfu á braut. 5.9.2007 20:27
Flaug með fimm kjarnorkusprengjur fyrir mistök Bandarísk herflugvél flaug fyrir mistök með fimm kjarnorkusprengjur um borð yfir Bandaríkin í síðustu viku. Mistökin uppgötvuðust fyrir tilviljun en yfirmenn flughersins segja að þrátt fyrir þau hafi aldrei verið nein hætta á ferðum. 5.9.2007 19:35
Heilsu Pavarottis hrakar Heilsu stórsöngvarans Lucianos Pavarottis hefur hrakað mjög og ástand hans er nú sagt mjög alvarlegt. Pavarotti þjáist af krabbameini. Læknar sinna honum á heimili hans á Ítalíu. 5.9.2007 19:21
Systir grunaðs hryðjuverkamanns segir dönsku lögregluna ómanneskjulega Það var ómanneskjulegt hvernig lögreglan réðst inná fjölskyldu mína um miðja nótt, segir systir eins þeirra sem var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn, vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. 5.9.2007 18:30
Leigubílstjórar í New York leggja niður vinnu Um 13 þúsund leigubílstjórar í New York borg í Bandaríkjunum héldu sig heima í dag til að mótmæla nýju tölvukerfi sem borgaryfirvöld vilja setja í leigubíla. Ekki urðu miklar truflanir á samgöngum en nú stendur yfir tískuvika þar í borg. Leigubílstjórarnir telja að tölvukerfið muni brjóta á mannréttindum þeirra og auka óþægindi í akstri. 5.9.2007 18:00
Íslendingar kalla herlið sitt heim frá Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að Ísland hætti þáttöku í friðargæslu í Írak. Frá og með fyrsta október verða engir íslenskir friðargæsluliðar í landinu. Með þessari frétt fylgir mynd af íslensku friðargæslusveitinni sem væntanlega verður kölluð heim fyrsta október. 5.9.2007 14:46
Danir halda framhjá í bunkum Fjórir af hverjum tíu Dönum halda framhjá maka sínum einhverntíma ævinnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Könnuðurinn hefur áhyggjur af því að framhjáhald fari að teljast eðlilegt. Konur óttast mest tilfinningaleg tengsl manna sinna við aðrar konur. Karlmenn óttast hinsvegar mest kynferðislegt samneyti kvenna sinna við aðra menn. 5.9.2007 14:19
Bush íhugar heimflutning frá Írak George Bush forseti Bandaríkjanna staðfesti í dag að hann væri byrjaður að hugsa um heimflutning bandarískra hermanna frá Írak, í takt við pólitíska og hernaðarlega þróun þar í landi. Bush sagði þetta á fundi með fréttamönnum í Ástralíu í dag. 5.9.2007 13:18
Stjörnufréttamaður hrapaði á botninn Hún var hröð niðurleiðin hjá danska stjörnufréttamanninum Jeppe Nybroe, hjá danska sjónvarpinu. Fyrir nokkrum mánuðum var hann einn af virtustu fréttamönnum Danmerkur. Í dag er hann atvinnulaus og það eru birtar háðslegar myndir af honum á You Tube. 5.9.2007 13:15
Foreldrar Madeleine að skilja -portúgalskir fjölmiðlar Foreldrar Madeleine McCann eru að því komin að skilja, að sögn fjölmiðla í Portúgal. Hjónin hafa haldið til í Portúgal síðan dóttir þeirra hvarf fyrir tæpum fjórum mánuðum. Þau segjast enn sannfærð um að litla telpan finnist á lífi. Portúgalskir fjölmiðlar virðast orðnir þreyttir á þeim og hafa birt um þau margar særandi fréttir. Gerry og Kate McCann eiga nú í málaferlum við blað sem hélt því blákalt fram að þau hefðu sjálf valdið dauða dóttur sinnar. 5.9.2007 12:51
Danska fótboltabullan mokar inn seðlunum Danska fótboltabullan sem reyndi að kýla dómarann í leik Dana og Svía í Parken í júní hefur selt danskri sjónvarpsstöð einkarétt á sögu sinni og græðir nú á tá og fingri. Hann bætir svo gráu ofan á svart með því að heimta eina milljón króna af öðrum fjölmiðlum fyrir að veita viðtöl -eftir að búið er að sýna þáttinn á dönsku stöðinni. Í danska og sænska knattspyrnusambandinu eru menn æfir af reiði. 5.9.2007 11:37
Höfðu mikið magn efna til sprengjugerðar undir höndum Ríkissaksóknari Þýskalands, Monika Harms, sagði í morgun að mennirnir þrír sem voru handteknir í gær grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk hefðu hlotið þjálfun í Pakistan. Harms sagði á blaðamannafundi um málið að mennirnir hefðu haft undir höndum 680 kíló af vetnisperoxíði til sprengjugerðar. 5.9.2007 11:33
Varnarmálaráðherra Svíþjóðar fór í fússi Varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur sagt af sér vegna deilna við fjármálaráðherrann um framlög til landvarna. Ráðherrarnir eru flokksbræður í hægriflokknum Moderatarna. Svíþjóð heldur úti vel þjálfuðum her búnum hátæknivopnum. Framlög til varnarmála hafa hinsvegar verið skorin verulega niður undanfarin ár. 5.9.2007 11:07
Myrti mann og skrifaði reifara Pólskur reifarahöfundur hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að fremja morð - á nákvæmlega eins hátt og hann hafði lýst í einni bóka sinna. Í ,,Amok", bók sinni frá árinu 2003, lýsir rithöfundurinn Krystian Bala því í smáatriðum hvernig pólskur kaupsýslumaður er myrtur á hrottalegan hátt. 5.9.2007 10:54
Sprengdi hjákonuna í loft upp Háttsettur kínverskur embættismaður var tekinn af lífi í dag fyrir að myrða hjákonu sína með bílsprengju. Aðeins liði tveir mánuðir á milli morðsins og aftökunnar. Vitorðsmaður hans var einnig tekinn af lífi og annar dæmdur í lífstíðar fangelsi. Málið hefur vakið mikla hneykslan í Kína þar sem spilling embættismanna hefur mjög verið til umræðu undanfarin misseri. 5.9.2007 10:42
Meintar galdranornir brenndar lifandi Nemendur við menntaskóla í Suður-Afríku brenndu lifandi tvær fullorðnar konur sem þeir grunuðu um að hafa lagt bölvun á skóla þeirra. Nemendurnir ruddust inn á heimili kvennanna í Natal héraði að drógu þær út á nærliggjandi íþróttaleikvang. Þar helltu þeir yfir þær bensíni og kveiktu í þeim. 5.9.2007 09:53
Árásirnar mögulega áætlaðar 11. september Varnarmálaráðherra Þýskalands sagði í morgun að yfirvöld hefðu traustar heimildir fyrir því þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem voru handteknir í gær hefðu ætlað að láta til skarar skríða fljótlega. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverkaárásir á flugvöllinn í Frankfurt og á herstöð bandaríkjahers í Ramstein. 5.9.2007 09:44
Hvetja almenning til að forðast sleggjudóma Forsvarsmenn múslima í Danmörku hvetja almenning til að aðstoða lögreglu eins og það getur við rannsókn hryðjuverkamálsins. Eins hvetja þeir til stillingar, og biðja fólk um að dæma ekki alla múslima út frá nokkrum skemmdum eplum. Þá velta erlendir fjölmiðlar nú vöngum um ástæður þess að hryðjuverkamenn hafi hreiðrað um sig í Danmörku. New York times segir að Danmörk hafi allt frá birtingu Múhameðsmyndanna árið 2005 verið hötuð af múslimaheiminum. Breska ríkisútvarpið BBC vill hinsvegar meina að þáttöku Dana í Íraksstríðinu sé um að kenna. 5.9.2007 09:12
Enn ein innköllunin hjá Mattel Leikfangaframleiðandinn Mattell tilkynnti í gær að hann myndi afturkalla fleiri en 800 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem Mattell innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína. Þrjár tegundir Fischer Price leikfanga eru innkallaðar núna, ásamt aukahlutum fyrir Barbie dúkkur. Dúkkurnar sjálfar verða ekki innkallaðar. 5.9.2007 07:25
Fossetts enn leitað Enn hefur ekkert spurst til ævintýramannsins og auðkýfingsins Stevens Fossetts. Fossett týndist eftir að hann tók á loft á eins hreyfils flugvél sinni í blíðskaparveðri frá flugvelli í eyðimörkinni í Nevada á mánudaginn. Hann ætlaði í stuttan flugtúr að leita að svæðum sem hentuðu til þess að setja hraðamet á landi. Fossett á fyrir ýmis met, meðal annars var hann fyrsti maðurinn til að fljúga í einum rykk kringum hnöttinn. 13 flugvélar leita Fossetts nú í eyðimörkinni. en honum hafði láðs að tilkynna um flugáætlun sína. 5.9.2007 07:24
Gaus í Etnu í gær Gos hófst í eldfjallinu Etnu á Sikiley í gærkvöldi. Hraun streymdi niður í óbyggðan dal, en íbúum neðar í hlíðum fjallsins stafaði engin hætta af gosinu. Aska barst yfir nærliggjandi þorp, og flugvellinum í Kataníu í nágrenni fjallsins var lokað af öryggiástæðum en að öðru leyti var ekki gripið til sérstakra ráðstafana vegna eldgossins. Eldgos af þessari stærðargráðu eru algeng í Etnu og valda þau sjaldan miklu tjóni. 5.9.2007 07:24
Þrír grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Þýskalandi Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá menn, grunaða um að skipuleggja hryðjuverkaárásir á flugvöllinn í Frankfurt og á herstöð bandaríkjahers í Ramstein. 5.9.2007 07:21
Fjórir láta lífið af völdum fellibylsins Felix Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fellibylurinn Felix skall á austurströnd Níkaragva í Mið-Ameríku í kvöld. Bylurinn olli miklu tjóni þegar hann gekk yfir borgina Puerto Cabezas í norðurhluta Níkaragva. Rafmagns- og símalínur eyðilögðust og þúsundir þurftu að flýja heimili sín. 4.9.2007 23:24
Vilja blanda saman fósturvísum úr manna- og dýrafrumum Bresk yfirvöld ákveða á morgun hvort þau muni heimila hópi vísindamanna að gera rannsóknir á fósturvísum gerðum úr manna- og dýrafrumum. Vísindamennirnir vilja fá leyfi til að blanda saman frumunum til að rækta stofnfrumur. Markmið tilraunarinnar er að finna nýjar leiðir í læknavísindum. 4.9.2007 23:10
Etna byrjuð að gjósa Eldgos hófst í eldfjallinu Etnu á Sikiley í kvöld en ekki er talið að íbúum í nágrenni fjallsins stafi hætta af gosinu. Logandi hraun streymdi niður hlíðar fjallsins og aska barst yfir nærliggjandi þorp. Um lítið gos er að ræða. 4.9.2007 22:51
Óttast um afdrif Steve Fossett Leit stendur nú yfir að bandaríska auðkýfingnum og ævintýramanninum Steve Fosset en ekkert hefur til hans spurst síðan hann fór á loft í lítilli flugvél í Nevada fylki í Bandaríkjunum í gær. Frá þessu er greint á vefsíðu dagblaðsins Record-Courier í Bandaríkjunum. 4.9.2007 19:53
Tíu ára fangelsi fyrir að heilsa að sið þýskra nasista Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú myndband sem sýnir unga austurríska hermenn heilsa að sið þýskra nasista. Myndbandið var tekið upp á farsíma og sett á Netið. Nasískur áróður er bannaður samkvæmt lögum í Austurríki og gætu hermennirnir átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. 4.9.2007 19:27
Komið í veg fyrir hryðjuverk Komið var í veg fyrir hryðjuverk þegar danska leyniþjónustan handtók í nótt átta grunaða hryðjuverkamenn í Kaupmannahöfn. Mennirnir eru allir sagðir tengjast al Qaeda. 4.9.2007 19:08
Finnar rífast um norrænt samstarf Framtíð norræns samstarfs hefur verið margumrætt efni í Finnlandi. Í sumar birti dagblaðið Helsingin Sanomat greinaflokk um efnið. Umræðan hófst með grein sem Sampsa Saralehti skrifaði og staðhæfði að leggja mætti Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina niður. 4.9.2007 16:17
Hérna eru geiturnar -fljúgum svo Forstöðumenn ríkisflugfélagsins í Nepal fórnuðu tveim geitum síðastliðinn sunnudag til þess að friða skýjaguðinn Akash Bairab. Ástæðan fyrir fórninni var sú að önnur Boeing þota flugfélagsins hafði verið biluð í nokkrar vikur og því þurft að aflýsa mörgum áætlunarferðum. 4.9.2007 16:05
Stóri bróðir vaktaði höfund stóra bróður Breski rithöfundurinn George Orwell, sem bjó til hugtakið "Stóri bróðir," var sjálfur undir eftirliti þessa bróður án þess að hafa um það hugynd. Orwell skrifaði hina frægu bók 1984 um einræðisríki þar sem allir þegnarnir voru undir stöðugu eftirliti. Sumir þeirra voru reyndar jafnari en aðrir. 4.9.2007 14:38
Fótboltabullan fékk skilorðsbundinn dóm Frægasta fótboltabulla Norðurlanda, sem ákærð var fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Dana og Svía á Parken í júní síðastliðnum, var í dag dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í bæjarrétti í Kaupmannahöfn. Auk þess var hinn 29 ára gamli Dani dæmdur til að sinna 40 klukkustundum í samfélagsvinnu og borga sakarkostnað. 4.9.2007 14:31
William Shakespeare veldur umferðarslysi Þrír slösuðust þegar að vatnabuffalói, að nafni William Shakespeare slapp út af engi í Kúmbríu á Englandi og hljóp út á hraðbraut í veg fyrir aðvífandi umferð. 4.9.2007 12:47
Felix nær fullum styrk Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. 4.9.2007 12:23
Þriðja stóra hryðjuverkamálið í Danmörku á tæpum tveimur árum Átta menn voru handteknir í Kaupmannahöfn í nótt - grunaðir um að hafa ætlað að smíða sprengjur sem nota átti til hryðjuverkaárása í Danmörku. Mennirnir eru sagðir tengjast al Kaída. Þetta er þriðja stóra hryðjuverkamálið í Danmörku á tæpum tveimur árum. 4.9.2007 12:13
Meintir hryðjuverkamenn tengdust al-Qaida Mennir sem handteknir voru í Kaupmannahöfn í nótt grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, tengdust alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum, þar meðal forystumönnum innan al-Qaida. Þetta kom fram í máli Jakobs Scharf, yfirmanns dönsku leyniþjónustunnar, á blaðamannafundi í morgun. 4.9.2007 10:28
Efnavopna Ali hengdur innan mánaðar Hæstiréttur í Írak hefur staðfest dauðadóm yfir Ali Hassan al-Majid frænda Saddams Hussein. Yfirsaksóknari í Írak segir að hann verði hengdur innan þrjátíu daga. Ali Hassan er þekktur undir nafninu Efnavopna Ali. Hann er fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi í íraska hernum. Það voru Kúrdar sem gáfu honum nafnið Efnavopna Ali fyrir fjöldamorð á Kúrdum og sjía múslimum meðan Saddam var við völd. 4.9.2007 10:25
Komu Felix beðið Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í Mið Ameríku í nótt og biðu komu felllibyljarins Felix. Um fimmtán þúsund manns komast hvorki lönd né strönd vegna skorts á eldsneyti og verða því að bíða storminn af sér á heimilum sínum. 4.9.2007 07:23
Hryðjuverkaárás afstýrt í Danmörku? Leyniþjónusta Danmerkur, PET, handtók í nótt fjölda fólks, grunað um að undirbúa hryðjuverkaárásir. Gæsluvarðhalds verður krafist yfir minnst tveimur þeirra sem handteknir voru, vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja sprengjuárásir. Í tilkynningu frá leyniþjónustunni segir að hún hafi fylgst með fólkinu í lengri tíma. 4.9.2007 07:17
Bush segir hernaðarleg sjónarmið ráða stærð liðsafla í Írak Ákvörðun um að fækka liðsafla Bandaríkjamanna í Írak mun ráðast af hernaðarlegum sjónarmiðum en ekki pólitískum. Þetta kom fram í ræðu sem George Bush, bandaríkjaforseti, hélt fyrir bandaríska hermenn í Írak í dag. Óvænt heimsókn forsetans til Íraks lauk í kvöld þegar hann hélt áleiðis til Sidney í Ástralíu. 3.9.2007 21:28