Fleiri fréttir

Með vökva í stað heila

Manni, með óvenju lítinn heila, hefur tekist að lifa eðlilegu lífi í fjörutíu ár. Rannsóknir franskra vísindamanna á höfði hans sýna að hauskúpa hans inniheldur að mestu leyti vökva.

SÞ rannsaka meint kynferðisbrot friðargæslumanna á Fílabeinsströnd

Sameinuðu þjóðirnar rannsaka nú ásakanir um að friðargæslumenn á Fílabeinsströndinni hafi stundað víðtæka kynferðismisnotkun og arðrán. Samtökin segja að liðsafli í Bouake, höfuðvígi uppreisnarmanna í norðri, hafi verið kallaður til vegna málsins, en vildu ekki gefa upp af hvaða þjóðerni mennirnir voru.

Tóku tvo þýska gísla af lífi

Talibanar í Afghanistan greindu frá því í morgun að þeir hefðu tekið tvo þýska gísla af lífi úr hópi Þjóðverja og Suður-Kóreumanna sem þeir rændu á fimmtudag. Mannræningjarnir hótuðu því að taka hina gíslana af lífi fyrir hádegi í dag nema stjórnvöld í Suður-Kóreu og Þýskalandi fækki í herliði sínu í Afganistan.

Þremur matvælafyrirtækjum lokað í Kína

Þremur matvælafyrirtækjum hefur verið lokað í Kína og nokkrir hafa verið handteknir í tengslum við matar og lyfjahneyksli þar í landi. Dauði fólks og dýra bæði innanlands og utan hefur verið rakinn til vara frá fyrirtækjunum.

Bamir Topir kosinn forseti Albaníu

Albanska þingið kaus Bamir Topir, varaformann Demókrataflokksins, forseta í dag. Sú niðurstaða verður til þess að ekki þarf að ganga til almennra kosninga í Albaníu sem hefði getað seinkað inngöngu landsins í Nató og Evrópusambandið.

Bush undirritar reglur um yfirheyrslur grunaðra hryðjuverkamanna

George W. Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í dag nýjar reglur um yfirheyrslur grunaðra hryðjuverkamanna. Samkvæmt reglunum verður bannað að beita grimmilegum eða ómannúðlegum yfirheyrsluaðferðum, niðurlægja fanga eða misbjóða trú þeirra.

Flóð valda vandræðum á Englandi

Úrhellisrigning og flóð á suður- og austurhluta Englands hefur valdið miklum vandræðum þar í dag. Berkshire varð einna verst úti og sumir íbúar notuðu báta til að komast leiðar sinnar. Þar flæddi einnig inn á rúmlega þrjátíu heimili og loka þurfti skóla.

Bilun í hemlunarbúnaði flugvélarinnar í Brasilíu

Komið hefur í ljós að bilun var í hemlunarbúnaði annars hreyfils Airbus farþegaþotunnar sem fórst í Brasilíu á miðvikudag. Í dag tilkynnti Tam flugfélagið að ástand þotunnar hafi verið í samræmi við notkunarreglur framleiðandans sem samþykktar eru af flugumferðaryfirvöldum í Brasilíu.

Varar við að lausn fanga séu mútur

Ismail Haniyeh leiðtogi Hamas og fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu varar við því að lausn 250 palestínskra Fatah fanga sé notuð sem gildra, eða mútur af hálfu Ísraelsmanna til bráðabirgðastjórnarinnar í Palestínu.

Skorinn á háls vegna rispu á bíl

Nítján ára kínverskur karlmaður var skorinn á háls í Västerås í Svíþjóð í gær með þeim afleiðingum að hann lést. Lögreglan í Svíþjóð hefur lýst eftir 28 ára gömlum karlmanni í tengslum við morðið. Atvikið átti sér stað á bílaplani og höfðu mennirnir mælt sér mót þar til að gera upp rispu á bíl hins meinta morðingja.

Komið að ögurstund fyrir botni Miðjarðarhafs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segist skynja það sterkt í Ísrael og Palestínu að komið sé að ögurstund í friðarmálum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir þjóðirnar í hlekkjum ótta vegna komandi kynslóða. Íslendingar eigi ekki að skorast undan því að taka sér hlutverk í friðarferlinu.

Reykingar gegn Parkinson

Reykingamönnum steðjar helmingi minni ógn af Parkinson sjúkdómnum en reyklausum. Raunar minnka líkurnar á að sjúkdómurinn myndist eftir því hve viðkomandi hefur reykt lengi. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Háskólann í Kaliforníu.

Rússar vilja sættast við Breta

Utanríkisráðherra Rússlands sagði í dag að hann vonaðist til þess að eðlileg samskipti kæmust á milli Bretlands og Rússlands, eftir að Rússar ráku fjóra breska sendifulltrúa úr landi. Það var í hefndarskyni fyrir að Bretar gerðu fjóra Rússa landræka. Og það gerðu Bretar vegna þess að Rússar vilja ekki framselja meintan morðingja KGB njósnarans Litvinenkos, sem var myrtur í Lundúnum.

Mótmæla stórri mosku í Lundúnum

Hátt á þriðja hundrað þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli gegn stórri mosku sem múslimasöfnuður vill byggja í Lundúnum. Moskan yrði kostuð af opinberu fé og kosta milljarða króna. Mótmælendurnir vilja að því fé verði varið til heilbrigðismála.

Nýtt tungl við Satúrnus

Nýtt tungl er fundið á braut um reikistjörnuna Satúrnus. Þar með eru þekkt tungl Satúrnusar orðin sextíu talsins. Tunglið sást á myndum sem geimfarið Cassini-Huygens tók.

Fjórar nýjar barnaklámsíður á dag

Barnaklámsíðum á netinu fjölgar stöðugt. Samtökin Björgum börnunum segja að fjórar nýjar síður séu opnaðar á hverjum degi. Jafnframt verður efni á þessum síðum æ hrottalegra og jafnvel dæmi um að börnum sé nauðgað í beinni útsendingu. Á það horfa barnaníðingar um allan heim.

Tony Blair hreinsaður af áburði

Breski ríkissaksóknarinn tilkynnti í dag að engar sannanir hefðu fundist fyrir því að Verkamannaflokkurinn hafi lofað auðkýfingum aðalstitlum í staðinn fyrir lán og annan fjárhagsstuðning. Því verði engar ákærur lagðar fram. Rannsókn á þessu máli hefur verið sem svart ský yfir ríkisstjórn Tony Blairs síðastliðna 16 mánuði.

Hæstiréttur Pakistan ógildir ákvörðun Musharraf

Hæstiréttur Pakistan ógilti í dag brottrekstur æðsta dómara landsins en Pervez Musharraf, forseti Pakistan, rak hann úr embætti fyrir fjórum mánuðum síðan. Iftikhar Chaudhry varð táknmynd og sameiningarafl andstæðinga Musharraf eftir að hann neitaði að samþykkja brottreksturinn.

Síðasti dagur vinnuferðar í Ísrael

Formlegri dagskrá í vinnuferð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra til Ísrael og Palestínu lauk nú rétt fyrir fréttir. Ráðherrann heimsótti Aida flóttamannabúðirnar utan við Betlehem í morgun. Búðirnar voru settar á stofn af flóttamannaaðstoð Palestínumanna á sjötta áratugnum.

Blair tekinn við friðarhlutverki

Tony Blair hóf formlega hlutverk sitt sem sérstakur sáttasemjari í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs í gær. Þá hélt hinn svokallaði Kvartett Mið-Austurlanda blaðamannafund í Lissabon í Portúgal. Blair vísaði á bug fullyrðingum um að takmarkað umboð hans, og vilji hópsins til að sniðganga Hamasliða, myndi gera verkefnið að engu.

Skvettu málningu á íslenska ræðismannsskrifstofu

Málningu var slett á á húsnæði íslensku ræðismannsskrifstofunnar í Edinborg klukkan hálfsex í morgun. Skrifað var með gulum stöfum að allur heimurinn væri að fylgjast með Íslandi. Á tröppur húsnæðisins var málað "Íslandi blæðir". Samkvæmt dagblaðinu Evening news í Skotlandi hafa samtökin Saving Iceland lýst verknaðinum á hendur sér.

Varnarmálaráðuneytið húðskammar Hillary

Bandaríska varnarmálaráðuneytið gagnrýnir Hillary Clinton harkalega í svari við bréfi sem hún sendi ráðuneytinu vegna Íraksstríðsins. Í svarinu er hún sögð leggja óvinum Bandaríkjanna lið í áróðursstríði þeirra.

Evrópusambandið reynir að fá sexmenninga til Búlgaríu

Evrópusambandið reynir nú hvað það getur til þess að fá fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og einn lækni til Búlgaríu. Fólkið á að afplána lífstíðardóm og Evrópusambandið vill að það afpláni í Búlgaríu. Einnig gæti forseti Búlgaríu náðað fólkið ef það fær að afplána dóma sína þar.

Steikin mengar jafn mikið og heimilisbíllinn

Framleiðsla á kílói af nautakjöti losar um það bil sama magn gróðurhúsalofttegunda og að keyra heimilisbílinn frá Reykjavík til Blönduóss. Japanskir vísindamenn komust að þessu með útreikningum á ýmsum þáttum nautakjötsframleiðslu.

Brown og Sarkozy funduðu í morgun

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakka, hittust í morgun í fyrsta sinn síðan þeir tóku við embættum sínum. Á fréttamannafundi sem þeir héldu, sem var í beinni útsendingu hér á Vísi, ræddu þeir um loftslagsbreytingar og þróun mála í Afríku.

Forsætisráðherra Kosovo vill sjálfstæði

Forsætisráðherra Kosovo, Agim Ceku, sagði í dag að héraðið ætti að lýsa einhliða yfir sjálfstæði sínu frá Serbíu þann 28. nóvember næstkomandi. Ceku sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu brugðist Kosovo og því væri þetta eina leiðin.

Stjórnvöld í Eþíópíu náða 38 stjórnarandstæðinga

Stjórnvöld í Eþíópíu frelsuðu í morgun 38 stjórnarandstæðinga sem voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í liðinni viku fyrir að efna til mótmæla og ofbeldis í kringum kosningarnar sem fram fóru árið 2005. Gagnrýnendur stjórnvalda í landinu segja að málið hafi verið af pólitískt.

Tveir meintir hryðjuverkamenn handteknir í Bretlandi

Breska lögreglan handtók í morgun tvo menn vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Mennirnir voru handteknir í Bristol en í íbúð þeirra fann lögreglan um 50 lítra af efni sem nota má til að búa til sprengju. Efnið er af svipaðri gerð og það sem notað var í sjálfsmorðssprengjuárásunum í London árið 2005.

Fjórir láta lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan

Fjórir létust og að minnsta kosti sex særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðurhluta Waziristan héraðsins í Pakistan í dag. Talið er að árásin sé hefndaraðgerð vegna umsáturs stjórnvalda um Rauðu moskuna í Islamabad fyrr í þessum mánuði.

Japanir þurfa að draga úr rafmagnsnotkun

Akira Amari, iðnaðar og viðskiptaráðherran Japans, hvatti í morgun japönsk fyrirtæki til að draga verulega úr rafmagnsnotkun á næstu mánuðum. Stór jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Japans á mánudaginn með þeim afleiðingum að loka þurfti stærsta kjarnorkuveri landsins.

Áhrif Uriah Heep á fiska

Finnskur vísindamaður er með heldur athyglisverða rannsókn í burðarliðnum. Á tónleikum bresku rokksveitarinnar Uriah Heep hyggst hann koma upp fimmhundruð þúsund lítra fiskabúri, fullu af fiskum, við hlið sviðsins. Á meðan tónleikum stendur ætlar hann sér að fylgjast grannt með áhrifum dynjandi þungarokksins á heilsu og atferli fiskanna.

Blair bjartsýnn á friðarviðræður

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og nýskipaður sáttasemjari Mið-Austurlanda, segist bjartsýnn á að hægt verði að koma skriði á friðarferli á milli Ísraels og Palestínu. Á fyrsta fundi sínum með Málamiðlunarkvartettinum svokallaða í Lissabon sagði hann að ekkert væri jafn mikilvægt til að tryggja frið og öryggi í heiminum.

Conrad Black frjáls þar til dómur verður kveðinn upp

Fyrrverandi fjölmiðlakóngurinn Condrad Black þarf ekki að dúsa bak við lás og slá á meðan hann bíður eftir dómsuppkvaðningu, að því er dómari í Chicago hefur úrskurðað. Black, sem var fyrir viku síðan sakfelldur af kviðdómi fyrir fjársvik og hindrun á framgangi réttvísinnar, þarf að bíða fram í nóvember eftir dómsuppkvaðningu.

Fjöldi fólks hefur leitað aðhlynningar í kjölfar eiturefnaslyss í Úkraínu

Um 140 manns, þar af 43 börn, hafa leitað aðhlynningar á sjúkrahúsi með einkenni eitrunar í kjölfar lestarslyss sem varð nærri bænum Lviv í Úkraínu á miðvikudag. Lest, sem flutti mikið magn eiturefna, fór út af sporinu og í kjölfarið kviknaði í henni. Við það lagði þykkt eiturefnaský yfir stórt svæði.

52 létu lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan í dag

Þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir urðu að minnsta kosti 52 að bana í Pakistan í dag. Er þetta mesta mannfall sem orðið hefur á einum degi síðan alda sjálfsmorðssprengjuárása hófst í kjölfar umsáturs stjórnvalda um Rauðu moskuna í Islamabad fyrr í þessum mánuði.

Þingmenn í Ísrael telja Ísland hafa hlutverki að gegna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir að þingmenn í Knesset, ísraelska þinginu telji Ísland hafa hlutverki að gegna í friðarumleitunum milli Ísraels og Palestínu. Ingibjörg sagði í samtali við Stöð 2 í dag, að þeir höfðu mjög ákveðnar hugmyndir um það að Ísland gæti gegnt hlutverki, rétt eins og Noregur og Sviss.

Rice segir að Kosovo verði sjálfstætt þrátt fyrir mótbárur Rússa

Kosovo verður sjálfstætt á einn hátt eða annan þrátt fyrir andstöðu frá Rússum. Þetta fullyrti Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Bandaríkin eru að verða sífellt þreyttari á endurteknum neitunum Rússa á tillögum þeirra varðandi framtíðarskipulag mála í Kosovo. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fram fjölmargar tillögur og Rússar neitað þeim jafnharðan.

Tékkar andvígir bandarískum eldflaugum

Í skoðanakönnun sem gerð var í maí voru 61 prósent frekar eða mjög andvíg eldflaugakerfinu. Í nýju könnuninni er sú tala 65 prósent. Aðeins 28 prósent eru fylgjandi. Bandaríkin hyggjast koma fyrir tíu loftvarnaeldflaugum í Póllandi og ratsjárstöð í Tékklandi.

Buxnadómarinn gefst ekki upp

Roy L. Pearson, bandaríski dómarinn sem krafðist þriggja milljarða króna bóta fyrir buxur sem týndust í fatahreinsun tapaði því máli. Hann er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og hefur beðið dómarann í málinu að taka það upp aftur, jafnvel þótt brækurnar hafi á endanum fundist.

Ég trampaði á hálsi hennar til að ná sálinni út

Breskur kviðdómur heyrði í dag lýsingu á skelfilegum endalokum tvítugrar kúrdiskrar stúlku. Fjölskylda hennar og vinir myrtu hana fyrir að kasta rýrð á heiður fjölskyldunnar. Hún hafði orðið ástfangin af röngum manni. Henni var nauðgað og misþyrmt áður en hún var kyrkt.

Sopranos fékk flestar Emmy tilnefningar

Sjónvarpsþættirnir um Sopranos fjölskylduna hafa fengið langflestar tilnefningar til Emmy verðlaunanna. Þættirnir fá 15 tilnefningar meðal annars sem bestu dramaþættirnir. Helstu keppinautar Sopranos eru Grey´s Anatomy, Boston Legal, House og Heroes.

Bretar segja brottrekstur erindreka óréttlætanlegan

Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa óréttlætanlega.

Sjá næstu 50 fréttir