Fleiri fréttir

Baráttan við alnæmi er að tapast

Heimurinn er að tapa baráttunni við alnæmi. Þetta segir einn helsti ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta í alnæmismálum. Hann segir að þrátt fyrir framfarir á sviði lækninga á sjúkdómnum þá sýkist árlega mun fleiri af alnæmi en hægt sé að hjálpa. Tuttugu og fimm milljónir manna hafa látist af völdum alnæmis í heiminum.

Þúsundir Breta án vatns og rafmagns eftir flóð

Björgunarsveitarmenn hafa í allan dag aðstoða fórnarlömb flóða nærri Gloucsterskíri í Bretlandi. Þúsundir manna eru nú án rafmagns og drykkjarvatns í einum mestu flóðum sem mælst hafa í Bretlandi í áratugi.

Ódýrara er auga en augu

Erlingur Brynjúlfsson hefur um nokkurt skeið rannsakað tölvusjón. Markmiðið er að geta búið til þrívíddarlíkön með einni venjulegri myndavél og reiknislíkani.

Allur pakkinn í Sony Center

Breytingar gerðar á starfsemi Sony Center í Kringlunni. Til stendur að auka úrval svokallaðra „high-end" vara og auka um leið þjónustu.

Írakar reyna að setja niður deilur sínar

Fimm helstu stjórnmálaleiðtogar Íraks munu setjast saman á fund í þessari viku til þess að reyna að binda enda á það pólitíska neyðarástand sem hefur lamað þjóðina í marga mánuði. Þar munu hittast leiðtogar kúrda og sjía og súnní múslima. Þeir munu meðal annars ræða um skiptingu á tekjum af olíuframleiðslu og um yfirráðasvæði hvers hóps fyrir sig.

Skotið, klippt og upphalað beint

Talið er að nýi Samsung SCH-B750-farsíminn verði búinn ýmsum spennandi eiginleikum, meðal annars getunni til að taka upp hreyfimyndir, klippa þær og upphala á netið án milligöngu tölvu.

Gordon Brown útilokar ekki hernað gegn Íran

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokar ekki að hervaldi verði beitt til þess að fá Íran til þess að hætta kjarnorkuvopnaframleiðslu. Hann telur hinsvegar að refsiaðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt muni duga til þess að fá Írana ofan af fyrirætlunum sínum.

Libya heimtar hátt lausnargjald fyrir hjúkrunarfólk

Libya vill fá fullt stjórnmálasamband við ríki Evrópusambandsins í skiptum fyrir fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestinskan lækni sem hafa verið þar í fangelsi í átta ár. Þau eru sökuð um að hafa vísvitandi smitað yfir 400 libysk börn af eyðni og voru dæmd til dauða. Libyumenn krefjast einnig hárra skaðabóta og efnahagsaðstoðar.

Þúsundir heimila á rafmagns og drykkjarvatns í Englandi

Hátt í fimmtíu þúsund heimili eru án rafmagns og fjöldi fólks er án drykkjarvatns eftir miklar rigningar og flóð í vesturhluta Englands. Talið er að tryggingafélögin geti á endanum staðið frammi fyrir því að þurfa að greiða út hátt í tvö hundruð og fimmtíu milljarða króna í bætur vegna flóðanna.

Flokkur Erdogans vann stórsigur í kosningum í Tyrklandi

Forsætisráðherra Tyrklands ætlar að halda áfram endurbótum í landinu og vinna að inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið. Flokkur Erdogans forsætisráðherra vann sigur í þingkosningum í Tyrklandi í gær.

Flugfélag til sölu -ódýrt

Ítalir eru nú svo örvæntingafullir að þeir eru tilbúnir til þess að selja ríkisflugfélagið Alitalia hverjum sem er, hvort sem það eru Eskimóar eða Kínverjar. Evrópuráðherra landsins, Emma Bonino lét þessi orð falla á blaðamannafundi þar sem fjallað var um flugfélagið.

Forsetafrú Frakklands reynir að frelsa sex heilbrigðisstarfsemnn

Sendinefnd frá Evrópusambandinu og Cecilia Sarkozy, eiginkona forseta Frakklands, héldu í morgun til Líbíu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að sleppa sex heilbrigðisstarfsmönnum sem þar eru í haldi. Fólkið hefur verið fangelsi í Líbíu síðan 1999 en það er sakað um að hafa sýkt 460 börn með HIV-smituðu blóði.

Tíu láta lífið í sprengjuárásum í Bagdad

Að minnsta kosti tíu létu lífið og fimmtán særðust í tveimur sprengjuárásum í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunum var komið fyrir í bílum og sprakk önnur þeirra fyrir framan stjórnarskrifstofu en hin við fjölfarna verslunargötu.

Fyrrverandi konungur Afganistan látinn

Fyrrverandi konungur Afganistan, Mohammad Zahir Shah, lést í morgun 92 ára að aldri. Shah var konungur Afgana í fjörtíu ár eða frá árinu 1933 til 1973 þegar hann var settur frá völdum.

Herflugvél hrapar

Einn maður lét lífið þegar indónesísk herflugvél hrapaði á eyjunni Java í morgun aðeins mínútum eftir að hún hafði farið á loft. Vélin sem er orrustuvél af gerðinni OV-10 Bronco fór niður skammt frá flugvellinum í borginni Malanga á austurhluta Jövu.

Fundu líkamsleifar barna og fóstra

Lögreglan á Indlandi fann í morgun um þrjátíu poka sem innhéldu líkamsleifar ungra barna og kvenkynsfóstra.Pokarnir fundust í brunni skammt frá einkarekinni læknamiðstöð í Orissa héraði.

Fimm skotnir til bana í Fíladelfíu í dag

Fimm voru skotnir til bana á innan við sex klukkustundum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum fyrr í dag. Þrír hinna látnu voru myrtir á öldurhúsi í nágrenni við heimili þeirra. Alls hafa 232 verið myrtir í Fíladelfíu það sem af er ári og hafa ekki verið framin fleiri morð í meira en áratug. Enginn hefur verið handtekinn vegna skotárásanna í dag.

Hómer og fjölskylda mætt til Vermont

Heimabær Hómers, Marge, Barts, Lísu og Maggie, Springfield í Vermont í Bandaríkjunum, var valinn gestgjafi frumsýningar kvikmyndarinnar um fjölskylduna vinsælu, The Simpsons Movie.

Óbreytt stjórnarástand í Tyrklandi

Allt stefnir í að ráðandi stjórnmálaflokkur Tyrklands, íslamski AK flokkur Erdogan forsætisráðherra, hljóti sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Samkvæmt nýjustu tölum er flokkurinn nú með þriðjung atkvæða, en í fyrstu talningu var flokkurinn með tæp fimmtíu og tvö prósent atkvæða.

Talíbanar enn með Suður-Kóreumenn í haldi

Varnarmálaráðherra Afghanistans sagði í dag að svæðið sem talið er að Talibanar haldi tuttugu og þremur suður Kóreumönnum hafi verið umkringt. Talibanar hafa framlengt fresti Suður Kóreumanna til að draga herlið sitt til baka frá Afghanistan.

Flóð víða um heim

Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt.

Stjórnmálaflokkar í Venesúela að renna saman í einn

Allt stefnir í að innan skamms starfi aðeins einn stjórnmálaflokkur í Venesúela. Haldinn hefur verið fundur með fulltrúum allra þingflokka þar sem drög voru lögð að samruna flokkanna í einn stóran sósíalistaflokk á bak við forseta landsins, Hugo Chavez.

Feitur Búdda skekur smábæ á Englandi

Viðskiptajöfur nokkur hefur mætt harðri andstöðu í smábænum Durham á Englandi vegna nafnagiftar á veitingastað sem hann hyggst opna þar í bæ. Hann vill kalla stað sinn Fat Buddha, eða feiti Búdda. Bæjarstjórnin í Durham telur að nafnið muni særa Búddatrúað fólk og hefur krafist þess að því verði breytt.

Útlit fyrir óbreytt stjórnarástand í Tyrklandi

AK flokkurinn hefur hlotið rúm 48% atkvæða í kosningunum sem fram fóru í Tyrklandi í dag, þegar rúm 58% atkvæði hefur verið talin. Samkvæmt heimildum Associated Press fréttastofunnar hafa tveir aðrir flokkar fengið meira en 10% atkvæða. Það eru vinstri flokkurinn CHP og öfga-þjóðernisflokkurinn MHP.

Sjálfstýrðir bílar í framför

Þróun sjálfstýrðra bifreiða þýtur fram þessa dagana. Að öllum líkindum er þess ekki lengi að bíða að slíkir bílar komi á almennan markað.

Talíbanar gefa afgönskum stjórnvöldum lengri frest

Talsmaður Talíbana, Qari Yousef Ahmadi, sagði fyrr í dag að frestur afganskra stjórnvalda til að leysa úr haldi 23 talíbanska fanga yrði framlengdur til morguns. Mannræningjarnir hafa hótað að myrða 23 suður-kóreska gísla sleppi afgönsk stjórnvöld ekki föngunum.

Manntjón varð þegar lest skall á hópferðabíl

Átta manns létust og á þriðja tug slösuðust þegar lest rakst á hópferðabíl í Gura Ocnitei í Rúmeníu. Slysið varð rétt fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Lestin skall á vinstri hlið bílsins og dró hann þrjú hundruð metra eftir veginum.

Orðið hæsta hús í heimi

Ókláraður skýjakljúfur í Dúbai, Burj Dubai, er orðinn hæsta hús í heimi, fullyrða verkfræðingar sem koma að verkinu. Segja þeir turninn kominn yfir 512 metra, eða fjórum metrum hærri en hingað til hæsta hús í heimi, Taipei 101 turninn í Tævan.

Flæddi inn í 80 þúsund byggingar

Flóð halda áfram í Bretlandi í dag eftir úrhellisrigningar helgarinnar. Í morgun flæddi aftur yfir sum svæði Oxfordskíris. Aðstæður eru víða hættulegar, en hjálparsveitir björguðu hundruð manna í morgun og þurfti bæði báta og þyrlur til björgunarstarfsins. Flætt hefur inn í um 80 þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af flóðunum.

Clinton vill tryggja Afríkubúum malaríulyf

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er að hefja tilraunaverkefni sem miðar að því að auka aðgengi að nýjum malaríulyfjum í Tansaníu. Á hverju ári látast 3 milljónir manna af völdum malaríu og 300 milljónir veikjast alvarlega. Níutíu prósent dauðsfalla eru í Suður-Afríku og Sahara.

Hundrað manns létust í óveðri í Kína

Óveður varð að minnsta kosti 100 manns að bana í Kína í síðustu viku. Í Austur-Shandong héraði hafa 40 látíst síðan á miðvikudag. Þá hafa fjörutíu lík fundist við Chongqing eftir flóð og aurskriður. Fjölda manns er saknað þar.

Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið og hoppað að nýju eftir 12 ára bið

„Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum.

Kosið í Tyrklandi

Þingiskosningar hófust í Tyrklandi í morgun. Þær þykja skipta sköpum í átökum milli veraldlega sinnaðra Tyrkja sem styðja aðskilnað ríkis og íslam, og trúaðra múslima. Gripið var til þess að halda þingiskosningar þar sem þingið komst ekki að samkomulagi um frambjóðendur til forseta.

Suður-kóresku gíslarnir enn í haldi

Öryggissveitir hafa umkringt staðinn þar sem Talibanar halda suður kóreskum gíslum í Ghazni héraði í Afghanistan. Ekki hefur verið ráðist til atlögu með hervaldi til að frelsa gíslana, en talsmaður talibana sagði í gær að yrði það reynt myndu allir gíslarnir verða teknir af lífi.

Lík annars Þjóðverjans fundið í Afghanistan

Öryggissveitir hafa umkringt staðinn þar sem Talibanar halda 18 suður kóreskum gíslum í Ghazni héraði í Afghanistan. Ekki hefur verið ráðist til atlögu með hervaldi til að frelsa gíslana, en talsmaður talibana sagði í gær að yrði það reynt myndu allir gíslarnir verða teknir af lífi. Lík þjóðverja sem talibanarnir höfðu í haldi fannst í morgun.

20 manns farast í rútuslysi í Frakklandi

20 manns fórust í rútuslysi á suðurausturströnd Frakklands, nálægt bænum Grenoble í morgun. Um borð í rútunni voru 50 pólskir pílagrímar á leið til bæjarins La Mure og var rútan á leið niður bratta brekku þegar hún ók útaf veginum, hrapaði niður gljúfur þar sem hún varð alelda á svipstundu. Talið er að bremsubúnaður rútunnar hafi bilað sem varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á henni.

Herinn kallaður til vegna flóða í Bretlandi

Óveður og úrhellisrigning í gærkvöldi og nótt orsökuðu flóð á stórum svæðum í Bretlandi. Algjört umferðaröngþveiti skapaðist á helstu hraðbrautum Englands. Fjöldi ökumanna og farþega þurfti að gista í bílum sínum en helgin er ein mesta ferðahelgi sumarsins. Herinn og björgunarsveitir hafa unnið að því í allan dag að koma fólki til hjálpar.

Þrír meintir hryðjuverkamenn handteknir í Ítalíu

Ítalska lögreglan hefur handtekið þrjá Marokkóbúa sem grunaðir eru um að starfrækja hryðjuverkaskóla í borginni Perugia. Þeir leita nú fjórða mannsins, en talið er að hann hafi flúið Ítalíu.

Íslendingur uppgötvar óstöðvandi leikaðferð í dammtafli

Fjölmiðlar víða um heim greina frá því að með sérstökum tölvuhugbúnaði hafi verið fundin leikaðferð í dammtafli sem ekki getur ekki endað með öðru en sigri. Íslenskur vísindamaður, dr. Yngvi Björnsson, tók þátt í smíði hugbúnaðarins.

Afganar segja þýsku gíslana á lífi

Utanríkisráðherra Afghanistan segir ekki rétt að talibanar hafi tekið tvo þýska gísla af lífi. Annar hafi látist úr hjartaáfalli, en hinn sé enn lifandi. Mannræningjarnir tóku 23 aðila í gíslingu í vikunni og hótuðu að taka þá alla af lífi í dag ef talibönum í afgönskum fangelsum yrði ekki sleppt og þjóðirnar tvær drægju ekki herlið sitt til baka frá Afghanistan.

Mars-jeppar í kröppum dansi

Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð.

Sjá næstu 50 fréttir