Fleiri fréttir

Bandarískur almenningur óánægður með þingið

Bandarískur almenningur er ekki hrifinn af stjórn demokrata á þingi landsins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er aðeins einn af hverjum fimm ánægður. Það er jafnvel verri einkunn en George Bush fær hjá þjóðinni. Demokratar unnu meirihluta í báðum deildum í janúar síðastliðnum og hafa síðan gert hvað þeir hafa getað til þess að þvælast fyrir forsetanum.

Bush í óvæntri heimsókn í Írak

George Bush forseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Íraks, í dag. Robert Gates, varnarmálaráðherra landsins er með honum í ferðinni. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að forsetinn og ráðherrann muni eiga fundi með æðstu foringjum hersins í Írak.

Tjónið á Norðurbrú eftir mótmælin nemur tugum milljóna

Talið er að tjónið og eyðileggingin vegna mótmælanna á Norðurbrú í Kaupmannahöfn um helgina nemi tugum milljónum króna og eru íbúar og verslunareigendur á Norðurbrú orðnir langþreyttir á ástandinu. Sextíu og fjögur ungmenni voru handtekin aðfaranótt sunnudags og þrjú þeirra sitja í fangelsi.

Ahmadinejad „sannar" að ekki verði ráðist inn í Íran

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans segist þess fullviss að Bandaríkin muni ekki ráðast inn í landið þrátt fyrir sögusagnir um að slík aðgerð sé yfirvofandi. Hann vísar í hæfileika sína sem verkfræðings og staðfasta trú á orð guðs máli sínu til stuðnings.

Fáránlega frábærir

Elsa María Jakobsdóttir sjónvarpskona mætir alltaf með rafmagnskjuða í partí. „Ég sá kjuðana fyrst á www.iwantoneofthose.com þar sem eru margir frábærir og fáránlegir hlutir sem eru mispraktískir. Einar Baldvin vinur minn pantaði þá og gaf mér í jólagjöf,“ segir Elsa María, umsjónarmaður í nýjum menningarþætti Sjónvarpsins sem heitir 07-08, bíó og leikhús.

Það er þetta með hann séra Jón

Mikil heræfing var haldin á Íslandi í síðasta mánuði. Meðal annars voru sendar hingað þrjár orrustuþotur....gott ef þær voru ekki fjórar. Í dag hófst heræfing NATO í Noregi. Norska blaðið Aftenposten upplýsir að yfir eitthundrað herflugvélar verði á lofti yfir Noregi dag og nótt til fimmtánda september.

Á skilið að deyja fyrir að eyðileggja orðstír Tælands

Tælenskur maður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að myrða tvær rússneskar konur sem sátu á Pattaya ströndinni og fylgdust með sólarupprásinni. Morðin voru framin í febrúar síðastliðnum. Ekki hefur verið gefin ástæða fyrir ódæðinu, ef hún var þá einhver. Ofursti í Tælensku lögreglunni sagði að morðinginn ætti dauðadóminn skilið fyrir að hafa eyðilagt orðstír landsins.

Sjálfsvíg í Páfagarði

Tuttugu og fimm ára gamall lögreglumaður í Páfagarði lést í dag af skotsárum og er talið að hann hafi framið sjálfsvíg. Lögreglusveit Páfagarðs er talin til úrvalssveita og meðlimir hennar vandlega valdir og þjálfaðir. Ekki síst er fylgst með andlegri heilsu þeirra eftir mikið ofbeldisverk sem var framið í Páfagarði árið 1998.

Yfirtökur hafnar í Zimbabwe

Ríkisstjórn Zimbabwes hefur yfirtekið 49 prósenta hlut bandaríska matvælarisans Heinz í stærsta matarolíuframleiðanda landsins. Fyrir þennan hlut voru greiddar 6,8 milljónir dollara. Þetta er fyrsta stóra yfirtakan í Zimbabwe eftir að Robert Mugabe lýsti því yfir að heimamenn myndu fá meiri stjórn á erlendum fyrirtækjum sem starfa í landinu.

Páfi hvetur til umhverfisverndar

Íklæddur grænum hökli hvatti Benedikt páfi í gær hálfa milljón ungmenna sem voru saman komin á umhverfisverndarhátíð á Ítalíu til að bjarga jörðinni áður en það væri um seinan. Í ræðu páfa voru innan um hefðbundnari tilmæli um að viðhalda fjölskyldugildum og lifa dyggðugu lífi ábendingar um að fara betur með umhverfið. Þá bauð páfi upp á meira en innantóm orð. Hann hyggst koma fyrir sólarrafhlöðum í Vatíkaninu, og mun greiða fyrir skógræktarverkefni til að vinna á móti kolefnislosun höfuðstöðva kaþólsku kirkjunnar.

Fellibylurinn Felix sækir í sig veðrið

Hitabeltisstormurinn Felix sækir í sig veðrið og er nú orðinn fimmta stigs fellibylur. Hann fór í nótt þvert yfir suður Karíbahaf og stefnir hraðbyri á Yukatan skaga í Mexíkó. Vindhraði í bylnum er nú um 270 kílómetrar á klukkustund. Stutt er síðan fellibylurinn Dean reið yfir karíbahafið og Miðameríku með þeim afleiðingum að 27 manns létust. Hann var einnig fimmta stigs, en svo sterkir fellibyljir eru afar sjaldgæfir.

Fótboltabullur réðust að 14 ára dreng í Danmörku

Hópur drukkinna áhangenda AGF fótboltaliðsins í Danmörku réðst að fjórtán ára dreng af írökskum uppruna í lest á leið til Árhúsa í gær. Hvorki lestarstjórinn né aðrir starfsmenn lestarinnar brugðust við þegar mennirnir hreyttu fúkyrðum og hentu rusli í drenginn og rúmlega áttræða konu sem ferðaðist með honum. Aðrir áhangendur liðsins komu drengnum til bjargar, en enginn slasaðist í hamagangnum.

Óhefðbundin hetja

Ungur glæpamaður sem notar snilligáfu sína til að ræna og drepa er fremur óhefðbundin hetja í unglingabókum. Írski rithöfundurinn Eoins Colfers skrifar bækurnar um Artemis Fowl í þeim tilgangi að fá drengi til að lesa.

Þjóðarmorð eru að eiga sér stað í Darfur

Þjóðarmorð eru að eiga sér stað í héraðinu Darfur í Súdan og umheimurinn bregst allt of hægt við. Þetta segir ljósmyndari sem farið hefur reglulega um svæðið síðustu tvo áratugi. Hann segir íbúa flýja undan hersveitum sem brenni ofan af þeim húsin og drepi þá sem ekki nái að flýja.

Ætla að leggja niður kjarnorkuver sín

Norður-Kóreustjórn ætlar að leggja niður kjarnorkuver sín fyrir árslok. Á sama tíma berast fréttir af því að Bandaríkjamenn séu að undirbúa árás á Íran.

Aftur boðað til mótmæla á Norðurbrú í kvöld

Ungmenni í Kaupmannahöfn ætla að halda mótmælaaðgerðum áfram í kvöld til að knýja á um nýtt Ungdómshús. Í gærkvöldi voru rúmlega 60 manns handteknir í óeirðum á Norðurbrú. Umfang átakanna kom dönsku lögreglunni í opna skjöldu.

Bush forseti ætlar að eyða ellinni í Dallas

George Bush bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki viljað ræða mikið um hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti á næsta ári. Nú hefur hann sagt rithöfundinum Robert Draper að hann hyggist eyða ellinni í Dallas í Texas. Og ef honum leiðist mun hann hoppa upp í bílinn og keyra á nálægan búgarð sinn.

Hákarl veldur skelfingu í Queens

Tveggja metra langur hákarl olli töluverðri skelfingu á vinsælli baðströnd við hverfið Queens í New York um helgina. Strandverðir ráku alla baðgesti upp á land um leið og bakuggi hákarlsins sást skera vatnið rétt fyrir utan fjöruborðið í gærdag.

Báðu þjóð sína afsökunar

Nítján suður-kóreskir gíslar, sem voru í haldi Talibana í Afganistan í sex vikur, báðu þjóð sína afsökunar í dag á öllum vandræðunum sem þeir orsökuðu.

Danir vilja sjálfstæði Grænlands

Þrír af hverjum fjórum Dönum vilja að Grænlendingar fái fullt sjálfstæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem birt var á vef danska blaðsins Politiken. Sextíu og þrjú prósent segjast vilja að Grænlendingar ráði sjálfir yfir málmi olíu og örðum auðlindum sem finnast á grænlenskum hafsbotni.

Átök á Norðurbrú vegna Ungdómshússins

Sextíu og þrír voru handteknir í óeirðum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Þúsund ungmenni söfnuðust saman til að minnast þess að hálft ár var í gær liðið frá því að Ungdómshúsið var rifið.

Fórnarlambanna í Beslan minnst

Syrgjandi aðstandendur og íbúar í bænum Beslan í Rússlandi minntust þess í dag að þrjú ár eru frá því að gíslataka uppreinsnarmanna í barnaskóla í bænum endaði með skelfingu. Þrjú hundruð þrjátíu og tveir létu lífið, flestir þeirra börn.

Næringarskortur vaxandi vandamál í Darfur

Næringarskortur er vaxandi vandamál í héraðinu Darfur í Súdan á sama tíma og erfitt hefur reynst fyrir hjálparstarfsmenn að aðstoða þá sem hvað verst hafa orðið úti.

Fellibylurinn Felix í uppsiglingu á Karabíska hafinu

Gefin hefur verið út aðvörun vegna hitabeltisstormsins Felix sem er í uppsiglingu á Karabíska hafinu. Er þetta sjötti stormurinn sem hlotið hefur nafn á fellibyljatímabilinu í ár. Að sögn Fellibylsmiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum er Felix nú staddur um 130 km vestnorðvestur af Granada og færist í vesturátt á um 30 km hraða á klukkustund.

Talibanar segjast hafa fengið yfir milljarð kr. fyrir gíslana

Háttsettur meðlimur Talibana segir í samtali við Reuters í dag að þeir hafi fengið 20 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða kr. fyrir suðurkóreansku gíslana sem þeir létu lausa í vikunni. Jafnframt fylgir með í fréttinni að þetta fé ætli Talibanar að nota til vopnakaupa. Talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu segir þetta vera rangt og að ekkert fé hafi verið borgað fyrir gíslana.

Dýrar eignir renna út í Danmörku

Dýrustu íbúðarvillurnar í Danmörku selja sig næstum sjálfar. Fréttavefur Jyllands Posten greinir frá því að íbúðarhús sem seld eru á nærri þrjú hundruð milljónir íslenskra króna í Danmörku renni út á meðan mun hægar gangi að selja helmingi ódýrari eignir.

Veðmálavefir geta auglýst í sjónvarpi í Bretlandi

Lögum sem lúta að veðmöngurum og spilavítum í Bretlandi hefur verið breytt en frá og með deginum í dag geta slíkir aðilar auglýst bæði í sjónvarpi og útvarpi. Það sama á við um vefsíður sem bjóða upp á veðmál en þær má nú í fyrsta skipti hýsa í Bretlandi.

Chavez gerist sáttasemjari

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að taka að sér hlutverk sáttasemjara milli kólumbískra uppreisnarmanna og stjórnvalda þar í landi. Samið verður um lausn gísla sem uppreisnarmenn hafa undir höndum. Chavez tilkynnti áformin eftir samræður við Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu.

Tanni kóngur dró 300 tonna járnbrautarlest

Malasíumaður sem ber viðurnefnið Tanni kóngur náði að draga sjö vagna járnbrautarlest í vikunni með stálvír sem hann beit saman í munni sínum. Þetta mun vera mesta þyngd sem maður hefur dregið með tönnunum einum saman.

Þjóðverjanna ákaft saknað

Ættingjar Þjóðverjanna tveggja sem týndust á Svínafellsjökli vilja koma á framfæri þakklæti sínu til leitarfólks. Annar þeirra hefði orðið 25 ára í dag.

Lífsglöð, örlát og besta móðir í heimi

Bretar og fjölmargir aðdáendur Díönu prinsessu víða um heim minntust þess í gær að tíu ár voru liðin frá andláti hennar í umferðarslysi í París. Konungsfjölskyldan í Bretlandi minntist hennar með minningar­athöfn í Kensingtonhöll í London.

Sjá næstu 50 fréttir